Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 17

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 17
HJÁLPARTÆKJAMIÐSTÖÐ Starfsfólk Hjálpartækjamiðstöðvarinnar. til að fækka enn þeim umsóknum sem ekki falla að reglum HTM. Á móti þyrfti hins vegar að koma til aukið eftirlit sem m.a. fælist í skoðun á grundvelli úrtaka. Stofnunin ætti að efla hlutverk sitt sem alhliða þekk- ingar- og fræðslumiðstöð um hjálpar- tæki og tengdar ráðstafanir. Einnig þarf að skoða hvort ekki rnegi draga úr kostnaði og stytta afgreiðslutíma með því að færa afgreiðslur einföld- ustu umsókna í annan farveg en þær umsóknir sem krefjast meiri skoð- unar. Bœta þarf þjónustu á landsbyggðinni Ekki hefur verið komið á formlegu skipulagi vegna viðgerða hjálpar- tækja á landsbyggðinni. Ríkisendur- skoðun telur að skoða þurfi hvernig þessari þjónustu verði best fyrir komið þannig að öllum svæðum sé þjónað með fullnægjandi hætti og upplýsingar um hvert skuli snúa sér vegna viðgerða hjálpartækja séu aðgengilegar notendum. Þörf á aukinni eftirfylgni í heilsugœslu eftir að hjálpartœki er afhent I lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1990 kemur fram að heilsugæslu- stöðvar skuli veita sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og félagsráðgjöf. Þetta hefur ekki komið til framkvæmda nema að mjög takmörkuðu leyti. Þjónusta iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara við notendur hjálpartækja er í mörg- um tilfellum nauðsynleg til að hjálp- artæki komi að fullum notum eftir út- skrift af heilbrigðisstofnunum. Eftir- fylgni í heilsugæslu vegna meðferðar og stuðningur við notendur hjálp- artækja eftir útskrift er ekki nægileg en hún er veigamikill þáttur í endurhæfingu sjúklinga. Ljóst er að mögulegur ávinningur af hjálpar- tækjum næst ekki fram nema úrbætur verði hvað þennan þátt varðar. Þörf á skýrari stefnumótun Urræði HTM eru í mörgum tilfell- um einn þáttur í hæfingar- eða end- urhæfingarferli sjúklinga sem rnargir aðilar innan heilbrigðiskerfisins koma að. Nauðsynlegt er því að starf- semi HTM falli sem best að öðru því sem gert er á þessu sviði innan heil- brigðiskerfisins. Ríkisendurskoðun telur brýnt að mótuð verði heildstæð stefna í endurhæfingarmálum, þar sem þáttur HTM og annarra sem koma að meðferð sjúklinga er skil- greindur. Slík stefna er eins og nú háttar til ekki fyrir hendi. Með mótun stefnu á þessu sviði er stuðlað að meðferð þar sem tekið er á málum hvers sjúklings með samfelldum hætti og þáttur hvers aðila sem kemur að meðferð samræmdur. Úttekt Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að ekki er nægur stuðningur við notendur hjálpartækja eftir útskrift þannig að hjálpartæki nýtast ekki eins vel og æskilegt væri. Stefnumót- un fyrir málaflokkinn í heild er ein forsenda fyrir því að hægt sé að móta stefnu fyrir HTM með markvissum hætti. Setja þarf starfseminni skýr markmið Frá stofnun HTM hefur verið unnið ötullega að uppbyggingu starf- seminnar og þau markmið sem lögð voru til grundvallar við stofnun miðstöðvarinnar hafa náðst að miklu leyti. Þessi markmið hafa hins vegar aldrei verið sett fram með nægilega skýrum og skilmerkilegum hætti. Setja þarf mælanleg markmið bæði vegna rekstrarlegra þátta og þjón- ustu. Með stofnun HTM árið 1986 jókst þjónusta við notendur hjálp- artækja til muna frá því sem verið hafði áður en stöðin var sett á fót. Til þess að bæta þjónustuna frekar þarf að skilgreina þá þætti þjónustu sem leggja skal áherslu á, greina þarfir viðskiptavina miðstöðvarinnar og setja á grundvelli þessa ákveðin þjónustumarkmið. Ef þjónustumark- mið eru Ijós verður vinna við umbæt- ur á þjónustu markvissari og notend- ur þjónustu og fagfólk fær betri mynd af þeirri þjónustu sem miðstöðin veitir. Auk þjónustumarkmiða þarf að setja markmið til að auka skilvirkni og kostnaðarhagkvæmni í starf- seminni. Þess má geta að stjórnendur TR telja að tilkoma nýs tölvukerfis í júní 2001 rnuni auðvelda þeim að setja HTM mælanleg inarkmið. Skipulagsbreytingar vegna hjálpartœkja Eins og málum er háttað nú heyrir afmarkaður hluti þjónustu við hreyfi- hamlaða undir félagsmálaráðuneytið. Útvegun hjálpartækja heyrir að öðru leyti undir heilbrigðis og trygginga- málaráðuneytið. I sumurn tilfellum hefur þessi tilhögun leitt til lausna sem eru ekki þær bestu fyrir notendur m.a. vegna mismunandi greiðsluþátt- töku ríkisins eftir því hver annast þjónustuna. Ríkisendurskoðun telur brýnt að kanna hvort ekki megi koma umsjón með þessum þáttum á eina hendi innan ríkisins í því skyni að gera stjórn þessa málaflokks heild- stæðari. A.H. TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.