Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 32

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 32
Gissur sagði að eldra fólk ætti mjög oft erfitt með að fá aftur vinnu og það þyrfti mikinn stuðning til þess að halda við starfshæfni. Þetta er fólk sem er í raun á besta aldri sem hefur orðið úti á vinnumarkaðinum og hrakar fljótt ef ekkert er að gert. Að síðustu flutti Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, erindi um þýðingu starfsendurhæfingar fyrir lífeyrissjóði. Hrafn lýsti undrun sinni á að svona þing skyldi ekki verið haldið fyrr því umræðan væri mjög þörf. Hann nefndi að Janus endurhæfing væri tilraunaverkefni sem fæli í sér samvinnu lífeyrissjóðanna og heil- brigðisráðuneytisins þar sem stefnan er að koma einstaklingunum út á vinnumarkaðinn aftur. Hann sagði að fjárhagslegur stuðningur ríkisvaldsins skipti sköpum um framtíðina. Að lokum sagði Hrafn að það ætti að nota þetta tækifæri og koma á samstarfi ýmissa hags- munaaðila. I lok ráðstefnunnar bar Karl Steinar Guðna- son, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins upp ályktun þar sem því var beint til heilbrigðis- og tryggingaráðherra að stjórnvöld beittu sér fyrir aukinni samræmingu vegna endurhæfingar hér á landi. Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, Arnþór Helgason, bað um orðið en var tjáð að ekki væri ætlast til umræðna um ályktunina. Arnþór gagnrýndi fyrirkomulag málþingsins og benti á að áður hefði Öryrkjabandalag Is- lands efnt til funda um skyld efni þar sem m.a. Glæsileg sundlaug á Reykjalundi. hefði verið fjallað um þátttöku lífeyrissjóða og opinberra aðila. Þá lagði hann til að drepið yrði á þann þátt sem lök kjör öryrkja hér á landi ættu í brýnni þörf fyrir endurhæfingu. Ráð- stefnustjóri hafnaði því að bæta þessu við ályktunina en sagði að boðendur málþingsins myndu koma þessum skilaboðum til ráðherra. Vissulega ber að fagna því að efnt hafi verið til þessa málþings. En gagnrýna má að þeir sem málið snertir, öryrkjar, áttu engan fulltrúa í nefnd þeirri sem skipulagði þingið. K.Þ. A.H. EG OG DVOL Einar Þór heiti ég og ætla að segja ykkur hvað Dvöl hefur gert fyrir mig. Ég frétti fyrst af Dvöl þegar ég var á Reykjalundi, fé- lagsráðgjafi sýndi mér bæklinga um þá möguleika sem ég hefði eftir út- skrift. A þessum tíma var ég á mörkunum með að viðurkenna veikindi mín og hafði farið eins djúpt niður og hægt var. A Reykjalundi opnaðist lífið fyrir mér á nýjan leik og ég horfðist í augu við það að ég var geðveikur. Hvað nú? Maður á besta aldri og tveggja barna faðir, útskrifaður eftir 14 vikna dvöl á Reykjalundi. Ég fór fyrst í Geðhjálp sem virkaði yfir- þyrmandi stórt og mikið fyrir mig og þar var allt of mikið tal um veikindi. Þá Iokaðist ég inni í skel og gerði mínum nánustu erfitt fyrir. Ég fór þá aftur yfir ýmsa bæklinga EINAR ÞÓR sem ég fékk á Reykjalundi og rakst þá á Dvalarbæklinginn. Ennfremur sá ég grein í Morgunblaðinu þar sem þess var getið að þann 9. október 2000 væri opið hús í Dvöl í tilefni af tveggja ára afmæli Dvalar. Nú hafði ég enga afsökun fyrir því að kíkja ekki á staðinn. Svo lagði ég af stað enda vel kunnugur leiðinni eftir nokkrar ferðir að staðnum án þess að fara inn. Mér var tekið opnum örmum og ég féll gjörsamlega fyrir hlýlegum stað og húsi með sál. Þar hef ég fengið andlegan og félags- legan stuðning í mínum persónulegu málum. I Dvöl hef ég ekki þurft að ganga með grímu - þar hef ég verið ég sjálf- ur. Ég fagna því að tilraunatíma Dvalar er lokið þannig að nú er maður ör- uggur með staðinn og óska ég mér og öðrum til hamingju með þessi tíma- mót. Einar Þór Höfundur er gestur Dvalar og samdi þessar línur í tilefni afþriggja ára af- mœli Dvalar sem haldið var í Digra- neskirkju 11. októher 2001 32

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.