Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 40

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 40
STAFIRNIR EINS OG MAURAR f LANGRI HALARÓFU Gúmmí Tarsan var lesblindur Það kannast margir við sögu- persónu Ole Lund Kirkegaard, hann ívar Ólsen eða öðru nafni Gúmmí Tarsan. Þau eru mörg vanda- málin senr aunringja Ivar Ólsen þarf að glíma við á hverjunr degi í skól- anum og við bætist að hann er ekki orðinn alveg læs. Þrátt fyrir að hafa lesið Gúmmí Tarsan fyrir mörgum árum síðan þá var sú hugsun fjarri að Ivar Ólsen væri lesblindur. Hann eins og svo margir aðrir átti erfitt með að læra að lesa. Hér er stuttur kafli úr bókinni þar sem Ivar lýsir því þegar stafimir fara af stað á blaðsíðunni. „í skólanum átti ívar Ólsen og hinir krakkarnir að læra stafina og allt þess háttar. En það gekk ekki þrautalaust. Að minnsta kosti reyndist Ivari Ólsen það þrautin þyngri. Hann gat alls ekki munað nöfnin á bókstöfunum. Honum fannst þeir allir hver öðrum líkir, og í lestrarbókinni voru þeir alveg eins og maurar í langri halarófu. Næstum því allir krakkamir gátu lært að þekkja stafina, og sunr gátu meira að segja lesið í venjulegum bókum. En Ivar Ólsen gat ekki lesið staf. Hann sat bara og svitnaði í lóf- unum á meðan hann var að reyna að muna nöfnin á öllum þessum stöfum. Kennarinn var nú samt ágætur. Hann hjálpaði ívari eftir bestu getu, en það stoðaði bara ekkert. „Það er svo leiðinlegt að læra stafina," sagði Ivar við kenn- arann. „Getum við ekki gert eitt- hvað annað.“ „Nei, sagði kennar- inn. I skólanum verður maður að læra það sem stendur í bókunum.“ „Hvers vegna?“, spurði Ivar. „Jaa,“ sagði kennarinn. „ það hlýtur að standa í lögum. Og lög- unum verða allir að fylgja.“ „Getur þú ekki bara breytt lög- unum dálítið, “spurði Ivar „Neei“, sagði kennarinn. „Eg er bara ósköp hversdagslegur maður sem getur ekki breytt nokkrum sköpuðum hlut.“ „Það var leiðinlegt,“ sagði ívar, „því mér tekst ábyggilega aldrei að læra þessa þúsund bókstafi.“ „O, jæja,“ sagði kennarinn, „svo margir eru þeir nú ekki.“ „Mér finnst þeir vera alveg of- boðslega margir,“ sagði ívar og leit niður á stafina sem iðuðu á blaðsíðunni eins og maurar í mauraþúfu. „Mér finnst þeir vera allt, allt of margir Hér sérðu hvemig stafimir iða fyrir augunum á Ivari. (Gúmmí Tarsan eftir Ole Lund Kirkegaard, bls. 18-21). Já, það gekk ekki vel hjá Ivari Ólsen að læra stafina og skilja eflaust margir hvernig Ivari leið þegar stafimir tóku flugið. K.Þ. 40

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.