Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 19
Spennandi leiðir til þess að
efla sig og styrkja hjá MSS
Meginhlutverk Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (MSS) er að efla sí- og endurmenntun Suðurnesjamanna, auka
menntun og lífsgæði íbúa svæðisins og styrkja þannig einstaklinga og atvinnulíf. Í mörgum námsleiðum er lögð áhersla á
sveigjanlegt nám þar sem nemendur geta nálgast námsefni á netinu, óháð tíma og rúmi. „Einnig er mikið um nemendur
hjá okkur í fjarnámi, sem búa annars staðar á landinu, og jafnvel erlendis. Við reynum að koma til móts við alla nemendur
enda er nám afar mikilvægt skref í átt að sjálfseflingu,“ segir Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá MSS. Í vetur og
á komandi hausti verða enn fleiri og spennandi leiðir færar til þess að efla sig og styrkja hjá MSS.
MSS tók nýlega við skipulagningu endurmenntunarnámskeiða atvinnubílstjóra fyrir
Samgöngustofu. Námskeiðin eru í boði fyrir starfandi atvinnubílstjóra og þá sem
starfa á atvinnutækjum sem krefjast meiraprófs. Námskeiðin fjalla um mismunandi
þætti sem snúa að mannlegum atriðum, praktískum sem og öryggisatriðum.
Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra eru Vistakstur, Farþegaflutningar,
Vöruflutningar, Fagmennska og mannlegi þátturinn, Lög og reglur, Umferðaröryggi og
Skyndihjálp. Næstu námskeið hefjast í febrúar og standa flest námskeið yfir í
um einn dag.
Skrifstofunámið er ætlað fólki á vinnumarkaði, 18 ára eða eldri,
sem vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir á að starfa
á skrifstofu. Kenndur er grunnur í tölvukunnáttu, bókhaldi og
almennum skrifstofustörfum. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af
skrifstofustörfum til þess að skrá sig í námið.
Jógakennaranámið var sett á laggirnar í samstarfi við
jógakennarann Maríu Olsen í fyrrahaust og byrjar nú af fullum
krafti aftur í haust. Námið er viðurkennt af Jógakennarafélagi
Íslands og Yoga Allience. Í náminu er lögð áhersla á verklega
kennslu og undirbúning þátttakenda til þess að takast sjálfir á við
starf jógakennarans að loknu námi. Námsþættir í náminu eru meðal
annars lífstíll jógans, anatómía, kennslutækni, orkustöðvar, jóga Nidra
og aðrar slökunaræfingar, siðareglur jógakennara, viðskipti, skattur og
fleira, heimspeki og æfingakennsla.
MSS býður upp á Pólskunámskeið fyrir kennara og aðra starfsmenn skólastofnana. Á námskeiðinu
er áhersla lögð á talað mál, hlustun, ritun og samræður. Megináhersla er á pólsku sem nýtist til
daglegrar notkunar og orðaforða sem nýtist starfsfólki innan skólastofnunar.
MSS býður reglulega upp á námskeið án endurgjalds fyrir félagsmenn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og
nágrennis (VSFK). Í febrúar byrja tvö námskeið; Skyndihjálp og svo Tímamót og tækifæri, þar sem farið verður yfir
þær breytingar sem verða á tekjum fólks við starfslok, hvernig best er að sækja um
þær greiðslur sem standa til boða og hvernig þær tengjast innbyrðis. Námskeiðin
eru opin fyrir aðra en félagsmenn á meðan laus pláss eru.
MSS býður einnig upp á styttri námskeið sem ætlað er þeim sem vilja
styrkja sig á vinnumarkaðnum.
Á námskeiðinu Er gaman að vinna með mér? er farið í mikilvægi þess
að skilja og skynja hvernig við virkum á aðra í samskiptum. Markmiðið er
að þátttakendur öðlist meiri þekkingu á því sem einkennir góða samvinnu á
vinnustað og hvað hver og einn geti lagt af mörkum til að svo sé.
Í Verkefnastjórnun verður farið í grunnþætti verkefnastjórnunar. Námskeiðið
nýtist í alhliða verkefnastjórnun, allt frá því að halda veislur yfir í að stjórna
umfangsmiklum verkefnum. Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum
mannlega þáttinn í verkefnum, skilgreiningu verkefna, markmiðasetningu,
áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna.
Vilt þú læra hvernig á að halda Kraftmiklar kynningar? Um er að ræða hagnýtt námskeið
þar sem þátttakendur efla sig í að miðla upplýsingum í lífi og starfi. Farið verður yfir
lykilatriði sem snúa að tilgangi og skilaboðum, mótun kynningar, framsetningu efnis og
framkomu. Kraftmikið námskeið fyrir alla sem vilja standa traustari fótum í sviðsljósinu
hvort sem er í fjölskylduveislunni, í kennslu eða á stóra sviðinu í Hörpu!
Það er aldrei of seint að læra!
Skoðaðu úrval námsframboðs MSS á vefsíðunni mss.is