Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 33
Fjöldi félagsmanna í félögum ÖBÍ Oft erum við hér að því spurð hversu margir félagar séu nú í öllum 27 aðildarfélögum Öryrkjabandalagsins. Við höfum oftlega miðað við útsendingar Fréttabréfs ÖBÍ en það fer til á átjánda þúsund félaga. En þar kemur heldur betur strik í reikninginn, því ófáir eru þeir sem eru í tveim eða fleiri aðildarfélögum og veit ritstjóri það gleggst dæmi um sjálfan sig sem er í 5 félögum - aðeins. Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi okkar tók sig til í júnímánuði sl. af vissu, brýnu tilefni og hafði samband við öll félögin og fékk uppgefna félagatölu hvers um sig eins og hún var þá. Samtalan reyndist allnokkru hærri en við hefðum haldið eða alls 22019 manns. Okkur þótti rétt og skylt að halda þessum tölum beint frá félögunum til haga og birta þær hér. Um leið bendum við á það mikla afl sem í svo tjölmennum hópi býr. En hér kemur svo félagatalan eins og Guðríði var gefin upp á vordögum: Aðildarfélag Fjöldi félaga Alnæmissamtökin 350 Blindrafélagið 304 Blindravinafélagið 75 Daufblindrafélagið 46 Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga 250 Félag heymarlausra 130 Félag nýrnasjúkra 160 Foreldra og styrktarfélag heyrnardaufra 430 Foreldrafélag misþroska barna 518 Geðhjálp 509 Geðvemdarfélagið 370 Gigtarfélagið 3774 Fleyrnarhjálp 260 Landssamtök áhugafólks um flogaveiki 600 Málbjörg 50 MG félagið 51 MND félagið 110 MS félagið 580 Parkinsonsamtökin 320 Samtök sykursjúkra 700 Samb. ísl.berkla- og brjóstholssjúklinga 6700 Samtök psoriasis- og exemsjúklinga 1387 Styrkþegar Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur. Sjálfsbjörg landssamb.fatlaðra 2803 Styrktarfélag lam.og fatlaðra 209 Styrktarfélag vangefinna 953 Tourette samtökin 130 Umsjónarfélag einhverfra 250 Samtals: 22019 Eins og menn sjá af þessari fróðlegu upptalningu er félagafjöldinn afar misjafn. Svo farið sé fljótt yfir sögu þá eru 4 félög með undir 100 félaga hvert; milli 100 og 200 félagar eru í4 félögum; milli200og 300 félagar eru í 4 félögum; milli 300 og 400 félagar eru í 4 félögum; milli 400 og 500 er eitt félag; milli 500 og 600 félagar eru í 4 félögum; 700 eru í einu félagi; milli 900 og 1000 í einu félagi og þá em það 4 félög sem upp fyrir 1000 fara, eitt með 1387, annað með 2803, þriðja með 3774 og það fjórða og langstærsta með 6700 félaga. Eins og menn munu vita er það svo í lögum Öryrkjabandalagsins að öll eiga félögin jafngilda aðild að bandalaginu án tillits til félagafjölda, eiga hvert um sig 3 fulltrúa á aðalfundi og hvert sinn mann í aðalstjórn bandalagsins. En til fróðleiks eru þessar tölur fram settar og eins og áður segir bera þær vitni því mikla afli sem að baki þúsundunum býr. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.