Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 41
Sumarlist -
sýning góð
Iðkendur í íþróttum og leikjum.
s
Iþróttafélag fatlaðra
í Reykjavík
Sumarlist nefndist sýning sem
haldin var dagana 21.-25.júní sl.
Þetta var samsýning listamanna á
Geðsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur,
opin í tvo tíma á dag sýningardagana
á Hvítabandinu við Skólavörðustíg
37. Ritstjóri var svo lánsamur að fá
boðsmiða á sýninguna opnunardag-
inn og gaf sér góðan tíma til að líta
á hin ágætu myndverk er á veggjum
voru. Vissulega guldu myndefnin
nokkuð þess litla rýmis sem þau
voru sýnd í, en sannarlega naut ég
þess að ganga þarna um sali og njóta
ágætra listaverka sýnendanna.
Það var Iðjuþjálfun Geðsviðs
S.R. sem bauð til þessarar sýningar
og verkin lofuðu vissulega meist-
arana og þá sem þarna höfðu for-
göngu og stýrðu iðkun á einhvern
veg.
Alls voru myndverkin 45 og sýn-
endur alls 10 og áttu allir hið besta
erindi á sýninguna. Sýnendur voru:
Bjöm Gústafsson, Gígja Thorodd-
sen, Guðný Svava Strandberg, Hjalti
Asgeirsson, Jónas Guðni Alfreðs-
son, Kristinn Þór Elíasson, Kristinn
Jóhannsson, Magnús Arsælsson,
Olafur Oddsson og Sveinn Eggerts-
son.
Auðséð var hin mikla alúð sem
allir höfðu lagt við myndverkin og
þarna voru allt yfir í hin fegurstu
listaverk.
Þó tæpast sé réttmætt að taka
einhverja út úr þá heilluðu ritstjóra
mest myndir þeirra Guðnýjar Svövu
Strandberg, Hjalta Asgeirssonar og
Kristins Þórs Elíassonar.
A boðstólum voru ljómandi góð-
ar veitingar sem gestir og sýnendur
gæddu sér á.
Aðstandendum öllum var sannur
sómi að sýningunni og opnunar-
daginn var margt góðra gesta sem
luku lofsorði á þetta framúrskarandi
framtak sem og árangur allra lista-
mannanna. Heill ykkur. Haldið
áfram á sömu braut. Þið eigið erindi
við umhverfið og lífið.
H.S.
Hinn 30. maí sl. var aldarfjórð-
ungur liðinn frá stofnun íþrótta-
félags fatlaðra í Reykjavík. Félagið
mun hafa haldið afmælið hátíðlegt
með hófi góðu fyrir félaga og vel-
unnara. I tilefni afmælisins gaf IFR
út veglegt afmælisrit er ber nafnið
Straumhvörf. Þessa fróðlega og
fallega rits skal hér stuttlega getið.
Formaðurinn, Júlíus Arnarsson, ritar
forystugrein, ræðir ótvírætt gildi
íþróttaiðkunar, minnir á afbragðsgóð
afrek íþróttafólks á alþjóðlegum vett-
vangi. Hann getur einnig þess glæsi-
lega afreks félagsins að byggja hið
myndarlega íþróttahús að Hátúni 14
og minnir þar á þátt upphafsmannsins,
Arnórs Péturssonar, fyrsta formanns
ÍFR. Þá eru skemmtilega fróðlegar
greinar um hinar ýmsu íþróttagreinar
þar sem fatlaðir íþróttamenn hafa
gjört garðinn frægan: bogfimi,
boccia, borðtennis, frjálsar íþróttir og
lyftingar.
Frumherjanna, Arnórs Péturssonar
og Sigurðar Magnússonar er að góðu
getið, en til gamans bætt við að 17.júní
sl. fékk Sigurður Magnússon stórridd-
arakrossinn fyrir störf að íþróttum,
einkum íþróttum fatlaðra.
Afmæliskveðjur eru frá Sjálfs-
björg, landssambandi fatlaðra,
íþróttasambandi fatlaðra, íþrótta-
bandalagi Reykjavíkur og íþrótta-
sambandi Islands.
Skemmtilegt er að lesa fyrstu
fundargerðina frá stofnfundinum
skýrlega skráða af Guðmundi Löve.
Sérstakar greinar eru um Elsu
Stefánsdóttur borðtenniskonu,
Kristínu Rós Hákonardóttur sund-
konu, og Ólaf Eiríksson sundmann.
Njótum útiverunnar saman fjallar
um skipulegar hópferðir á skíði og
skauta. Fyrsti þjálfari ÍFR, Júlíus
Amarsson fær sína umfjöllun í viðtali,
sagt er frá upphafi sundkennslu fatl-
aðra og í lokin segir Júlíus Arnarsson
svo frá íþróttaskóla félagsins fyrir
börn sem nefnist: íþróttir og leikir.
Ritstjóri getur ekki stillt sig um að
taka til gamans úr viðtalinu góða við
Ólaf Eiríksson það sem hann kallar
neyðarlegasta atvikið: “Þegar ég
missti skýluna niður á hné á einhverju
móti í Sundhöllinni. Ég hafði gleymt
að binda skýluna, en sem betur fer var
ég að synda bringusund, svo ég gat
hysjað upp um mig skýluna í
kafsundstakinu”.
Straumhvörf er rit skemmtilegt
aflestrar og felur í sér fróðleik góðan.
Öryrkjabandalag íslands sendir
félaginu hlýjar heillaóskir. Við höfum
hrifist af hinum glæstu afrekum ykkar
og í aðdáun fylgst með hinni víðtæku
þátttöku ykkar í íþróttum.
Megið þið áfram halda merki
góðra íþrótta hátt á lofti því eitt er víst:
Góð íþrótt er gulli betri.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
41