Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 10

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 10
AÐGENGI AÐ LISTSÝNINGUM GSM-leiðsögn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Síðastliðið haust var efnt til yfirlitssýningar á verkum Errós í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. A þessari sýningu var bryddað upp á því nýmæli að gestir gátu kynnt sér ýmislegt efni um lista- manninn og verk hans með því að hringja í ákveðið símanúmer. Víða erlendis geta menn fengið lánuð lítil segulbandstæki eða annars konar rafeindatæki með upplýsingum um sýningar sem þeir eru að skoða. Má nefna sem dæmi leiðsögn Thorvald- sen-safnsins í Kaupmannahöfn. Þar eru menn leiddir um sýninguna, hverju verki og tilurð þess lýst ítar- lega auk þess sem gefin eru dæmi um tónlist þá sem Albert Thorvaldsen hélt upp á. Þá er einnig leikið á flautu listamannsins. Hið sama er að segja um sögufræg- ar byggingar víða í Evrópu, Banda- ríkjunum, Kína og Japan. Gestum gefst kostur á að fá lánuð lítil tæki með upplýsingum um byggingarnar þar sem gerð er grein fyrir sögu þeir- ra og einstökum hlutum þeirra lýst. Þegar vel tekst til er jafnvel hljóðmyndin gerð þannig úr garði að reynt er að skapa andrúm liðins tíma. Gestir láta þá hugann reika um leið og gengið er um salarkynni, listaverk eða aðrir hlutir skoðaðir og rætt þess á milli við vini og kunningja um það sem fyrir augu og eyru ber. Tilraunir til þess að auka aðgengi ýmissa hópa fatlaðra að listasöfnum hafa verið gerðar á Norðurlöndum. Má nefna sem dæmi Atheneum lista- safnið í Helsinki, en það fékk nú í haust aðgengisverðlaun Norður- landaráðs. Þar hefur á undanfömum árum verið lögð mikil vinna í að gera kynningar á listaverkum svo úr garði að safngestir geti notið þeirra. Jafn- vel hefur verið gengið svo langt að lýsa einstökum listaverkum með ákveðnum hljóðhrifum. Auðvitað verður þetta til þess að gestir safnsins upplifa túlkun þess sem samdi kynn- inguna. En um leið er þó komið til skila ákveðnum hughrifum sem verkið ber með sér. Tilraunin í Listasafni Reykjavíkur Sérstakur samningur um stuðning við Listasafn Reykjavíkur er í gildi við Islandssíma. A vegurn fyrirtæk- isins hefur verið þróað leiðsögukerfi sem byggir á því eins og áður segir að fólk hringir í tiltekið símanúmer og er þá gefinn kostur á að hlusta á lýsingar eða umfjöllun um það sem fyrir augu ber. A Erró-sýningunni var hægt að velja um 11 frásagnir. Vöru ýmsir listamenn og listfræðing- ar fengnir til þess að semja þessar kynningar og lesa þær inn. Yfirleitt var hér um að ræða vandað efni sem talsverð vinna hafði auðheyrilega verið lögð í. Voru menn þar ýmist leiddir um einstök verk lista- mannsins eða fjallað var um tiltekin tímabil í ævi hans. Þau listaverk sem fjallað var um eða þeir salir með verkum ákveðinna tímabila sem hægt var að fræðast um á sýningunni voru merkt með dálitlum miða sem á var mynd af síma. Við gerð þessa Það væri gaman að vita meira um einstök málverk í salnum. 10

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.