Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 3

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 3
o b -- o o % <3 BREYTTUR RETTUR TIL ENDURGREIÐSLU TANNLÆKNAKOSTNAÐAR -ábending til örorkulífeyrisþega í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 19. desember 2000 urðu breytingar á greiðslu tekjutiygg- ingar hjá allmörgum örorkulífeyrisþegum. Þannig eru dæmi um öiyrkja sem áður fengu ekki tekjutryggingu en fá nú skerta eða óskerta tekjutryggingu greidda. Aðrir sem fengu skerta tekjutryggingu fá nú greidda óskerta tekjutryggingu. Þessar afturvirku breytingar hafa áhrif á rétt- indi til greiðsluþátttöku Tiyggingastofnunar í kostnaði við tannlækningar. Örorkulífeyris- þegar sem fengu breytingu á tekjutiyggingu við dóminn kunna að eiga rétt á endur- greiðslu eða hækkun endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar á tímabilinu 1. janúar 1997 til 1. mars 2001. Þar sem reglur um greiðsluþátttöku TR breyttust 20. janúar 1999 hafa breytingar á tekjutryggingu örorkulífeyrisþega mismunandi áhrif á rétt- indi þeirra til greiðsluþátttöku TR vegna tannlæknakostnaðar eftir því hvenær tann- meðferðin fór fram: Þeir sem höfðu enga tekjutiyggingu á tíma- bilinu 1. janúar 1997 til 19. janúar 1999, en fengu vegna dómsins skerta tekjutryggingu fyrir það tímabil, fá 50% endurgreiðslu í stað 0% vegna tannlæknakostnaðar á tímabilinu 1.1.1997 - 19.01.1999. Þeir sem höfðu enga tekjutiyggingu á tíma- bilinu 1. janúar 1997 til 19. janúar 1999 en fengu vegna dómsins óskerta tekjutryggingu fyrir það tímabil eiga að fá 75% endurgreiðslu í stað 0% vegna tannlæknakostnaðar á tíma- bilinu 1.1.1997- 19.01.1999. Þeir sem fengu skerta tekjutiyggingu á tíma- bilinu 1. janúar 1997 til 19. janúar 1999 en fengu vegna dómsins fulla tekjutiyggingu fyrir það tímabil hækka úr 50% í 75% vegna tannlæknakostnaðar á tímabilinu 01.01. 1997-19.01.1999. Frá 20. janúar 1999 til 1. mars 2001 gildir að þeir sem höfðu enga tekjutryggingu en fá eftir dóminn skerta eða fulla tekjutiyggingu eiga að hækka úr 50% í 75% vegna tannlækna- kostnaðar á því tímabili. Vinsamlegast snúið ykkur til þjónustumið- stöðvar Tryggingastofnunar með frumrit ógreiddra reikninga eða hafið samband í síma: 560-4460. Athugið að reikningum sem eru eldri en fjögurra ára verður að skila til Trygginga- stofnunar í síðasta lagi 1. júlí 2002. Tryggingastofnun ríkisins AÐILDARFÉLÖG ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS Alnæmissamtökin á íslandi Málbjörg Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra MG-félagið Blindravinafélag Islands MND-félagið Daufblindrafélag íslands MS-félag íslands Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga Parkinsonsamtökin Félag heyrnarlausra Samtök psoriasis- og exemsjúklinga (SPOEX) Félag nýrnasjúkra SÍBS - Samband ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga Foreldrafélag misþroska barna Samtök sykursjúkra Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Geðhjálp Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Geðverndarfélag Islands Styrktarfélag vangefinna Gigtarfélag Islands Tourette-samtökin Heyrnarhjálp Landssamtök áhugafólks um flogaveiki (LAUF) Umsjónarfélag einhverfra TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.