Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Síða 20
Magnús Einarsson
rithöfundur:
Stríð og friður
að er svo margt að gerast í
heiminum í dag að hugurinn
fer ósjálfrátt að velta þessari
yfirskrift fyrir sér. I stríði er menn-
ingunni kastað fyrir róða í skiptum
fyrir nýja menningu sem vissulega
mætti kalla ómenn-
ingu. Þá er engin
virðing borin fyrir
lífinu og einhvers-
konar valdabarátta
í nafni hugsjóna
ríkir alls staðar og
fjöiskyldulíf leggst
af. Stríð er vont.
Það er svo
erfitt að skilja
þessa þunnu línu
milli stríðs og friðar og það þótt
jafnvel mörg mannslíf liggi við.
Siðfræði stríðs er svo afdráttarlaus:
drepa eða deyja, sigra eða tapa. Þá er
engin miskunn. Metorð ráðast af
krafti hvers og eins til að berjast og
því miskunnarlausari sem hver og
einn er, því meiri aðdáun og orður.
Sagan kennir okkur átakanlega
hvernig stríð eyðileggur allt sem
okkur finnst heilagt þegar friður ríkir.
Við getum séð þetta svo vel á þeim
styrjöldum sem eru okkur nálægar í
tíma. Frá Víetnam komu bandarískir
hermenn, ónýtir andlega til að taka
þátt í friðarsamfélagi USA. í stríðinu
voru þeir hetjur sem fóru höndum um
rándýr og flott vopn og farartæki.
Þeim bauðst kannski garðyrkjuvinna
í heimaiandinu. Ef hægt er að ímynda
sér menningarsjokk þá er það full-
komið þegar farið er frá stríði til
friðar... eða frá friði til stríðs.
tli þýskum hermönnum hafi
þótt auðvelt að pynta Gyðinga
1945 en síðan að sækja um vinnu hjá
þeim 1946? Hvað hugsuðu saklausar
manneskjur á kristalsnóttinni 1938
sem ekki vildu berjast, en voru teknar,
pyntaðar og drepnar..?
Allir sem geta haldið á vopni eru
réttdræpir í stríði og flestir hinna eru
óþarfir og mega því missa sig eins og
sést best á fjöldamorðum á saklausum
bændum í Kosovo. Þegar allt þetta
er haft í huga þá er kannski betra að
hugsa sig um tvisvar þegar stríð við
Júgóslavíu er haft í huga. Evrópa gæti
breyst í helvíti á jörð þegar slíkt stríð
er hafið. í biblíunni er oft stríðsástand
en það er alltaf beðið eftir friðnum í
spádómum og sögum biblíunnar.
Friður milli austurs og vesturs er
lokatakmark Guðs biblíunnar. Þar er
t.d. skrifað að djöflinum sé sleppt til
að eyðileggja eða englum gefið vald
til að taka burt friðinn af jörðinni.
Stríð er oftast tilkomið sem reiði Guðs
yfir mönnunum sem Guði finnst
hegða sér ósæmilega og gleyma Guði.
Ljóst er að Guð ætlar einhverntíma
að gefa eilífan frið til mannanna, Jesús
sagðist t.a.m. vera kominn til að boða
náðarríkið. Eitt sæluboðið í fjallræðu
Jesú er: Sælir eru friðflytjendur því
þeir munu Guðs synir kallaðir verða
Kristin trú kennir í raun að stríð sé
rangt. Það er ekki gert ráð fyrir stríði
í kristinni trú nema þá því stríði sem
felst í trúnni á Jesú, gagnvart þeim
sem eru á móti trúnni. I biblíunni er
skrifað um píslarvotta sem þola
útskúfun, pyntingar og dauða. Þetta
er sjaldgæft í friði en kviknar af sjálfu
sér í stríði. En samt er friður grunn-
tónn kristninnar og menningin á að
mótast af kærleika sem vissulega
þrífst ekki í stríði.
s
Ikóraninum er skrifað að heilagt
stríð múslima, sem endar með
hetjudauða í stríði, gefi manni eilífð í
vin í eyðimörk með fagrar meyjar til
vinstri og hægri. Svo skrítið sem það
nú virðist þá lítur út fyrir að friður sé
þjáning mörgum trúarbrögðum sem
erujafnherskáogMúhameðstrú. Það
sýnir yfirburði kristni og Vesturlanda
að geta haldið uppi almennilegri
menningu að vísu að einhverju leyti
á kostnað þriðja heimsins. Þó má
benda á að t.d. ríki í Asíu hafa fengið
væna sneið af kökunni. Heimsveldi
rísa en þau falla líka, það má lesa úr
sögunni. Svo allur er varinn góður.
Alit ofantalið er í húfi og Sam-
einuðu þjóðirnar eru ekki einu sinni
spurðar álits þegar Nató ræðst til
atlögu þó vissulega liggi í augum uppi
að annars staðar séu aðrar skoðanir og
jafn réttháar. Það er borðleggjandi að
Vesturlönd eru á hálum ís að kalla yfir
sig reiði umheimsins sem þó er mikil
fyrir. Friðurinn er aldrei of dýru verði
keyptur... Það sannakjamorkuvopnin.
Magnús Einarsson
Djáknaþjónusta
Eins og fram kemur í síðasta Fréttabréfi Öryrkjabandalags íslands
þá var fyrirhugað að Guðrún Kristín Þórsdóttir djákni, tæki til starfa
með haustinu til þjónustu fyrir félagsmenn aðildarfélaga
Öryrkjabandalagsins sem tilraun til áramóta.
Hún hóf störf um miðjan ágúst s.l. og er við í HátúnilO alla
mánudagseftirmiddaga. Hún hefur dreift tilkynningum bæði innanhúss í
Hátúni og til aðildarfélaga ÖBÍ.
Félagsmenn hafa þó nokkuð leitað til hennar og hún jafnframt leitað
fólk uppi og hringt í ýmsa aðila til að minna á þjónustu sína. Hún stendur
jafnframt fyrir samverustundum í setustofunni að Hátúni 10 milli kl. 15
og 16 á mánudögum og eru allir velkomnir.
Djáknaþjónusta er kristileg þjónusta sem hefur að markmiði: að rjúfa
einangrun, að skapa samfélag, að lina þjáningar og að glæða von.
Félagsmenn í aðildarfélögum Öryrkjabandalags íslands eru hvattir til
að nýta sér þessa þjónustu og aðildarfélögin að fá Guðrúnu til að kynna
starf sitt.
Magnús
Einarsson
20