Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 41
örugglega, eftir því sem hún sannaði sig betur. Meðaltal gesta er nú fjórir dag hvern og þær gerðu sér vissulega grein fyrir því að þetta tæki tíma. Þær sögðust vera að fara af stað með kvennahóp m.a. til að fara í gönguferðir, fara á söfn o.s.frv. Þar er Sigurlaug Sveinsdóttir drif- fjöður en hún starfar fyrir Sjúkravini í Kópavogi. Þessi hópur á fyrst um sinn að hittast á fimmtudögum. Þama kemur fólk á eigin forsendum, er með þessu að rjúfa sína félagslegu ein- angrun, fær aðstöðu bæði í félagsskap og út af fyrir sig, fær sér mat í hádeg- inu, nýtir listaaðstöðuna og þannig mætti svo áfram telja. Aðalatriðið er að fólk viti að það á völ þessa og auðvitað vilji þá notfæra sér þessa afbragðsaðstöðu. Þær kynntu svo fyrir okkur slökun- ardiska tvo, slökun og sjálfstyrking og slökun og vellíðan, sem Sigríður forstöðukona hefur einmitt lesið inn á í Dvöl og eru diskamir vel nýttir m.a. spila gestir þá í listaherberginu sér til hugarfróar og styrkingar við iðju sína nú eða þeir svo beinlínis við slökun nýttir vel. Við Helga sem kemur þarna eðli- lega oft áttum þama ágæta stund og aftur barst talið að færðinni, því einhverra hluta vegna hafði ekki verið hreinsað frá í innkeyrslunni, en það töldu þær eiga að standa til bóta, enda bæjarstarfsmenn látnir vita. Ritstjóri þakkar veitular viðtökur og vermandi hlýju þeirra ágætu kvenna sem þarna ráða ríkjum svo og allan fróðleik sem fenginn var. Helgu vinkonu minni Þorleifs er fylgdin þökkuð, en Helgu skilaði ég heilu og höldnu yfir í Félagsmála- stofnun aftur og með henni fylgdu kærar kveðjur til hans Hrafns, eða Krumma eins og hann svo oft kallar sig. Svo vildi hins vegar til að úti í einu trénu hjá Dvöl kúrði í rólegheit- um krummi einn sem mjög er gæfur og elskur að heimkynni sínu og hver veit nema hann sé með sama bjarta baráttuandann og nafni hans Sæm- undsson geymir. Dvalargestum sem húsráðendum í Dvöl er allra heilla ámað. Megi það verða ágætt athvarf sem allra flestum sem á þurfa að halda að eiga þar dálitla dvöl. Helgi Seljan. S I garði konu minnar Guðjón Sveinsson rithöfundur á Breiðdalsvík, sem áður hefur komið við sögu Fréttabréfs ÖBÍ með hið ágætasta efni, gaf út á liðnu ári ljóðabók sem heitir: I garði konu minnar. Bókiner tileinkuð öllu skógræktarfólki og öðm fólki er ann ræktun og óspilltu umhverfi. Hér á eftir eru birt sýnishorn bókarinnar, valin af ritstjóra. Til skóganna í helgidóm skóganna finnum við liti og líf laufþyt í greinum, alheimsins guðamál. Leitaðu þangað, ó, sál, er angrar þig allt í öngstræti komin þín viðkvæma brothætta sál. Framtíð vors heims er falin í skóganna vernd feigð býr í hugvitsins gálausu, drottnandi feikn. Hið ósvífna vald með dramblæti, daga og ár, dregur á bláhvelin ógnþrungin voðateikn. Á bókfelli dýrasta lögmál lífsins er geymt lýsandi orð sem vernda á fjöregg þitt jörð: Geymið þann auð sem eyða ei mölur og ryð. Erindi lífsins sem oss ber að standa um vörð. Kveðið við skóginn Haustbleiki skógur harpan þín syngur húmdökkan næturóð. Gulbleikri blæju bregður yfir bjarkanna sumarljóð. Vaggaðu mér með vindhörpu þinni inn á vetrarins hvítu slóð. Haustbleiki skógur hjarta mitt sefa þín hljóðlátu rökkurstef. Aleinn ég hvíli í aspanna flosi endurminningar gref við rætur þess skógar sem raulaði forðum um rismál við tjarnarsef. Vökuljóð í vökudraumi vindsveipar á vatnsins skáhalla fleti fetar sig þá lína dagsbirtu brýtur upp húm í óhlutbundin form fagurblárra djúpa hugskot heillar ævi blæs að glæðum ilmandi morgunkaffis. Guðjón Sveinsson. Megið þið eins og ritstjóri njóta vel ljúfra ljóða og umhugsunarverðra um leið. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.