Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Page 40
12. júní 2020 | 23. tbl. | 111. árg dv.is/frettaskot askrift@dv.is 512 7000 SAND KORN MYND/AÐSEND LOKI DV, með puttann á púlsinum! Íslensk hönnun: Sigurður Már · Íslensk framleiðsla Kickstarter-bræður aftur á kreik Kickstarter-bræðurnir, Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, hafa stofnað nýtt fyrirtæki, Megn ehf. Til- gangur félagsins mun meðal annars vera veitingarekstur, lánastarfsemi, verslunar- rekstur og kaup og sala eigna. Einar var fundinn sekur um að svíkja tugi milljóna af fjórum einstaklingum árið 2017. Í dómnum kom fram að hann ætti sér engar málsbætur. Hann og bróðir hans, Ágúst, hófu safnanir fyrir nýsköpunarverkefni á bandarísku hópfjármögn- unarsíðunni Kickstarter, en söfnuninni var skyndilega lokað eftir að sérstakur sak- sóknari hóf að rannsaka þá bræður, en í kjölfarið hlaut Einar þungan dóm. Hann mun fara með prókúruumboð á Megn ehf. sem og gegna stöðu framkvæmdastjóra. Bræðurnir stofnuðu einnig trúfélagið Zúistar sem hefur fengið á sig harða gagnrýni undanfarin ár. Umdeild netfrétt „Rússneskur áhrifavaldur ólétt að barni stjúpsonar síns – Eiginmaðurinn heyrði í þeim stunda kynlíf.“ Svona hljómar fyrirsögn fréttar sem birtist á dv.is og hefur vakið töluverða athygli. Fréttin fór á topplista yfir mest lesnu og fjölmargir deildu henni á samfélags- miðlum. Sumum þótti þetta frábær frétt en öðrum fannst efnið ekki endilega vera efni í frétt. Meðal fjölmargra sem leggja orð í belg á Facebook – mögulega með vott af kald- hæðni – er Gylfi Magnússon, dósent við HÍ og fyrrverandi ráðherra: „Ef DV hefði ekki vakið athygli á þessari þróun mála hefði hún farið framhjá flestum landsmönnum.“ n Íslensk hönnun: Sigurður Már · Íslensk framleiðsla GEFÐU UPPLIFUN Í ÖSKJU Rómantík, gourmet, dekur, útivist, námskeið, bröns fyrir tvo eða hvaðeina annað sem hægt er að njóta. Þannig er Óskaskrín, upplifun fyrir þá sem þér þykir vænt um. 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.