Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 18

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 18
KR-strákar á táknmálsnámskeiði Sindri Jóhannsson er 12 ára KR-ingur sem lifir og hrærist í fótbolta eins og strákar gera oft á þessum aldri. Sindri er heyrnarlaus en lætur það ekki hafa áhrif á fótbolta- iðkunina. Foreldrar Sindra hafa stutt hann og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auðvelda sam- skiptin á milli hans og félaga hans. í nóvember hélt Samskiptamið- stöðin táknmálsnámskeið fyrir strákana sem æfa fótbolta með Sindra að beiðni foreldra hans þeirra Jóhanns Hlíðar Harðarsonar og Maríu Klemensdóttur. Fyrsta námskeiðið var haldið fyrir rúmu ári og var þetta því nokkurs konar framhaldsnámskeið. Trausti Jóhannesson táknmálskennari kom frá Samskiptamiðstöð heyrnar- lausra og einnig túlkur. Nám- skeiðið var haldið í KR-heimilinu við Frostaskjól þrjá fimmtudaga í röð í tvo tíma í senn. María segir að forsvarsmenn KR hafi sýnt þeim mikinn skilning. Námskeiðið var vel sótt af félögum Sindra og áhug- inn mikill. María segir að strákarnir hafi sýnt mikla framför enda mátti sjá á strákunum að áhuginn var mikill. Margir höfðu aldrei kynnst táknmáli áður og er óhætt að segja að þama hafi strákamir fengið gott tækifæri til að kynnast aðstæðum heymarlausra. Sindri er ánægður með framtak foreldra sinna en María segir að best af öllu sé að félagar hans viti hvað er að vera heymarlaus. Fjölskyldan bjó í 11 ár í Dan- mörku og lærði Sindri danskt tákn- mál sem er líka notað á heimilinu. Þau fluttu heim fyrir rúmum fjórum árum og hafa þau gengið á marga veggi en reyna allt hvað þau geta til að koma í veg fyrir einangrun sem fylgir heyrnarleysinu. „Sindri er mikil félagsvera og Trausti Jóhannesson að kenna strákunum helstu táknin. 18

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.