Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 37
sé álitið að einn af hverjum
2500 sé með alvarleg ein-
kenni og að þrefalt fleiri
einstaklingar séu með vægari
einkenni, hreyfikæki og
einhver einkenni þráhyggju-
áráttu. Því megi reikna með
að rúmlega 100 íslendingar
séu með alvarleg einkenni, en
300 til 400 með vægari ein-
kenni. Fram kemur að ein-
kennin eru þrisvar til fjórum
sinnum algengari meðal
drengja en stúlkna og algeng-
ast að þau komi fram um sex
eða sjö ára aldrur.
I þriðja kafla er fjallað um
þráhyggjuáráttu, einkenni
sem gjarnan er fylgiröskun
annarra einkenna. Fjallað er
um tíðni, orsakir, greiningu,
helstu einkenni, áhrif á dag-
legt líf, fylgiraskanir, með-
ferð, framvindu og horfur.
Misþroski
I fjórða kafla taka höf-
undar á því sem kallað hefur
verið misþroski, en það er íslenskun á hugtakinu DAMP
(Deficits in Attention, Motor control and Perception). í
ritinu kemur fram að einstaklingum með DAMP er oft
skipt í tvo hópa eftir því hve alvarlegt vandamálið er. Þeir
sem með alvarlegustu einkennin eru glíma við vanda á
sérhverju eftirfarandi sviða:
1. athygli og einbeitingu
2. grófhreyfingum
3. fínhreyfingum
4. skynjun
5. máli og tali
Einstaklingar með vægari einkenni stn'ða alltaf við vanda
á sviði athygli og einbeitingar og honum fylgja örðugleikar
á einu til þrem hinna sviðanna. Auk örðugleika í lestri og
skrift, sem þrjú af hverjum fjórum bömum með DAMP
glíma við, hefur rannsókn sýnt að tvö af hverjum þrem
glíma við geðrænar raskanir á borð við þunglyndi,
félagslega örðugleika og eru með væg einkenni einhverfu.
Höfundar fjalla síðan um helstu einkenni þeirra
þroskatruflana sem hér um ræðir, þ.e. á hreyfisviði,
erfiðleika í skynúrvinnslu, erfiðleika á ntálsviði,
félagsþroska og athyglisbrest. í lok kaflans kemur m.a.
fram að eðlilegast sé að líta á hugtakið DAMP eða
misþroska sem regnhlífarhugtak á borð við orðið
“hreyfihamlaður.” Þá segir að enda þótt orðið misþroski
dugi enn um sinn sem heiti Foreldrafélags misþroska barna
fari brátt að koma tími til að fella orðið “foreldra-” burt,
enda fjölgi stöðugt þeim einstaklingum sem greindir hafa
verið með þessi þroskafrávik og eru nú orðnir fullorðnir.
Sértækir námsörðugleikar
Samkvæmt upplýsingum höfunda má telja að u.þ.b. 4-
5% barna í grunnskólum eigi
við svokallaða sértæka
námsörðugleika að stríða.
Þegar talað er um sértæka
námsörðugleika er átt við
ósamræmi í námsárangri í
eða á milli námsgreina miðað
við aldurbamsins og greind-
arþroska, þ.e. barnið sýnir
mun lakari námsárangur en
búast má við út frá almennum
vitsmunaþroska þess og
frammistaða er mun lakari en
frammistaða jafnaldranna.
Námsörðugleikar þessir geta
verið af margvíslegum toga
og fjalla höfundar stuttlega
um þá helstu, gera grein fyrir
einkennum og helstu orsök-
um. Fjalla þeir um lestrar-
örðugleika (dyslexia), staf-
setningarörðugleika, skrift-
arörðugleika, stærðfræði-
örðugleika (dyskalkuli) og
svokallaða blandaða sértæka
námsörðugleika. I lokin fjalla
þeir um hvort og þá hvernig
sjá megi fyrir sértæka náms-
örðugleika áður en börn hefja skólanám.
Oyrtir námsörðugleikar
Sjötti og síðasti kafli þessarar gagnmerku handbókar
tjallar um það sem kallaðir eru óyrtir námsörðugleikar eða
N VLD (Non-Verbal Learning Difficulties). Um er að ræða
raskanir sem lýsa sér fyrst og fremst í örðugleikum við að
vinna úr og túlka flóknar sjónrænar upplýsingar ásamt
vanda í hreyfi- og rúmskynjun. Þessir örðugleikar eru í
raun sérstakur undirflokkur námsörðugleika sem birtist
einkum í erfiðleikum við að setja sig í spor annarra. Þegar
um óyrta námsörðugleika er að ræða getur greind verið í
meðallagi eða jafnvel þar yfir, en verkleg (óyrt) greind
mælist oft mun lakari en sú sem snýr að máli (yrt). Veik-
leikar koma fram í þroskamynstri, t.d. snertiskyni, skipu-
lagi og samhæfingu hreyfinga, rúmskynjun og áttun, og
veldur þetta m.a. erfiðleikum í stærðfræði. Börn með óyrta
námsörðugleika eiga að sögn höfunda ekki auðvelt með
að lesa í óyrt skilaboð, s.s. svipbrigði fólks, látbragð og
blæbrigði radda. Styrkleiki þeirra liggurhins vegará mál-
sviðinu og eru þau oft ágætlega fær í lestri og stafsetningu.
Meðal athyglisverðra upplýsinga í þessum kafla er það
sem fram kemur um orsakir óyrtra námsörðugleika. Um
þær vitna höfundar til bókarinnar Syndrome of Non-Ver-
bal Learning Disabilities (1995) eftir Byron Rourke þar
sem orsökin er sögð vera truflun í þroska hægra heilahvels
og taugaslíðra í þeirn tengslabrautum sem eiga að samhæfa
heilastarfsemina. En afleiðing þessa verði sú að taugaboðin
gangi hægar en ella eða breytist. Þetta sé vegna þess að
hægra heilahvel sé sérhæft til að vinna úr margþættum
upplýsingum og sérstaklega að “lesa” tjáningu sem ekki
er sett fram í orðum. G.Sv.
Málfríður Lorange
Matthías Kristiansen
Forsíða bókarinnar.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
37