Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 9

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 9
þeirra sem á einhvern hátt koma að hönnun bygginga eða útivistarsvæða hvort sem um er að ræða arkitekta, verkfræðinga, eigendur viðkomandi bygginga - almenning eða opinbera aðila. Flest lög og reglugerðir eru þannig að þess er vel gætt að þessum hlutum séu gerð skil og nú er bara fyrir land- ann að gerast löghlýðinn og hætta að reyna að komast hjá að fara að slíkum lögum og reglugerðum. Oft verður góður vilji að hreinni hörmung ef ekki er leitað til réttra aðila um upplýsingar og ráð. A nokkrum stöðum hef ég séð ská- brautir sem alls ekki eru þannig gerðar að þær þjóni fullkomlega sínum tilgangi og kostnaðarsamt er að lagfæra. Ef leitað hefði verið ráða og upplýsinga áður en þær voru gerðar hefði rétt verið staðið að málum í upphafi. Eitt grátlegasta dæmið sem ég hef séð er að í miðbæ eins kaupstaðar hér á landi hafa verið gerðar margar skábrautir og af góðum hug en engin þeirra stenst þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki er tjaldað til einnar nætur Þegar hús er byggt, hve stórt sem það er og hvaða tilgangi sem það á að þjóna og sama á við útivistar- og almenningsvæði þá er verið að byggja til margra ára og fyrir marga einstaklinga og jafnvel margar kynslóðir. Oft hefur maður heyrt að það sé svo miklu dýrara að byggja og hanna húsnæði eða svæði svo að þau séu aðgengileg öllum. Eg er hins vegar sannfærður um að það þarf ekki að vera dýrara og í einhverjum tilfellum gæti það verið ódýrara. Ef tekið er tillit til aðgengis strax í upphafi er það líka mun ódýrara en ef þarf síðan að gera dýrar og miklar breytingar svo að það fullnægi öllum. Um 20 ár bjó ég í fjölbýlishúsi í Seljahverfinu í Reykjavík. Þegar ég fór að ræða það á húsfundi að fá leyfi til að setja hitalögn í stétt og bílastæði svo það væri almennilega aðgengilegt að vetri og spurði hvort húsfélagið mundi á einhvern hátt taka þátt í því þá sagði einn íbúinn strax: Ég ætla mér að búa héma fram á gamals aldur og þegar ég verð farinn að eldast og eiga erfiðara með gang og að moka þá vil ég ekki þurfa að standa í slíku. Við skulum því gera þetta strax og auðvitað tekur húsfélagið að fullu þátt í þessu. Þetta er hugsunarháttur sem menn ættu að temja sér því að gott aðgengi er fyrir alla - jafnt ófædda einstak- linga sem og þá sem eiga eftir að fatlast á lífsleiðinni eða þá sem verða hreyfihamlaðir með aldrinum vegna sjúkdóma eða bara eðlilegs slits af völdum elli. Arnór Pétursson Hlerað í hornum Dómarinn: “Hefurðu verið sektaður áður?”. Oli: “Já, fyrir 10 árum var ég sektaður um 200 krónur fyrir að fara í bað sem ekki var leyfilegt”. Dómarinn: “En síðan?”. Óli: “Nei, nei, ég hefi ekki baðað mig síðan”. *** Reyðfirðingur hitti fjörgamlan mann úti á Eskifirði og spurði hann hvort rétt væri að hann væri elsti núlifandi Eskfirðingurinn. Svarið var: “Nei, nei. Hann dó fyrir tveim árum”. Þessi gerðist áður á öldinni. Hann: “Ég elska þig svo heitt ungfrú Lára, að það er ekkert til sem ég vildi ekki gera fyrir þig”. Lára: “Það var gott að heyra. Þá ætla ég að biðja þig að giftast elstu systur minni, hún er farin að eldast, svo tvísýnt er hvort hún giftist nokkurn tímann, en ég er svo ung ennþá og allir vegir færir”. Hjón ein fóru á alla tónleika Sin- fóníuhljómsveitarinnar, enda hafði þeim verið sagt að það þætti meiri háttar flott. Einu sinni urðu þau of sein fyrir og þegar þau kornu að sal- ardyrum spurði konan dyravörðinn hvað hljómsveitin væri að spila. Hann svaraði: “Níundu sinfóníuna”. Þá hvein í konunni: “Guð minn góð- ur. Erum við orðin svona sein Jónatan?” Aron við Björn: “Hvað sagðirðu eiginlega þegar hann Pétur stakk af með konuna þfna?” Bjöm: “Ég sagði að það væri bara gott á hann, því þar náði ég mér niðri á honum. Hann prettaði mig nefnilega í hestakaupum í fyrra”. Kjarval var staddur á Akureyri þegar KEA valdið var í bestum blóma. Hann var spurður hvernig honum félli Akureyri. Meistarinn sneri sér í hring og benti og sagði sjö sinnum KEA. Svo labbaði hann burt. *** Hjúkrunarnemi var að taka við ýmsum heilræðum frá deildarstjóran- um og eitt þeirra var um það að hún mætti aldrei mæla með einum lækni frekar en öðrum þó um væri spurt. En deildarstjóranum brá heldur betur í brún þegar hún heyrði hjúkrunarnem- ann svara svo í símann: “Jú, það eru sex læknar á deildinni, en ég get ekki mælt með neinum þeirra”. TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.