Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 26

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 26
GIGTARFÉLAGIÐ 25 ÁRA Emil Thóroddsen framkvæmdastjóri Gigtarfélagsins. Að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma Gigtarfélag íslands varð 25 ára þann 9. október s.l. og af því tilefni var þess- um áfanga fagnað með ýmsum hætti. Haldið var málþing 12. október um stöðu gigtrannsókna á íslandi og starfsemi fé- lagsins kynnt daginn eftir með opnu húsi á Gigt- miðstöðinni að Armúla 5. Árið 1994 tók Emil Thóroddsen við starfi framkvæmdastjóra Gigtarfélagsins. Emil er fé- lagsfræðingur að mennt og lauk MBA- stjórnunarnámi í Noregi 1994. Aðspurður segir hann að mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf á síðustu árum s.s fræðslu, ráðgjöf og þjálfun og hefur félagið frá upphafi gefið út mikið af fræðsluefni. Þegar skoðaðir eru bæklingar og blöð Gigtarfélagsins er augljóst að hér er um metnaðarfulla útgáfu að ræða. Undanfarin ár hefur Gigtarfélagið staðið fyrir fjölda námskeiða um gigtarsjúkdóma og hefur það verið þáttur í forvamarstarfi félagsins. Gigtarfélagið er til húsa að Ármúla 5 og rekur þar gigtarmiðstöð en Gigtarfélagið á tvær hæðir í húsinu að Ármúla 5 sem hýsa stöðina. Á efri hæðinni er endurhæfingarstöð fyrir gigtsjúka og þar hafa tveir læknar aðstöðu. í daglegu tali er endurhæfingarstöðin oft kölluð Gigtlækninga- stöðin. Á neðri hæðinni er aðstaða til félags- starfs, fræðslu, ráðgjafar og þjálfunar, auk þess er þar skrifstofa félagsins. Emil segir að mikil- vægt sé að hafa samstarf við fagfólk á efri hæðinni. Gott samstarf sjúklinga og fagfólks er nauðsyn þá gigtin er annars vegar. „Það má skipta starfsemi félagsins í þrennt“, segir Emil. „I fyrsta lagi í gigtargreiningu, síðan sjúkraþjálfun og að síðustu félagsþáttinn sem mikil áhersla hefur verið lögð á. Félagsmönnum hefur fjölgað mikið að undanfömu og em nú orðnir um 4.700. Við höfum lagt mikla áherslu á forvamir, fræðslu og þjálfun“. Gigtarfélagið er með starfsemi sína á tveimur hæðum og er öll þjálfun á annarri hæðinni og félagsstarfsemin á hinni. Gigtarlínan er þjónusta sem félagið býður upp á. Þeir sem þurfa að fá upplýsingar um sjúk- dóminn, hvort sem það eru sjúklingamir sjálfir eða aðstandendur, geta hringt inn og fengið svör hjá fagfólki. Hægt er að hringja á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 14 - 16 í síma 530- 3606. Gigtarfélagið hefur gefið út tímaritið Gigtina tvisvar á ári og má einnig benda á heimasíðu félagsins en hún er www.gigt.is Að opna umrœðuna um gigtarsjúkdóma Emil segir nauðsynlegt að opna frekar um- ræðuna um gigtarsjúkdóma og gera hana almennari. Geðraskanir og stoðkerfissjúkdómar eru efst á blaði hjá alþjóðlegu heilbrigðisstofn- unni yfir sjúkdóma sem eru algengastir og valda mestum kostnaði. Umræðan er oft á þá leið að greinist maður með gigt þá sé lítið tillit tekið til afleiðinganna úti í samfélaginu. Gigtin er einn af hinum ósýnilegu sjúkdómum. Emil bendir á hversu algengur og alvarlegur þessi sjúkdómur er og segir hann það hlutverk Gigtarfélagsins að fá aukinn skilning á þörfum gigtarfólks. Hann segir tilgang GÍ að berjast gegn gigtarsjúk- dómum og auka skilning á þörfum gigtarfólks með því að stuðla að almennri umræðu um gigtarsjúkdóma og áhrif þeirra á einstaklinga og samfélag. Miklar rannsóknir gerðar Stigin hafa verið stór skref í baráttunni við gigtina og hefur félagið styrkt gigtarrannsóknir. Á alþjóða gigtardaginn 12. október s.l. stóð Gigtarfélagið ásamt fleiri stofnunum sem koma að gigtarrannsóknum fyrir málþingi um gigtar- rannsóknir. Þingið var vel sótt og er augljóst að mikil gróska er á þessu sviði. I fjölda ára hefur það verið markmið Gigtarfélags íslands að stuðla að rannsóknum innan gigtsjúkdómafræð- innar hér á landi. Með stuðningi Lionshreyfing- arinnar var rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum komið á laggirnar fyrir fimrn árum. Emil segir að lokum að Gigtarfélagið leggi metnað sinn í að styðja við rannsóknir og upp- lýsa fólk um gigtarsjúkdóma. Framtíðarsýnin er að fá gigtarvandamálið virt, umfang þess og afleiðingar, þannig að forgangsröðun í heil- brigðis- og félagskerfinu verði sem skyldi. K.Þ. 26

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.