Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 10
Jón lætur lömun sína lítið hefta sig. Hér er hann að tjalda á tjaldstæði í Luxemborg. "Sjálfskiptur bíll með hjálpartækjum finnst ekki á bílaleigum í Evrópu. I Bandaríkjunum eru menn spurðir hvort þeirkjósihjálpar- tækjabíl fyrir vinstri eða hægri hönd", segir Jón. tíðarfar leyfir. Gallinn er bara sá að í Reykjavík eru víða svo miklar brekkur.” Er ekki hægt að fá sér lítinn hjálparmótor á hjólastólinn? “Þá er æfingin búin - og líkamleg uppbygging fyrirbí! Til að þjálfa mig betur heimsæki ég stórborgir á hverju sumri. Stórkostlegt að njóta útiveru í hlýrra veðri og logni. Ég var í Hamborg í sumar og hjólaði þar dag- lega 30-40 km. I fyrrasumar fór ég til Kanada, þar sem ég naut þess að hjóla um sléttuborgina Winnipeg þótt moskítóbitin færu illa með mig. Einnig hef ég dvalið í Bournemouth, Suður Svíþjóð og víðar. í jólafríinu hef ég oft farið til Kanaríeyja. Frábært að komast þangað og hamast utan dyra í hjólastól frá desember fram í janúar. Er ekki erfítt að fara í langt flug fyrir fólk í hjólastól? “Flugferðir eru mjög erfiðar fyrir fólk í hjólastól, einkum ef maður þarf að sitja samfleytt í þrjá klukkutíma eða lengur. Lamaðir komast ekki á salerni í flugvél, til þess eru þau alltof mjó! Annars er geysileg breyting orðin í flugstöðvum erlendis. Nú fær maður hjólastólinn sinn strax við útgöngudyr flugvélar, þótt alltaf þurfi að biðja sérstaklega um það. Aður var manni keyrt í lélegum stól að farangri þar sem hjólastóllinn beið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Maður þarf að vera vakandi yfir öllu,” segir Jón, “strax við staðfestingu á ferð verður maður að vera algjörlega viss um að hótelið sé þannig að maður geti bjargað sér. Ég var á mjög góðu hóteli í Ham- borg í sumar sem þroskaheftir eiga og reka. Gaman var að sjá hvað þeir leystu þjónustuna skemmtilega af hendi sem búið var að innprenta þeim. Mongólíta strákamir, uppdubbaðir í svört föt með slaufu, voru ánægðir með sig. “Hvar viltu sitja?” spurðu þeir og vísuðu svo til sætis. Alltof flókin vandamál komu upp, ef maður skipti um sæti. Þau helltu í bollana og buðu alltaf upp á ábót eftir nákvæmlega jafn- margar mínútur. Einu sinni hellti ég sjálfur í bollann, svo að sú sem þjón- aði mér til borðs varð hundfúl.” Jón skellihlær. Baráttumálin enn þung Jón er í framvarðarsveit SEM hópsins. Hann er líka félagsmaður í Sjálfsbjörg og þar með í Öryrkja- bandalaginu - og veit alltof vel um aðstöðuleysi lamaðra. “Ennþá viðgengst ofboðslega mikið óréttlæti í íslensku þjóðfélagi gagnvart lömuðum einstaklingum. Núna þyrfti að berjast kröftuglega í launamálunum. Ungir einstaklingar lamaðir eftir slys, auk þeirra sem fæðast fatlaðir, eru ekki í neinum lífeyrissjóði - og eru ætlaðar um sextíu þúsund krónur á mánuði. Mjög margir þeirra fá engar vinnutekjur. Ef þessir einstaklingar þurfa að leigja, eiga þeir eftir um eitt þúsund krónur á dag í allt annað. Margir eru með bíl og þurfa að borga af bílaláni, og eiga því ekki mikið eftir til að draga fram lífið - hvað þá til að láta eitthvað eftir sér. Segja má að þetta fólk tóri, en sé í algjörri félagslegri einangrun.” Jón segir að nýlega hafi verið haldin ráðstefna um þessi mál. Þar hafi komið fram að nokkur þúsund manns búi við svona kjör í velferðar- ríkinu Islandi. "Öryrkjar undir 67 ára aldri eru um átta þúsund. Hroðalegar tölur sjást líka í eldri geiranum. Aðgengismál eru stór hluti af baráttunni. Þar hefur mikið verið gert, en alltof mikið er eftir. Opinberir staðir eins og Skattstofan og Toll- húsið, sem ég og fleiri þurfa oft að heimsækja, eru mjög erfiðir til inn- göngu fyrir fólk í hjólastól. Víða eru brattar gangstéttarbrúnir og óhemju margar verslanir við Laugaveginn eru mér lokaðar vegna tröppugangs.” Jón segir frá ótrúlegum málaferl- um SEM hópsins við húsfélagið að Hátúni 6 b í Reykjavík. “Húsfélag SEM keypti íbúð í húsinu, en í ljós kom að um 20 cm stallur er frá bfla- stæði hússins upp á gangstétt. Við fórum fram á það við húsfélagið að skábraut yrði gerð inn í húsið, en fengum synjun á þeirri forsendu - að ef einn hjólastóll kæmi í húsið hlytu fleiri að fylgja á eftir og íbúðaverð myndi því lækka. Af þessu má sjá, að almennings- álitið á okkar ágæta höfuðborgar- svæði er ekki enn í lagi gagnvart hreyfihömluðu fólki - maður stendur agndofa frammi fyrir þessu.” Jón segir málið í höndum lögfræðinga og úrskurðar sé beðið. “Baráttan er allsstaðar hjá okkur, sama hvort það eru aðgengismál eða launakjör. Húsnæðismálin eru mjög stór þáttur. Liðlega 350 manns á bið- lista eftir íbúð hjá Hússjóði Öryrkja- bandalagsins. Við í SEM samtökun- um erum aðeins búin að leysa málin til dagsins í dag. Takmark okkar er að leysa húsnæðismál mænuskaddaðra einstaklinga sem útskrifast frá Grens- ásdeildinni, svo að einstaklingur geti komist í húsnæði sem hann er ánægð- ur með og ráði við að borga húsaleigu af. Nógu erfitt er að fara aftur út í lífið lamaður, þó að húsnæðisvandi bætist ekki við.” Oddný Sv. Björgvins. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.