Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 6
HETJA ÍHJÓLASTÓl
Rœtt við Jón H. Sigurðsson
líffrœðing og kennara
Gerum við okkur nokkurn
tíma grein fyrir högginu
sem hittir mænuskadd-
aðan mann, sálarlega og líkamlega,
og hinum vægðarlausu erfiðleikum
sem hann þarf
að yfirstíga til
að geta fótað sig
aftur í lífinu?
Trúlega ekki.
Samt geta svona
slys hent mig og
þig hvenær sem
er.
Oddný Sv.
Björgvins
Jón H. Hann var
Sigurðsson einn af bestu
hlaupurum Is-
lands, dugmikill
bóndi á land-
mikillijörð þeg-
ar fótunum var
kippt undan
honum. Segist
hafa verið í
mjög góðu
formi, en eftir
slysið og rúm-
legu í tvo mánuði hafi líkamanum
hrakað mjög eins og engin þjálfun
hefði verið fyrir hendi. En hann lét
aldrei bugast, trúði á líkams-
þjálfun, þekkti hana úr íþróttunum
og endurhæfði sig í rúm sex ár!
Sálina þjálfaði hann líka, settist á
skólabekk og hætti ekki fyrr en
líffræðideild Háskólans var að baki.
Jón H. Sigurðsson kennir nú
Iíffræði við Verslunarskóla íslands.
Þjálfar líkamann með því að hjóla
af atorku heima og erlendis. Hálft
Maraþonhlaup hjólaði hann í
rokinu og rigningunni í sumar. Af
hverju eru svona menn ekki verð-
launaðir? Jón bóndi, eins og vinir
hans kalla hann, er hetja í hjólastól.
Ofan við Skógræktina blasir það
við, brúnt fallegt hús neðst í
brekkunni. Öðruvísi fjölbýlishús ef
vel er að gáð - gangstéttin með
Jón þurfti að ganga upp fjórtán þrep til að komast í líffræðikennslustofu
Háskólans og notaði til þess spelkur og staf - þrekvirki fyrir mann sem er
lamaður frá handarkrikum. "Endurhæfingin á Reykjalundi skilaði mér
því, að ég var fær um að ganga upp stiga", segir Jón.
aflíðandi braut, engin trappa inn í
húsið. Fleiri hús ættu að vera með
svona gott aðgengi. Allir geta lent í
slysum og lamast, og menn eldast líka.
Innandyra mætir mér lyfta og rúm-
góðir gangar. Enginn íburður, en
þægilegt aðgengi fyrir fólk sem þarf
að sitja í stól með hjólum og ýta sér
áfram.
Ég er stödd í húsi SEM samtak-
anna - á stefnumót við einn íbúann,
líffræðikennarann Jón bónda. íbúð
hans á annarri hæð sýnist venjuleg
tveggja herbergja íbúð, en við nánari
athugun má sjá að eldhúsborðið er
lægra og gólfrými óvenju gott í stofu
og baðherbergi. Ef reynt er að setja
sig í spor manns sem þarf sérhannað
salerni og hjólabrautir er ljóst að
mikinn kjark þarf til að hjóla út í borg
sem á töluvert eftir til að skapa vin-
samlegt umhverfi fyrir fólk í hjólastól.
Jón er útitekinn, sterklegur maður
sem hreyfir sig liðlega í stólnum.
Líkami hans sýnist í góðri þjálfun,
enda ganga þær sögur af Jóni að hann
hjóli upp um öll fjöll í stólnum. “Ég
var að koma úr hálfu Maraþonhlaupi
í gær,” segir hann brosandi. “Ég var
búinn að setja mér það áheit að yfir-
vinna það, en játa að það var þrekraun
í slagviðrinu í gær.”
Svona fólk á að verðlauna. Það er
ekki síðri þrekraun að beita höndum
til að ýta áfram líkama í þungum stól,
en bera hann með heilbrigðum fótum.
Saga SEM samtakanna
Hvernig húsið reis og saga SEM
samtakanna er alltof lítið kunn. Jón
er félagsmaður og vinnur mikið í
hagsmunamálunum. “SEM hópurinn
er samtök endurhæfðra mænu-
skaddaðra. Frá 1970 hafa um sextíu
manns hlotið þannig meiðsl, nokkrir
hafa látist, en alltaf bætast nýir í
hópinn,” segir Jón. “Nú eru 56 manns
í hópnum, einstaklingar sem hafa lent
í miklum slysum og hlotið varanlegan
mænuskaða. Yfir helmingur lenti í
bflslysi. Nokkrir féllu ofan af hús-
þökum. Tveir hafa lamast í sundlaug-
6