Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 13

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 13
AÐGENGIAÐ VEFSÍÐUM Stjómarráðsvefurinn - raduneyti.is Stjómarráðsvefurinn, sem í rauninni er samtengdur vef- ur fjórtán ráðuneyta, þjónar breiðum hópi notenda og miðast skipulag hans við það. Það er að mörgu að hyggja og stöðugt er unnið að endurbótum til að gera vefinn notendavænni. Taka þarf tillit til þess að notendur hafa mismikla reynslu í notkun vefsins og er því mikilvægt að uppbygging hans og framsetning efnis sé skýr og einföld. I þeim tilgangi að bæta þjónustuna voru síðastliðið haust gerðar not- endaprófanir á stjórnar- ráðsvefnum á vegum fyr- irtækisins Sjá ehf. Valdir voru nokkrir notendur með mismunandi bakgrunn og þeir látnir leysa ýmis verkefni sem tengjast vefnum. Athugað var hvernig almennum notend- um gengur að ferðast um vefinn og finna tiltekið efni jafnframt því sem þátttakendur svöruðu spumingalista um vefinn. Ymsar vísbendingar komu fram um það sem betur má fara á vefnum og koma niðurstöður notendaprófananna þannig til með að leiðbeina ráðuneytum um áfram- haldandi þróun vefsins með tilliti til þarfa notenda. Gefa þarf sérstakan gaum að þörfum blindra og sjón- skertra, heyrnarlausra, hreyfihaml- aðra, þroskaheftra og fleiri hópa og gera vefinn þannig úr garði að einfalt sé að nýta sér efni hans. Sannleik- urinn er sá að flest af því sem talið er að auðveldi aðgengi fatlaðra að Netinu nýtist ekki síður öðrum almennum notendum. Sérstök alþjóðleg viðmið hafa verið sett fram sem vefir þurfa að standast ef þeir eiga að þjóna þörfum fatlaðra. Að undanförnu hefur verið unnið að því að stjórnarráðsvefurinn standist þessi alþjóðlegu viðmið. Þeim er forgangsraðað í þrjá flokka eftir mikilvægi og viðmiðum. Fyrsta flokki er þegar náð ásamt fjölmörg- um úr öðrum og þriðja flokki. SIGURÐUR DAVÍÐSSON. Markmiðið er að sjálfsögðu að standast öll þessi viðmið en það er tímafrekt verk þar sem stjórnar- ráðsvefurinn samanstendur af tug- þúsundum síðna og skráa. Sum viðmiðanna eru einnig þess eðlis að erfitt er að meta hvort þeim er náð. Má þar nefna þætti eins og málfar og skýr efnistök og fleira sem reynir á huglægt mat. Við gerð vefsíðna þarf að gæta þess að unnt sé að skoða þær þótt mismunandi tækni sé beitt. Það ætti í rauninni ekki að skipta máli hvort notandi beitir ntús, lyklaborði, rödd, sprota eða öðru þegar flakkað er um vefinn. Ganga þarf úr skugga um að allar sfður séu skýrar og ein- faldar svo auðvelt sé að átta sig á uppbyggingu þeirra. Það nýtist öllum notendum að samræmis sé gætt í framsetningu þeirra þátta sem setja svip sinn á vefinn. Skýrt og ein- falt málfar sem um leið hæfir við- komandi vef er líklegra til að ná til notenda sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að skilja flókið mál, t.d. vegna greindar eða tungumála- örðugleika. Þeir sem nota táknmál eiga einnig auðveldara með og eru fljótari að túlka það sem textinn segir ef hann er hnitmiðaður og skýr. Blindir og sjónskertir lesa vefinn með hjálp hljóðgervils en það er hugbúnaður sem les texta úr skrá og túlkar hann yfir í tal. Til að auðvelda slíkan lestur er komið fyrir tveimur ósýnilegum hnöppum sem hljóð- gervlar geta lesið á öllum síðum stjórnarráðsvefsins. Fyrri hnapp- urinn gefur notendum kost á að hoppa yfir texta og krækjur í haus en fara þess í stað beint í aðalvalmynd í vinstri dálki. Seinni hnappurinn býður notanda upp á að hoppa yfir valmynd og fara beint í megininni- hald síðunnar. Þá er einn- ig ávallt boðið upp á möguleikann „Prentvæn útgáfa” í fæti og vinstri dálki síðna. Ef sá mögu- leiki er valinn birtir vefrýnirinn aðeins aðal- innihald síðunnar. Rétt er að benda á að margvíslegur hugbúnaður er í boði til að koma til móts við þarfir fatlaðra. Notendum er bent á að kynna sér vel hvað í boði er og einnig er rétt að athuga hvaða mögu- leikar felast í vefrýni og stýrikerfi tölvu. Stjórnarráðsvefurinn er í sífelldri þróun og endurskoðun. Ávallt er kappkostað að bæta þjónustuna. Benda má á ýmsa sérvefi sem tengj- ast stjórnarráðsvefnum, s.s. vef um réttarheimildir þar sem aðgengi er að lagasafni Alþingis, dómum, úr- skurðum, reglugerðum o.fl. Þá var nýlega hafin birting Stjómartíðinda og Lögbirtingarblaðs á Netinu á vegum dóms- og kirkjumálaráðu- neytis. Á næstunni er m.a. fyrir- hugað að bjóða upp á áskriftar- þjónustu að völdum efnisflokkum stjórnarráðsvefsins en einnig er í bígerð að gera upplýsingasíður sem ganga þvert á málaflokka ráðu- neytanna með það að markmiði að einfalda aðgengi almennings að þjónustu ráðuneytanna. Sigurður Davíðsson, vefstjóri. Gefa þarf sérstakan gaum að þörfum blindra og sjónskertra, heyrnarlausra, hreyfihamlaðra, þroska- heftra og fleiri hópa og gera vefinn þannig úr garði að einfalt sé að nýta sér efni hans. Sannleikurinn er sá að flest af því sem talið er að auðveldi aðgengi fatlaðra að Netinu nýtist ekki síður öðrum almennum notendum. TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.