Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 4

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 4
FRÁ RITSTJÓRA Tímarit Öryrkjabandalags- ins birtist nú lesendum með breyttu útliti. Nafnið er einnig annað. Ritnefnd- inni þótti heitið „Fréttabréf’ ekki lengur hæfa þessu blaði enda hefur það fyrir löngu fengið á sig svipmót tímarits. Þá var einnig ákveðið að prenta allt blaðið í lit og gefa það út fyrst um sinn þrisvar á ári. Frá og með síðasta tölublaði var ætlunin að skipta blaðinu upp í ákveðna efnisþætti. Af ýmsum ástæðum sem verða ekki tilgreindar hér tókst þetta ekki alveg sem skyldi. Til dæmis lenti yfirlitsgrein Ólafar Ríkarðsdóttur um sögu Öryrkjabandalagsins aftarlega í blaðinu í stað þess að vera næst á eftir grein ritstjóra eins og til stóð. Hitt var öllu lakara að ekki birtist rétt mynd með greininni. Ritnefnd þykir þetta miður. A haustdögum kom til liðs við okkur nýr starfsmaður, Kolbrún Þorsteinsdóttir. A fámennum vinnu- stað eins og skrifstofu Öryrkja- bandalags Islands verður hver að taka til höndunum við þau verk sem að hendi ber þótt starfssvið fólks sé að vissu leyti afmarkað. Kolbrún aflar efnis í blaðið ásamt ritstjóra og sér þess nú þegar stað í þessu fyrsta tölublaði ársins. Tœknin í þágu allra I þessu tölublaði verður sjónum m.a. beint að aðgengi. Skammt er síðan aðgengisumræðan beindist einkum að hagsmunum hreyfihaml- aðra. Talsvert hefur áunnist í barátt- unni fyrir bættu aðgengi þeirra en betur má ef duga skal. Enn er of algengt að fyrirtæki séu óaðgengi- leg. Ófullnægjandi salernisaðstaða verður til þess að maður í hjólastól getur ekki stundað vinnu og þrep á víð og dreif valda hinu sama. Fyrir nokkrum árum vakti þjóðarathygli þegar innrétta þurfti sérstakt salemi í einu ráðuneyti landsins vegna þess að kona hafði sest í ráðherrastól. Þess er hins vegar sjaldnast getið að slíkt aðstöðuleysi hefur hindrað margan hreyfihamlaðan manninn í því að ráða sig til hentugra starfa. ARNÞÓR HELGASON Það er undarlegt að flokkur, sem hefur fólk í fyrirrúmi sem eitt af sínum helstu stefnumálum, skuli um þessar mundir ekki hafa meiri áhrif í ríkisstjórn þegar um velferðar- mál er að ræða. Þeir fjármunir sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forgöngu um að svipta ríkissjóð með lækkuðum sköttum á þing- menn, ráðherra og aðra þá sem eru hærra launaðir hefðu betur nýst til úrbóta í almannatrygg- ingakerfínu. Nú á þessu ári, sem er aðfararár alþingiskos- ninga, sjá ráðamenn vonandi að sér og taka upp eðlilegt samráð við samtök fatlaðra eins og ríkisstjórnir tíðkuðu fyrir stjórnarskiptin sumarið 1991. Víða eru fyrirtæki og stofnanir við fjölfamar verslunargötur hér á landi óaðgengileg fólki í hjólastól. Sums staðar kemur eitt þrep í veg fyrir að fyrirtæki geti veitt öllum þá þjónus- tu sem annars stendur til boða. Ef til vill skortir viðurlög hér á landi til þess að einhverjar framfarir verði í þessum málum. Þá veldur óaðgengileg tækni stöðugt fleira fólki erfiðleikum á ýmsum sviðum. Framleiðendur hug- búnaðar og raftækja hafa nú vaknað til vitundar um að fatlað fólk sé hluti af markaðinum. Slagorð Evrópu- samtaka fatlaðra, „Hönnun handa öllum” á þar drjúgan hlut að máli. Meginmarkmið þessarar stefnu er að tækninýjungar létti öllum lífið en einangri ekki sumt fólk. Þetta á jafnt við um ýmis heimilistæki sem hug- búnað. Á næstunni verða heim- ilistæki bæði með talgervli og tölvuskjá algeng og tala þau þá íslensku. Hið sama verður upp á ten- ingnum í hugbúnaði. Hann verður þýddur í ríkara mæli en nú og fólk getur ráðið því hvort það stjómar tölvunum með mús, lyklaborði eða mannsröddinni einni saman. Þannig verður komið til móts við þarfir flestra. Þá er í þessu tölublaði dálítið fjallað um málefni lesblindra. Sá hópur á mjög undir högg að sækja hér á landi og sérstaða hans hefur ekki verið viðurkennd. Les- blint fólk fær ekki aðstoð til tölvu- kaupa og litla fyrirgreiðslu hjá öðr- um stofnunum en grunnskólum og Blindrabókasafni íslands. Þjónusta safnsins er forsenda þess að lesblint fólk geti stundað nám á öllum skólastigum. Samvinna Háskóla íslands og Blindrabókasafnsins um málefni lesblindra á sér alllanga sögu og er þessum stofnunum til sóma. En lesblindir þurfa sjálfir að efla með sér samstöðu og hasla sér völl sem hópur einstaklinga sem býr við tiltekna fötlun. Það hafa les- blindir gert á öðrum Norðurlöndum og skipað sér í raðir fatlaðra. Samskipti stjórnvalda við ÖBI Öryrkjabandalag Islands hefur jafnan átt gott samstarf við stjóm- völd á hverjum tíma um ýmis mál. Þó fer ekki hjá því að ágreiningur er um margt. Á síðasta ári neyddist bandalagið til þess að höfða tvö mál gegn stjórnvöldum í kjölfar öryrkja- dómsins svo kallaða. Fyrra málið beindist að því að fá afhent minnis- blað forsætisráðherra til starfs- hópsins margfræga sem hjálpaði stjómvöldum að fara ekki að dómn- 4

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.