Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 21

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 21
Stundum er þörf mikillar heimaumönnunar og er hún þá oftast innt af hendi maka. Fyrirspumir voru margar frá fundar- mönnum aðallega um upplýsingastreymi. Þá var spurt um sérstaka lyfjalista sem útfylltust af sjúklingum sjálfum. Þá var fjallað um upp- lýsingaflóð sem helltist yfir sjúklinga í við- tölum við lækna en magnið væri yfirleitt það mikið að enginn gæti munað nema hluta af því. Einnig var fjallað um símaþjónustu sem veitt væri, þar væri spurt um meðul, einkenni og líf með sjúkdómnum og ýmislegt fleira. Sagt var frá ýmsum námskeiðum sem væru í boði og öðrum sem hefðu verið haldin. Erik Ziegler kvaddi sér hljóðs og sagði alla vera heppna að hann skyldi ekki vera hjúkrunarfræðingur, en sagði síðan að öll út- breiðsla fróðleiks og samstaða sjúklinga væri af hinu góða. Hann sagði síðan (Erik starfar fyrir dönsku Parkinsonsamtökin í Kaup- mannahöfn) að það væri nokkuð algengt að taugahjúkrunarfræðingur kæmi á heimili Parkinsonsjúklinga. Fjallaði hann síðan um lyf og taldi nauðsynlegt að þeir nánustu bæru kennsl á hin ýmsu lyf sem sjúklingar hefðu undir sinni umsjá. Þá sagði hann frá nám- skeiðum sem væru á boðstólum en námskeið þessi eru eingöngu ætluð hjúkrunarfólki á taugadeildum sjúkrahúsa. Aætlað er að nám- skeið þessi hefjist næstkomandi haust og ein- ungis þarf að greiða fyrir ferðir. Þá var komið að fyrirlestri sem margir höfðu beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu, en því miður held ég að margir hafi orðið fyrir allt að því vonbrigðum því lítið nýtt kom fram sem ekki var vitað. Fyrirlesturinn flutti prófessor Ariel Gordon en hann kom frá lyfjafyrirtækinu Orion Pharma en það fyrir- tæki bauð öllum fundarmönnum til glæsilegs kvöldverðar í miðbæ Turku um kvöldið. I máli hans kom fram að sárafáar nýjungar væru í sjónmáli, aðallega er um endurbætur á eldri lyfjum að ræða. Hann sagði m.a. að Levodopa hefði verið notað í 30 ár, Sinemet væri komið í fljótvirkara formi, Apomorfin dopaminegonist þekkt síðan 1880, en hefði fyrst verið notað við Parkinsonveiki 1950. Hann svaraði síðan fyrirspurnum, en þær voru ekki mjög margar. Daginn el'tir var tjallað um sameiginleg málefni norrænu félaganna og setti Ema Tind (formaður N.P.R) fundinn og bað Erik um að vera fundarstjóra en Caroline Akerhielm að sjá um ritstörfin. I máli Dananna kom fram að þeir ættu í smáhúsum að verðmæti 2,7 milljónir dkr. Ýmislegt fleira kom fram í umræðum þessum m.a að innan sænsku Parkinsonsamtakanna væru um 5000 félagar. Þá barst frá þeim fyrirspum um hvort ekki væri hægt að fá vetrarferðir til sólar- landa á viðráðanlegu verði. Ennfremur var rætt um ferðakostnað og skiptingu hans, þannig að allir sætu nokkurn veginn við sama borð í þeim efnum. Finnar þurfa t.d. að hafa allt efni á tveimur tungumálum, sænsku og finnsku. Þá kom fram að áhugi væri fyrir því að böm Parkinsonsjúklinga hittust og enn- fremur að gefinn yrði út upplýsinga- bæklingur fyrir böm um sjúkdóminn. Þá kom fram að þema næsta fundar, sem haldinn verður í Færeyjum að ári skyldi vera „Börnin og fjölskylda, og vinir bamanna”. Síðan hófst umræða um stöðu norrænu þjóðanna innan E.P.D.A. Margir fundar- manna töldu að okkar hlutur væri frekar rýr án þess að gert væri á nokkum hátt lítið úr störfum Bi Nybom innan stjórnarinnar. Helst þyrftum við að eiga tvo fulltrúa í stjóm. Caroline Akerhielm var falið það verkefni að finna fyrir okkur fulltrúa í stjómina. Ekki þótti koma til greina að hafa doktor í tauga- sjúkdómum í forsvari fyrir E.P.D.A. Þá þótti ferðakostnaður Mary Baker til Japan óheyri- lega hár og bæði hún og Irena færu sínu fram án samráðs við nokkum. Susanna Lindvall benti á að ekki hentaði öllum að við tilnefndum fulltrúa í E.P.D.A . Þá kynnti hún ýmislegt fræðsluefni sem hún var með í fórum sínum. Ema benti á að það væri mjög þýðingar- mikið að þegar boðið væri upp á námskeið eða aðra fræðslu þyrfti að koma fram hver yrði væntanlegur kostnaður. Síðan bauð Thorhild Magnussen til næsta fundar N.P.R í Færeyjum að ári (2.maí 2002) og var fenginn fáni N.P.R. til varðveislu uns hann yrði dreginn að húni í Færeyjum. Ingimar Bruto var falið það verkefni að rita sögu N.P.R frá upphafi, sennilega með út- gáfu í huga. Að lokum þökkuðu allir fyrir sig og kvöddust með miklum virktum. Ferðalagi okkar var þannig háttað að við vorum einum sólarhring lengur en aðrir vegna flugfargjaldanna og nutum við þar gestrisni Finnanna takmarkalaust. Samferðamanni mínum kann ég mínar bestu þakkir fyrir mikið umburðarlyndi og þolinmæði í minn garð. Ritað 1. maí 2001. Oskar Konráðsson formaður Parkinsonsamtakanna á Islandi TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.