Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 36
LESBLINDA
Lesblinda -
þröskuldur í námi
Marta Birgisdóttir
Miðvikudaginn 26. sept-
ember stóð Vaka, félag
lýðræðissinnaðra stúd-
enta, fyrir ráðstefnu
um málefni lesblindra stúdenta.
Markmið ráðstefnunnar voru
margþætt m.a að vekja athygli
yfirstjórnenda og annarra starfs-
manna Háskóla Islands á eðli og
afleiðingum þeirrar hömlunar sem
dyslexia eða lesblinda er. Þá gafst
stúdentum einnig kostur á því að
kynna sér hvaða úrræði námsráðgjöf
hefur fyrir lesblinda stúdenta og
hvaða stuðning Lánasjóður íslenskra
námsmanna getur veitt stúdentunr
með dyslexíu. Frummælendur á ráð-
stefnunni komu úr ólíkum áttum og
höfðu ýmislegt fram að færa en þeir
voru Jónína Kárdal, námsráðgjafi
við Háskóla Islands, Hjalti Hugason,
formaður kennslumálanefndar HI,
Rannveig G. Lund, forstöðumaður
lestrarmiðstöðvar Kennaraháskól-
ans, Steingrímur Ari Arason, fram-
kvæmdastjóri LIN og Marta Birg-
isdóttir, mastersnemi í landafræði.
Mörg sjónarmið komu fram og voru
fundargestir um margt fróðari á eftir.
Töluvert hefur áunnist í málefnum
lesblindra við Háskóla íslands. Þó er
margt sem má fara betur.
Nemendur þurfa að láta
vita af sér
Jónína Kárdal, námsráðgjafi við
Háskóla Islands, kynnti stuðn-
ingskerfi fyrir fólk með lesblindu og
annars konar fötlun sem hannað var
í kjölfar samþykkta háskólaráðs
1995. Jónína lagði áherslu á að til
þess að nemendur fengju stuðning
væri nauðsynlegt fyrir þá að láta vita
af sér. Til þess eru tvær leiðir. I
fyrsta lagi er hægt að gera grein fyrir
því að stuðnings sé þörf þegar
umsóknareyðublaði um skólavist er
skilað inn. I öðru lagi er hægt að
óska eftir viðtali við starfsmenn
námsráðgjafar. Jónína sagði að þetta
stuðningskerfi ætti að jafna aðstöðu
nemenda eins og t.d að nemendur
megi hljóðrita fyrirlestra, fara á
námstækninámskeið og fá hljóð-
bækur á Blindrabókasafni Islands.
Nemendur hafa aðgang að Að-
gengissetrinu í Þjóðarbókhlöðunni
en þar er tölvubúnaður ætlaður
fötluðu fólki. Reyndar sagði hún
seinna að það væri aðeins um eina
tölvu að ræða sem allir lesblindir
nemendur hafa aðgang að.
Árið 1995 voru átján lesblindir
nemendur við skólann en árið 2000
voru þeir orðnir sjötíu og tveir.
Jónína vill sjá í framtíðinni betra
aðgengi, breytt viðhorf gagnvart les-
blindum, aukna upplýsingagjöf og
meiri samvinnu innan og utan H.I.
Jónína fékk spurningu úr salnum
um hvort skólinn væri tilbúinn að
taka á móti fleiri lesblindum nemum
og hvort einhverjar ráðstafanir væru
fyrirhugaðar. Staðreyndin er sú að
það eru sjö þúsund nemendur við
skólann en aðeins 4,25 stöðugildi
við námsráðgjöfina en þar reyndu
menn að gera sitt besta. Jónína sagði
að það væru ýmsar stíflur í kerfinu
sem þyrfti að losa, en mikilvægast
væri að vísa lesblindum nemendum
veginn til að þeir gætu aflað sér
gagna sjálfir. Einnig taldi hún
nauðsynlegt að vera í góðu per-
sónulegu sambandi við nemendur.
A hraða snigilsins
Hjalti Hugason, formaður kennslu-
málanefndar Háskóla Islands, sagði
nauðsynlegt að málefni lesblindra
36