Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 39

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 39
málfræðistfla og ritgerðir. Eftir fimm mánuði tóku þau sama prófið aftur og var árangurinn augljós. Þau höfðu öll nær helmingi færri vill- ur. Dóra útskýrir hvað þarna hafði gerst: Til þess að nemandi með lestrar- og skrift- arörðugleika nái árangri með hjálp ritvinnslu, þarf hann að: læra fingrasetningu hafa máltilfinningu skynja form skynja áttir vera jákvæður, hafa áhuga á að bæta sig Upplifun nemenda þegar þeir nota ritvinnslu við að skrifa texta: meira öryggi einfalt að leiðrétta má prófa og mistakast hægt að skrifa í belg og biðu stafsetningin batnar og það er hægt að nota leiðréttingarforrit eins og t.d. Púkann verkefnið verður læsilegra betra að lesa tölvuskrift en handskrift ritvinnsla auðveldar úrvinnslu skriflegra verkefna hjá nemendum sem hafa lítinn mátt í höndum eða eru spastískir „Mjög einföld aðferð og gagnleg fyrir nemendur sem hafa ekki náð sér á strik eftir hefðbundna stafainnlögn og lestrarnám á yngri stigum grunnskólans. A flestum heim- ilum í dag eru til tölvur þannig að foreldrar barna sem eiga við þessa örðugleika að etja og einnig fullorðnir á sama báti geta æft sig heima“. Þegar Dóra kom heim til Islands aftur kynnti hún þessa aðferð. Þórunn Traustadóttir kennari við Alftamýrarskóla hreifst af að- ferðinni og ákvað að reyna hana á nemendum sínum sem áttu við þessa námsörðugleika að stríða. Arangursrík stafsetningarkennsla Þórunn fékk til sín hóp af 14 ára nemendum sem áttu við talsverða stafsetningarörðugleika að stríða. Hópurinn hittist í tölvuveri skólans tvisvar í viku. Aður en námskeiðið hófst var farið vandlega yfir tilganginn með því þar sem nemendum var sagt frá norsku rannsókninni og árangri nemenda þar. Að því loknu voru þau spurð hvort þau vildu taka þátt í þessari tilraun og þeirri vinnu sem henni fylgdi. Vinnan fólst í því að mæta tvisvar í viku í aukatíma og að vinna á hverjum degi við textainnslátt í 15-20 mínútur heima. Að sjálf- sögðu var haft samband við foreldra barnanna og farið fram á stuðning þeirra. I skólanum fengu allir sömu söguna til þess að skrifa. Það var smásaga sem öllum fannst mjög skemmtileg, en heima máttu þau skrifa hvaða texta sem var t.d. fréttir úr dagblöðum, stutta sögukafla eða hvaðeina sem þau höfðu áhuga á. Nemendurnir voru tilbúnir til þess að taka þátt í þessu verkefni og mættu allir nrjög jákvæðir til leiks. Þessi „tilraun" stóð yfir frá áramótum og fram á vor. Nemendur voru mjög duglegir og sinntu heimavinnu sinni vel og skiluðu viku- skammtinum sínum ýmist útprentuðum eða á disklingi. I skólanum unnu nemendur við inn- slátt í 20 - 25 mínútur en lásu síðan yfir text- ann sem þeir höfðu skrifað og báru saman við fyrirmyndina. Engar flóknar stafsetningar- reglur voru kenndar en örlítilli upprifjun á al- gengustu/einföldustu reglunum var skotið inn í kennsluna hjá hverjum og einum þegar tæki- færi gáfust. Nemendur tóku stafsetningarpróf í upphafi námskeiðsins og í lokin. Arangurinn var mun meiri en nokkur hafði þorað að vona. Allir hækkuðu um 1 til 2 heila í stafsetningu og sjálfstraustið óx. Nemendur lærðu að nota tölvuna sem hjálpartæki. Þeir lærðu einnig að nýta sér leiðréttingarpúka bæði í íslensku og ensku (sem þeir fengu þó ekki að nota í staf- setningarprófunum) en fyrir bragðið gekk þeim betur með skil á öðrum verkefnum. Auðveldara að rita texta í ritvinnslu Dóra bað nokkra nemenda sinna að segja sjálfir frá hvemig þeim finnist að vinna með eigin texta í ritvinnslu. Svar þeirra allra var að þeim fannst auðveldara að vinna í tölvunni því „þar mátti þeim mistakast“- eins og einn nemandi hennar orðaði það. Með því að læra blindskrift eða fingrasetningu fengu þau meira öryggi og þeim fannst auðvelt að leiðrétta mistök. Verkefnið verður læsilegra og út- koman falleg. Ekki margútstrokað blað. Staf- setningin batnaði og svo gátu þau einnig notað leiðréttingarforritið Púkann. Handskriftin batnaði einnig. Æfingin skapar meistarann Þessi aðferð sem þær Dóra og Þórunn hafa notað er afar einföld og benda þær á að hún henti öllum og að fullorðnir ættu einnig að nota þessa aðferð til að bæta sig í lestri, skrift og stafsetningu. Ef einstaklingurinn hefur áhuga, þá væri hálfur sigur unninn en það á auðvitað við í öllu námi. Eftir áratuga kennslureynslu sögðu þær að þessi einfalda en þægilega aðferð væri búin að sanna sig og að gamla máltækið um að æfingin skapi meist- arann ætti ávallt við. K.Þ. TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.