Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 46
Bæklingar LHS Með síðasta tölublaði Velferðar, málgagns Landssamtaka hjartasjúklinga fylgdi bæklingur sem bernafnið: Starf og stefna. Iblaðinu er einnig greint frá því að sömuleiðis hafi verið gefinn út vandaður bækl- ingur um kransæðasjúkdóma í saman- tekt dr. Árna Kristinssonar, hjartasér- fræðings, en bæklingurinn kostaður af Pharmaco hf. Bæklingurinn: Starf og stefna er greinargóður mjög, fjallar um fjáröfl- un, HL stöðvar- endurhæfingu hjarta- sjúklinga, íbúð í eigu LHS í Reykja- vík, styrktarsjóð hjartasjúklinga (styrkir efnalitla hjartasjúklinga), get- ið er um að þing sé annað hvort ár, ellefu eru landsfélögin og LHS á aðild að SÍBS og þar með að Öryrkja- bandalagi Islands. Formaður LHS er nú Gísli J. Eyland, Velferð kemur út þrisvar til fjórum sinnum á ári í rit- stjórn Sigurjóns Jóhannssonar, getið er um starfsmenn: Ingólfur Viktors- son í fullu starfi og Jóhannes Proppé og Rúrik Kristjánsson í hlutastarfi. Síðast en ekki síst eru svo tíunduð helstu markmið samtakanna og þau birt hér öllum til fróðleiks sem lesa: - Að sameina félagsmenn til baráttu fyrir hagsmunamálum hjartasjúkl- inga og gæta réttar þeirra á öllum sviðum. - Að vinna að úrbótum á sviði heil- brigðisþjónustu og bættri félags- legri aðstöðu hjartasjúklinga. - Að afla fjár, sem varið er til velferð- armála hjartasjúklinga og hrinda í LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Merki samtakanna. framkvæmd markmiðum samtak- anna. - Að efla rannsóknir og fræðslu varð- andi hjartasjúklinga. - Að bæta aðstöðu og tækjakost á sjúkrastofnunum til rannsók.na og lækninga á hjartasjúkdómum og skapa aðstöðu til endurhæfingar. - Að upplýsa hjartasjúklinga um félagslegan rétt sinn, m.a. varðandi skattamál, fjárhagsaðstoð, trygg- ingamál, lífeyrisréttindi, læknis- meðferð erlendis ofl. Svo mörg voru þau orð en bæklingur þessi er einkar vel úr garði gerður. H.S. Lítil gullkorn úr læknaskýrslum Þegar hann var lagður inn, hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur. Sjúklingurinn fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en eitt ár. Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið. Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983. Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð. Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn. Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember. Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgun- mat og lystarstol í hádeginu. Húðin var rök og þurr. Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvél hans hrapaði elds- neytislaus. Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr. Stjórn ÖBÍ - leiðrétting Isíðasta tölublaði liðins árs var greint frá aðalstjórnarmönnum Öryrkjabandalagsins s.s. upplýsingar höfðu borist frá aðildarfélögunum. Ein breyting er þar á og skylt að geta hennar hér en það varðar aðal- stjórnarmann Tourette - samtakanna. Þorlákur Ómar Einarsson er aðalstjórnarmaðurTourette - samtak- anna í stað Elísabetar K. Magnús- dóttur sem ranglega var tilfærð sem aðalstjómarmaður. Beðisternokkurr- ar velvirðingar hér á. H.S. Gátur - Fyrri hluti 1. Hve langt er frá austri til vesturs? 2. Hver gengur úti en er þó alltaf í húsi sínu? 3. Hvað er á milli fjalls og dals? 4. Hver er munurinn á fullum manni og fullri flösku? 5. Hvað er það sem mús getur dregið ekki síður en fíll? 6. Hvaða bæjarnafn nefnir sig sjálft? Svör við gátum á bls. 49 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.