Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 15
ára til 86 ára. Konur voru 44 af svar- endum og 21 karl. Tveir gáfu ekki upp kyn sitt. Meðalaldur þátttakenda var 43,3 ár. Af þátttakendum voru 25,4% makar, 59,7% börn sjúklings, 11,9% tengdaböm og önnur tengsl við sjúkling voru 3%. Þátttakendur sem svömðu út frá núverandi reynslu voru 65,7%, en út frá fyrri reynslu 34,3%. Túlkun: Erfitt er að túlka gögn þegar svona fáir einstaklingar taka þátt í könnun sem raun ber vitni í þessu tilfelli, því ómögulegt er að segja til um hvort þeir sem svöruðu spurningunum á listanum séu sambærilegir þeim sem svöruðu honum ekki. Þó að heimtur séu takmarkaðar teljast þær álykt- unarhæfar út frá þeirri staðreynd einni að allirþátttakendur em aðstandendur. Helstu niðurstöður: Þeir sem svöruðu voru í flestum tilfellum dætur sjúklings og sýnir það að konur eru í meirihluta umönnunar- og ábyrgðaraðila minnissjúkra. Þátttakendur svömðu flestir út frá núverandi reynslu og því gefa þessar niðurstöður okkur þversnið af ástand- inu í málefnum heilabilaðra og aðstandenda þeirra í þjóðfélaginu í dag. Kyn sjúklings og búseta hafði lítil áhrif á svörun. Það kemur greinilega fram í niður- stöðum þessarar könnunar að öll umræða í þjóðfélaginu er orðin opin- skárri en hún var fyrir nokkrum árum síðan um heilabilun og fólk er farið að fara fyrr í greiningu. Aðstandendum finnst að aðgangur að upplýsingum og útskýringum um eðli og gang sjúkdómsins sé ekki nægilega góður. Meirihluti aðstand- enda vill fá meiri og betri upplýsingar um sjúkdóminn, hegðunar- og per- sónuleikabreytingar hans og greiðari leiðbeiningar um samskipti við sjúkl- inginn og hvemig best sé að bregðast við kvíða og óöryggi hans. Almennt finnst aðstandendum að nánasta fjölskylda hafi góðan skilning á sjúkdómsferlinu, aftur á móti breyt- ist svörunin þegar um ættingja er að ræða. Að finna fyrir vanmáttarkennd sjúklings er langerfiðast fyrir aðstand- endur í samskiptum við minnissjúkan ástvin og veldur þeim og mestri vanlíðan. Mjög léleg svörun fékkst við spumingunni um hvert fólk leitaði til að ræða um gang sjúkdómsins við fagaðila, sem sýnir lélega og ómarkvissa stefnu í þjónustu stofnana og hjúkrunarheimila og skort á tengslakerfum. að kom fram að þátttakendur voru nokkuð sáttir við starfsemi FAAS, en vilja öflugra fréttabréf. Afgerandi er þörfin fyrir nýjustu upplýsingar um framgang rannsókna á Alzheimers og öðrum minnissjúk- dómum, upplýsingar um úrræði, félagslega aðstoð og tryggingamál. Aðstandendur vilja fylgjast vel með og telja að félagið eigi að sinna því hlutverki að miðla nýjustu upplýs- ingum fljótt og vel. Ákveðin svömn kom um að nauð- synlegt sé að hafa sérdeildir á hjúkr- unarheimilum og sérhæfð sambýli eða stoðbýli fyrir minnissjúka. Flestir þátttakendur vildu að gripið yrði fym inn í þ.e.a.s. að viðkomandi kæmist á viðeigandi heimili eða stofnun á þeim tímapunkti sem hann þarfnaðist þess og væri fær um að geta Hlerað í hornum Prófessorinn var illa utan við sig. Einu sinni kom hann heim og konan tók á móti honum með þessari frétt: “Það er nú meira mglið í þessum blöð- um. Hér stendur að þú sért dáinn”. Þá sagði prófessorinn: “Einmitt það. Ja, við verðum þá að muna eftir að senda krans”. Maður einn gerði hosur sínar grænar notið verunnar þar að flestu leyti. Aðstandendur telja að fagaðilar, þ.e. hjúkrunarfræðingar og sjúkra- liðar, séu ekki endilega hæfastir til að annast minnissjúka. Aftur á móti er skýr krafa um að þeir sem annast minnissjúka séu vel upplýstir um sjúkdóminn, einkenni hans og fylgi- kvilla og séu þjálfaðir sérstaklega til að sinna þessu fólki með virðingu og skilningi. Samantekt: Þegar horft er á niðurstöðurnar í heild sinni sést að megináherslan hjá aðstandendum er; betur upplýst starfs- fólk, sérhæfing fyrir starfsfólk og þjálfun í samskiptum við Alzheimers- sjúka og aðra heilabilaða fyrir starfs- fólk. Jafnframt finnst aðstandendum að þeir þurfi meiri stuðning í sam- skiptum sínum við sjúka ástvini, meiri og aðgengilegri upplýsingar og leið- beiningar um hin ýmsu mál sem varða það ferli sem fer í gang þegar einstakl- ingur greinist með minnissjúkdóm. Hægt er að nálgast könnunina í heild sinni á skrifstofu FAAS. Guðrún K. Þórsdóttir. fyrir konu einni en hún tók því vægast sagt illa. Einn daginn sá hann konuna vera með hund í bandi og rauk til og mætti konunni eins og að óvörum. Þegar þau mættust þá flaðraði hundurinn upp um konuna og hún lét blíðlega að honum. Maðurinn sagði: “Mikið vildi ég gefa til að vera í sporum hundsins þíns”. “Já, það væri svo sem alveg við hæfi, ég er nefni- lega að fara með hann í geldingu”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.