Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 13
sjálfs sín herra er mikilvægt fyrir alla.
Þess vegna verður stöðugt að vera á
varðbergi gagnvart því að fullorðið
fólk sem þarfnast umönnunar frá fjöl-
skyldu eða heilbrigðisþjónustu tapi
ekki hluta af sjálfstæði sínu. Því getur
samspil þess að uppkomin böm hafi
trú á sjálfræði foreldra sinna annars-
vegar og hins vegar ábyrgðartilfinning
gagnvart hinum fullorðnu oft valdið
togstreitu.
Þegar eldra fólk verður veikt og/
eða lendir í erfiðleikum með að
framkvæma athafnir daglegs lífs, kall-
ar það á meiri aðstoð til þess að mögu-
legt sé að fólk geti áfram búið
sjálfstætt. Við þessar aðstæður fá
uppkomin börn á sérstakan hátt það á
tilfinninguna að þau beri ábyrgð á
velferð foreldra sinna. Um er að ræða
breytt hlutverk barnsins sem getur
orðið mjög flókið - bæði fyrir það
sjálft og foreldrið. Þetta breytta
hlutverk felur m.a. í sér breytingu á
siðum og venjum sem hafa þróast á
löngum tíma. Bamið fer að finna fyrir
hlutverki sem umönnunaraðili gagn-
vart foreldri sínu. Við þessar aðstæður
er afar mikilvægt fyrir bömin að gera
sér grein fyrir því að framkoma og
skoðanir þeirra sem veita slrka þjón-
ustu hafa áhrif á líðan þeirra sem
hennar njóta. Mikilvægt er fyrir börn-
in að hafa í huga að skert geta einstakl-
ingsins til að framkvæma hlutina eftir
sínu höfði þarf ekki að hafa í för með
sér að sjálfræði og sjálfstæði hans
verði skert. Að hafa stjóm á hlutunum
og geta tekið eigin ákvarðanir hefur í
för með sér meiri lífsfyllingu.
Valerie fjallar um viðfangsefni sitt
af mikilli næmni, reynslu og skilningi.
Það er óskandi að ofangreindar rann-
sóknir Valerie verði til þess í
framtíðinni að varpa enn meira ljósi
á þarfir þeirra sem hafa lokið lífsstarfi
sínu og byggt upp það samfélag sem
við njótum í dag. Aldraðir eiga
sjálfsagðan rétt á að njóta lífsins.
Valerie sendi okkur þetta loka-
verkefni sitt í voldugu bókar-
formi í þakklætisskyni fyrir góða
styrkveitingu á sinni tíð frá Sjóði
Odds Ólafssonar. Ánægjulegt er það
þegar svo er þakkað fyrir.
H.H.
GÁTUR
Hún Elín Þorbjarnardóttir sendi mér gátur úr
safni Jóns Árnasonar, misþungar að sjálfsögðu,
en hér eru nokkrar úr safninu. Fyrst vísnagátur:
1. Á fjómm stend ég fótum hér,
fangi sný að sveinum,
háir og lágir lúta mér,
ég lýt þó aldrei neinum.
2. Dýrgrip einn ég fyrir mér fann
og fór með hann.
Þessi hlutur myndaði mann
og mér líkan.
3. Einn er kominn ofan úr Grindaskörðum,
afgamall en ungur þó,
yfir geysar lönd og sjó.
4. Oft á hrygginn er mér bylt,
opnuð til að liggja,
ef þú dyggur af mér vilt,
uppfræðingu þiggja.
5. Við hlaupum daginn út og inn
ég og hann langi bróðir minn
frá eitt til tólf, þó ei með hrað.
Áttu nú að geta það.
6. Löngum geng ég liggjandi,
löngum stend ég hangandi,
löngum stend ég liggjandi,
löngum geng ég hangandi.
7. Hverjar eru hreinar meyjar hvítfaldaðar,
aldrei nema í vindi vaka,
og voða gamma stundum blaka?
Og svo eru hér þrjár órímaðar:
8. Hvert er það nafn manns sem flokkur manna ber ?
9. Hver kann hlaupa hafs á bárum og yfir þær komast svo ei sig
væti?
10. Hverjar eru ávallt á hvítum klæðum á vetrum en dökkum á
sumrum ?
Glögg vinkona mín réði allar gáturnar án mikillar umhugsunar.
Hún sagði þann sem ekki gæti helminginn heldur klénan. Hvað
um ykkur ?
Svör á bls. 43
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
13