Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 5

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Blaðsíða 5
um. Hið síðara miðar að því að hnekkja þeirri ákvörðun Alþingis að fara á svig við dóminn. Eftir þau átök sem urðu vegna öryrkjadómsins sagði Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, af sér embætti ráðherra. Fyrst um sinn gegndi formaður Framsóknar- flokksins, Halldór Ásgrímsson, embættinu en síðar tók Jón Kristj- ánsson við. Á meðal þess sem kom í hlut hans var að leggja fram frum- varp til breytinga á lögum um almannatryggingar þar sem gert var ráð fyrir svo kölluðum tekjutrygg- ingarauka sem greiddur skyldi í stað sérstakrar heimilisuppbótar. Hækk- uðu hámarksbætur almannatrygg- inga örlítið við þessa breytingu en sú hækkun nam þó vart þeirri hækkun sem orðið hafði vegna verðlagsþróunar. í stjómartíð Ingi- bjargar Pálmadóttur jókst einka- væðing til muna í heilbrigðiskerfinu og virtist ráðherra sáralítið aðhafast til þess að hamla gegn henni. Því skýtur skökku við þegar hún gagn- rýnir Öryrkjabandalagið í nýlegu viðtali fyrir að hafa ekki staðið fast- ar gegn einkavæðingu. Slíkar yfir- lýsingar dæma sig sjálfar. Ráðherr- ann fyrrverandi hefði betur gert grein fyrir ástæðum þess að á stjórnartíma hennar drógust bætur meira aftur úr launaþróun en áður hafði þekkst og álögur á ýmsa hópa svo sem lyfjakostnaður jukust. Þá færðist starfsemi trygginga- sölumanna hvers konar í aukana frá því sem áður var og er nú til þess höfðað í auglýsingum þeirra að fólki beri að tryggja sig gagnvart sjúk- dómum og örorku. Slíkar tryggingar voru og em ekki ætlaðar öryrkjum. Þær eru ætlaðar til þess að forða fólki sem hefur til þess efni frá því að verða fórnarlömb þess trygginga- kerfis sem stjórnvöld hafa gert atlögu að, tryggingakerfis þar sem minna hlutfalli þjóðartekna er varið til þess að styðja almenning til sjálfsbjargar en þekkist á öðrum Norðurlöndum, kerfis sem stuðlar að meiri fátækt og veldur bæði sjúk- dómum og örbirgð. Stjómvöld hafa haldið áfram að hækka lyfjakostnað öryrkja og er nú svo komið að minna fé er varið til niðurgreiðslu lyfja en var í upphafi síðasta áratugar. Þótt ríkisstjórnin hafi horfið frá nokkrum hækkunum sem tekið hafa gildi að undanförnu nær kaupmáttur bóta almannatrygginga ekki því sem hann var fyrir rúmum tíu árum. Viljaleysi stjórnvalda til þess að ræða þessi mál við talsmenn sam- taka fatlaðra er nú farið að hamla eðlilegu samstarfi Öryrkjabanda- lagsins og ríkisstjómarinnar. Und- irbúningi að Evrópuári fatlaðra hefur seinkað vegna þess að Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, virðir hvorki Öryrkjabandalagið né Þroskahjálp svars. Undanfarinn hálfan annan áratug hefur Framsóknarflokkurinn borið ábyrgð á ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála, lengur en nokkur annar flokkur. Hugmyndin um tekjutengingu grunnlífeyris kom fyrst fram í tíð ráðherra flokksins í lok 9. áratugarins og þá þegar voru uppi hugmyndir um frekari tekju- tengingar. En það tókst að verjast þessari ásælni vegna góðs samstarfs við þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson. Það er undarlegt að flokkur, sem hefur fólk í fyrirrúmi sem eitt af sínum helstu stefnumálum, skuli um þessar mundir ekki hafa meiri áhrif í ríkisstjórn þegar um velferðarmál er að ræða. Þeir fjármunir sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði forgöngu um að svipta ríkissjóð með lækkuðum sköttum á þingmenn, ráðherra og aðra þá sem eru hærra launaðir hefðu betur nýst til úrbóta í al- mannatryggingakerfinu. Nú á þessu ári, sem er aðfararár alþingiskosn- inga, sjá ráðamenn vonandi að sér og taka upp eðlilegt samráð við samtök fatlaðra eins og ríkisstjómir tíðkuðu fyrir stjórnarskiptin sumarið 1991. Arnþór Helgason TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.