Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 4
Arnór Pétursson form. Sjálfsbjargar- landssambands fatlaðra: Við aldahvörf Iár fagnar Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, því að 40 ár eru frá stofnun þess. 40 ár eru ekki langur tími í Islands- sögunni, en þrátt fyrir það er það löng og merkileg saga sem Sjálfsbjörg hefur skrifað á þessum árum. Eg trúi því staðfast- lega að ef af stofnun Sjálfsbjargar hefði ekki orðið þá væri allt annað hlutskipti sem fatlaðir byggju við í dag. I ávarpi í fyrsta Sjálfsbjargarblaðinu sem gefið var út í september 1959 segir Sigursveinn D. Kristinsson:. „Það er markmið samtakanna að gera öllu fötluðu fólki kleift að taka þátt í félagslífi, sér og öðrum til uppbyggingar. Heilbrigt fólk á að vonum erfitt með að gera sér ljósa grein hve risavaxnar þær hindranir eru, sem fatlað fólk þarf stundum að sigrast á, til að geta notið þess að vera þátttakendur í almennu lífi”. A upphafsárum Sjálfs- bjargar voru fatlaðir, sem ekki gátu búið á eigin heimilum eða hjá ættingj- um, vistaðir til langframa á sjúkrastofnunum eða elliheimilum. Því hófst fljótlega umræða um byggingu heimilis fyrir fatlaða. Ég held að á engan sé hallað þó sagt sé að þar hafi Theodór A. Jónsson farið fremstur í flokki og ég held að hægt sé að fullyrða að fyrir atbeina og dugnað hans var ráðist í byggingu Sjálfsbjargar- hússins sem í dag er mið- stöð þess starfs sem fer fram á vegum landssam- bandsins og sá homsteinn sem það byggir á. Með því hefur mörgum fötluðum verið gert lífið bærilegra og margir hafa stigið þar fyrstu skrefin út í lífið aftur eftir slys eða alvarleg veikindi. Eitt dæmi um fram- sýni og næman skilning Sjálfsbjargar á þörfinni fyrir öflugri baráttu og verkfærum til að vinna að hagsmuna- málum fatlaðra er að Sjálfsbjörg hafði frum- kvæði að stofnun Ör- yrkjabandalags Islands. I grein Guðmundar Löve í Sjálfsbjargar- blaðinu 1961 má lesa eftirfarandi: “Það datt engum í hug þegar Ólöf Ríkarðsdóttir, ritari Sjálfsbjargar hringdi til Blindrafélagsins og Sambands íslenskra berklasjúklinga og boð- aði til sameiginlegs fund- ar með fulltrúum þessara félaga, að þar færi fyrsti vísir Öryrkjabanda- lagsins.” Síðar í sömu grein segir: “Tveir lamaðir, Arnór Pétursson tveir lungnaveikir og tveir blindir - hvað áttu þeir sameiginlegt? Var þetta tal um samstarf ekki eitthvað óraunverulegt - vonir, sem aldrei gátu rætzt.” Þetta frumkvæði Sjálfsbjargar varð samt til þess að Öryrkjabandalag íslands var stofnað og allir vita hvaða hlutverki það hefur gegnt í baráttu og hagsmunamálum fatl- aðra um áratuga skeið og má þar sérstaklega nefna að þúsundir fatlaðra hafa fengið húsnæði við sitt hæfi í gegnum Hússjóð þess. Það var því eðlilegt framhald og þróun sög- unnar að Ólöf skyldi um árabil vera formaður Öryrkjabandalagsins og til margra ára stjórnar- maður í Hússjóði þess. rátt fyrir 40 ára ötult starf Sjálfsbjargar er enn langt í land að fatlaðir búi við full mannréttindi og geti lifað lífinu með reisn og virðingu. Vissu- lega hefur margt breyst til batnaðar t.d. eru fatlaðir ekki lengur vistaðir á sjúkrahúsum eða elli- heimilum og bætur almannatrygginga og lífeyrissjóðsréttindi hafa gert fjárhag fatlaðra betri þó enn vanti mikið á að það nægi fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Sjálfsbjörg, landssam- bandið og aðildarfélögin hafa verið svo lánsöm í gegnum árin að eiga vís- an skilning og stuðning hjá fjölda íslendinga og má þar m.a. nefna Holl- vini Sjálfsbjargar og þá fjölmörgu sem alltaf kaupa happdrættismiða samtakanna, en Hollvinir og happdrættið stendur að mestu undir rekstri lands- sambandsins og eiga þessir aðilar sérstakar þakkir skilið. Viðhorfum nú inn í nýja öld en hvað hún ber í skauti sér er vandi að spá. Ég vona og trúi að með öflugu starfi Sjálfsbjargar og annarra aðildarfélaga Öryrkja- bandalagsins muni al- menningsálitið knýja ráðamenn landsins til að bæta kjör fatlaðra þannig að þeir geti notið þess að vera þátttakendur í al- mennu lífi, eins og Sigur- sveinn komst svo rétti- lega að orði í ávarpi sínu. Þá hafa hugsjónir og markmið hinna miklu frumkvöðla og hugsjóna- manna Sjálfsbjargar loks náð fram að ganga.. Arnór Pétursson ] 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.