Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 4
4 31. janúar 2020FRÉTTIR J ón Davíð Sawyer er Íslendingur af banda- rískum uppruna sem búsettur er í bæn- um Eugene í Oregon-fylki. Auk þess að vera tölvuforritari er Jón mikill aðgerðar- sinni í sínum heimabæ og leggur mikið upp úr því að skipta sér af svonefndum nýnasist- um og Trump-stuðningsmönnum á mótmæl- um sem eru til stuðnings Bandaríkjaforseta og nýnasisma. Á dögunum leiddi samkoma til þess að Jón fann mynd af sjálfum sér í opn- um Facebook-hópi þar sem skipuleggjendur uppþotsins gerðu tilraun til þess að sverta mannorð hans og sögðu hann vera hættu- legan barnaníðing. Í samtali við DV segist Jón vera orðinn langþreyttur á þessari fjölgun nýnasista í Oregon, sem hófst um það leyti sem Trump var kjörinn, og segir svona viðburði oft sam- anstanda af sama fólkinu. Þetta fólk er þarna samankomið til að dreifa hatursorðræðu og ofbeldishótunum. „Meirihluti þeirra sem mæta á þessar Trump-samkomur hefur einnig verið dugleg- ur að mæta á nýnasistafundi. Þessi upp- gangur ofbeldisfólks í Oregon er yfir- leitt kenndur við hópa sem sameinast undir merkjum Trump.“ Ýjað að öryggi barna Að sögn Jóns hefur maður að nafni Paul Luhrs, einn af skipuleggjend- um nýnasistasamkomunnar, sent honum hótanir í gegnum spjall- forritið Messenger og hótað öllu illu. Í kjölfarið þess fóru aðrir skipu- leggjendur að birta myndir af honum í hópum á samfélagsmiðlum sem er sérstaklega ætlað að opinbera nöfn og andlit dæmds kynferðisbrotafólks. Slíkum færslum var deilt víða en eftir tilkynn- ingar einstak- lingsins sem efnið snerti voru þær fjarlægðar. Jóni blöskr- aði heldur betur þegar hann sá nafn sitt þarna opinberað með yfirskriftinni: „Þessi maður er grunaður um að misnota ótalmörg börn undir tólf ára aldri. Tryggið öryggi barna ykkar.“ Í kjölfar þessarar birtingar ákvað Jón að segja frá þessu einelti á eigin samfélagsmiðlum sem áminningu um það hversu langt hrottarnir hafa seilst til að reyna að koma í veg fyrir frekari af- skipti á samkomunum. „Ég á erfitt með að trúa öðru en að fleiri hafa lent í einhverju sambærilegu,“ segir Jón. „Þegar maður skoðar hvern- ig aðferðir Trump notar til að ljúga upp á mótherja sína og óvini er augljóst að um svipað mynstur er að ræða hjá hans fylgjendum.“ Kippir sér ekki upp við lygar Jón á engan sakaferil að baki og líkir tilraun- um Pauls til að sverta mannorð hans við mis- heppnaðan listgjörning. Jón kippir sér þó ekki upp við þær lygar sem meðlimir hópsins hafa verið að dreifa. Þvert á móti sér hann þetta sem skýrt merki um upphlaup af hálfu skipuleggj- enda. Jón segir að það að Paul og hans teymi hafi birt myndir á þessum Facebook-síðum, með fullyrðingum sem halda ekki vatni laga- lega séð, þýði að hann sé álitinn ógn við svona samkomur. Jón segist ekki ætla að gefast upp, sama hvað um hann sé sagt, og vonar að fleira fólk í Oregon safnist saman til að smána þetta fólk fyrir fjandskap sinn og fordóma. „Stuðningsmenn Trump mega ekki halda að þeir geti unnið. Nú er ég helmingi líklegri til að mæta á fleiri svona samkomur til að skapa usla gegn svona hatri. Stundum þýðir ekkert annað.“ n Langt fram úr áætlun S varthöfði varð hugsi í vik- unni eftir að hafa lesið kynningu Eflingar á kröfu- gerð félagsins í samninga- viðræðum við borgina. Þar eru launakröfurnar settar í samhengi við braggann í Nauthólsvík sem olli nokkru fjaðrafoki hér um árið. Bragginn var gott dæmi um kæruleysi opinberra stofnana í meðferð á almannafé, um verk- efni sem fóru langt, langt fram úr áætlunum. Nýlega var það Sorpa sem vakti ólgu vegna gegndar- lausrar framúrkeyrslu. Það vekur Svarthöfða líka til umhugsunar. Þessi orð „langt fram úr áætlun“ eru að birtast okkur almenningi alltof oft. Svo oft að þetta er eigin- lega orðið vandræðalegt. Opin- berar framkvæmdir á Íslandi eru að verða smánarblettur á samfé- lagi okkar. Við erum ekki það stór þjóð. Svo til að kóróna þessa vit- leysu þá er aðilum sem sýsla með fjármuni okkar almennings farið að finnast þetta bara ósköp eðli- legt. Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, hefur harðlega gagnrýnt skýrslu innri endurskoðunar vegna 1,4 millj- arða framúrkeyrslu. Hann segir áætlanir meira að segja hafa staðist frekar vel svona í hlutanna samhengi. Enda greinilega orðið svo ótrúlega hversdagslegt að áætlanir standist engan veginn, að það er eiginlega bara gert ráð fyrir því frekar en að þær standist. Og svo hversdagslegt að mönnum þykir nú eiginlega bara hálf bjánalegt að vera að gera eitthvað veður út af því. Svarthöfði hefur enga sér- fræðiþekkingu á opinberum framkvæmdum eða endur- skoðun en það væri kannski einhvers konar lausn að þegar fyrirséð er að eitthvað í áætlun standist ekki, þá verði það regla að gerð sé ný áætlun og hún kynnt rækilega. Jafnvel kynnt almenningi. Hinu opinbera er hreinlega ekki treystandi fyrir þessu lengur. Svarthöfði telur að áherslur ríkis og sveitarfélaga í hag- ræðingum og sparnaði ættu frekar að liggja í því að taka til í málaflokknum „opinberar fram- kvæmdir“, þá værum við kannski með starfshæfan Landspítala og leikskólastarfsfólk á mannsæm- andi kaupi. Einkaaðilar geta farið í milljarða framkvæmdir án þess að fara í þrot. Af hverju getur hið opinbera það ekki? Kannski því starfsmenn og embættismenn hins opinbera bera enga fjár- hagslega ábyrgð á þessum vand- ræðalegu framúrkeyrslum. Nei, það eru bara við, almenningur- inn, sem borgar brúsann. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Ótti við töluna þrettán kallast triskaidekaphobia. Að meðaltali snýtir fólk sér um 150 sinnum á hverju ári. William Shakespeare „fann upp“ á fleiri en 1.700 orðum. Serbía tók í fyrsta sinn þátt í Eurovision sem sjálfstætt ríki árið 2007 og vann. Ef jörðin væri flöt væri hún þakin vatni upp að 1,5 metra dýpt. Hver er hún n Hún er fædd árið 1992. n Hún útskrifaðist úr HÍ með BA-gráðu í listfræði og heimspeki. n Að eigin sögn varð hún „starstruck“ þegar hún hitti tónlistarmanninn DJ Khaled í Los Angeles. n Hún starfar sem plötusnúður hér á landi og ferðast einnig mikið erlendis við þá iðju. n Hún er virk á Instagram og hefur vakið mikla athygli fyrir aðgang sinn. SVAR: DÓRA JÚLÍA AGN ARS DÓTT IR Brennimerktur barnaníðingur n Jón lagður í einelti af fylgjendum Trump n Logið upp á hann hræðilegum glæp fyrir að berjast gegn hatri „Stuðningsmenn Trump mega ekki halda að þeir geti unnið Jón Davíð Sawyer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.