Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 19
SUMARFERÐ VINJAR 1999 Mánudaginn 21. júní var lagt af stað í hina árlegu sum- arferð Vinjar. Ferðalangar voru 20 talsins, 15 gestir, 4 starfsmenn og bílstjóri. Leiðin lá gegnum Hvalfjarðar- göngin og áleiðis til Akureyrar. Sóttist ferðin seint m.a. vegna þess að rútan bilaði og þurfti að bíða um 2 klst. eftir annarri rútu. En menn tóku því með stóískri ró enda veður hið besta alla leið. Þegar til Akureyrar kom voru Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochums- sonar, skoðaðar undir leiðsögn. Eftir að hópurinn hafði komið sér fyrir á hinni ágætu gistiþjónustu Stórholti 1 var haldið í glæsileg húsakynni RKÍ, Akur- eyrardeild, þar sem hópsins beið kvöldverður í boði deild- arinnar. Voru þar einnig fyrir stjómar- menn deildarinnar og Geðverndar- félagsins. Seinna var Lystigarðurinn skoðaður og rölt um miðbæinn í fögru veðri. Daginn eftir voru menn árrisulir enda mikið á dagskrá. Fyrst skal nefna Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Fyrir utan stórmerkilegt og skemmtilegt safn beið hópsins kaffi og smurt brauð í boði húsráðenda, skal tekið fram að húsfreyjan Magnhildur Sigurðardóttir er mörgum gestum kunn vegna starfa hennar við geðhjúkmn. Síðan var ekið til Dalvíkur með viðkomu á byggða- safninu og áð í Hánefstaðalundi, skógrækt Eyjafjarðar í Svarfaðardal. I þeim fagra lundi var stofnsett ferðafélag og allir ferðalangarnir stofnfélagar. Mikil áform eru um ferðalög þessa nýja ferðafélags og framhaldsstofnfundur þegar ákveð- inn. Ekið var áfram til Olafsfjarðar og þar bauð RKÍ deildin okkur til kaffisamsætis á hótelinu. ar sem búið var að vigta rútuna með dýrmætum farmi á Akureyri var auðsýnt að óhætt yrði fyrir okkur að leggja í akstur yfir Lágheiðina, þrátt fyrir kaffisamsætið. Var það mikið ævintýri, aðallega vegna 2ja metra hárra skafla sem voru þar enn, þrátt fyrir sumarsólstöður. Gekk ferð- in vel og var ekið til Hóla í Hjaltadal. Eftir sundsprett og afslöppun í sumar- húsum var okkur boðið í grillveislu í boði Skagafjarðardeildar RKÍ. Að lokinni máltíð fór hluti hópsins á hestbak, hinir áttu góða stund með söng og viðeigandi sögu Galdra- Lofts sem einn gestur Vinjar fór snilldarlega með. Síðasta dag ferðarinnar voru menn árrisulir sem fyrr, en menn sváfu vel í sveitakyrrðinni og ekki spillti fyrir að okkar beið morgunverðarhlaðborð framreitt af einum gestanna. Eftir leiðsögn um Hólakirkju og vatnalífs- sýninguna á staðnum fóru nokkrir í sund en aðrir undirbjuggu brottför. Ekið var til Hofsóss með viðkomu á einum bæ, þar sem einn gestanna færði húsfreyjunni að gjöf mynd eftir sig sem þakklætisvott fyrir gott atlæti í æsku. A Hofsósi var hið merka Vesturfarasafn skoðað undir leiðsögn framkvæmdastjóra safnsins. Eftir viðkomu á Sölvabar í Lónkoti, sem kenndur er við Sölva Helgason, var ferðinni heitið til Hvammstanga. Þar var hópnum boðið að þiggja veitingar og skoða sambýli geð- fatlaðra. Vöru mót- tökur höfðinglegar og staðurinn til fyrirmyndar. Var nú síðasti áfanginn eftir, brunað til Reykja- víkur og voru það þreyttir en ánægðir ferðalangar sem komu þangað um kl.20:00. essi ferð var ákaf- lega viðburðarík og ánægjuleg. Nærandi andlega og ekki síður líkamlega. Ferðafélagarnir voru til fyrirmyndar, tillitssamir og gefandi. Má t.d. nefna að ein úr hópi reykingamanna, sem voru í minnihluta, hafði með sér sérstaka dós sem öllum stubbum var safnað í þegar stoppað var í reykhléum. Einnig voru menn mjög duglegir við leiðsögn og fræddu hópinn jafnt og þétt um land og sögu þeirra staða sem farið var um. Viljum við þakka stjórnum og félögum Akureyrardeildar, Skaga- fjarðardeildar og Olafsfjarðadeildar RKI svo og Katrínu Maríu Andrés- dóttur svæðisstarfsmanni RKI Norð- urlandi, sem skipulagði dagskrá ferð- arinnar fyrir stuðning ,viðurgjörning og ekki síst hlýlegar móttökur. Einnig þökkum við Öryrkjabandalaginu fyrir fjárstuðning til ferðarinnar og Guð- mundi Jónassyni ehf. fyrir að veita góðan afslátt á hópferðabílnum. Að lokum þökkum við heimilisfólkinu að Grundartúni 10, Hvammstanga, fyrir móttökumar. Ferðahópurinn. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.