Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 20
20 31. janúar 2020FRÉTTIR
M
yndin Behind Closed Curtains
eftir Hönnu Björgu Jónsdóttur
bar sigur úr býtum sem besta
stuttmyndin á kvikmyndahátíð-
inni Reykjavík Feminist Film Festival sem
haldin var á dögunum. Hanna Björg seg-
ir verðlaunin gildishlaðin en fyrir hef-
ur myndin sigrað í stuttmyndakeppni í
Brasilíu og í Bandaríkjunum.
Hanna Björg lærði leikstjórn í
Westerdals í Ósló og útskrifaðist þaðan
árið 2017. Síðan hún flutti aftur heim til Ís-
lands hefur hún að mestu starfað sem ann-
ar aðstoðarleikstjóri og segist þakklát fyrir
að hafa fengið nóg af verkefnum. Hún kom
meðal annars að gerð þáttanna Ófærð og
Brot og kvikmyndarinnar Gullregns sem
sýnd er um þessar mundir í bíósölum
borgarinnar.
Hanna Björg segir að tilviljun hafi ráðið
því hvernig hún hóf feril sinn í kvikmynda-
gerð. „Ég var í listfræði í Háskólanum, sem
átti ekki alveg nógu vel við mig því ég er
meira fyrir verklegar greinar. Áður hafði ég
verið á myndlistarbraut í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti og í Ljósmyndaskólanum
hjá Sissu. Ég sótti um að smyrja samlokur
í sjónvarpsþáttaröðinni Ríkinu sem Saga
Film framleiddi og fann strax að þetta var
það sem ég hefði eiginlega alltaf verið að
leita að. Síðan var ekki aftur snúið.“
Erfið en gefandi ár
Eftir að hafa starfað við framleiðslu á Ís-
landi í þrjú ár ákvað Hanna Björg að flytja til
Noregs. Eftir þrjú ár þar í landi sótti hún um
nám í kvikmyndaskóla í Ósló, Westerdals
Oslo ACT, en þá taldi hún sig hafa náð bæri-
legum tökum á tungumálinu.
„Námið gekk ótrúlega vel þótt ég hafi
í raun breytt um stefnu í náminu frá því
sem upphaflega planið var. Kennararnir
mínir hvöttu mig sérstaklega til að sækja
um leikstjórn sem var umsetnasta deildin
í skólanum. Ég varð eiginlega mjög hissa
en glöð þegar ég komst inn. Þetta var ótrú-
lega skemmtilegt. Námið var allt á norsku
og þar af leiðandi þurfti ég að skrifa hand-
rit á norsku og BA-ritgerðina mína. Þetta
voru mjög erfið þrjú ár en ótrúlega gefandi,
kannski ekki síst vegna þess að ég fór í nám-
ið með son minn, sem þá var tveggja ára,
og við vorum ekki með neitt tengslanet úti,
þannig séð.“
Minna pláss til að vera öðruvísi
Stuttmyndin Behind Closed Curtains segir
frá þremur karakterum sem allir kljást við
tilvistarkreppu, hver á sinn hátt. Áhorf-
endur fylgjast svo með þeim vinna á ólík-
an hátt úr sínum málum. Hanna Björg seg-
ir söguna í grunninn fjalla um það að skera
sig úr fjöldanum og í beinu framhaldi
snertir hún á málefnum samkynhneigðra
og cross-dressing.
„Mig langaði að fjalla um eitthvað sem
snerti mig og ég gæti sjálf fundið mig í.
Þá á ég ekki við samkynhneigð eða cross-
dressing heldur þá tilfinningu að finnast
maður ekki vera hluti af heildinni og að
maður skeri sig úr fjöldanum. Við Ís-
lendingar erum komnir svo miklu lengra
en Norðmenn í alls kyns réttindabaráttu
og vitundarvakningu meðal almennings.
Mér fannst að þar væri minna pláss til að
vera öðruvísi en almenni bolurinn og fólk
sem skar sig úr mætti öðruvísi viðmóti en
aðrir, þótt það væri auðvitað á afskaplega
kurteisan hátt eins og Norðmanna er von
og vísa. Ekki það, að það er margt betra hjá
þeim en okkur en þetta stakk mig aðeins,
líklega því ég var annar tveggja útlendinga
í skólanum, en þar var einnig sýrlensk
kona, flóttamaður, og við tengdum einna
best við hvor aðra.
Ég vann mjög mikla heimildavinnu
á meðan ég vann að handritinu. Talaði
við samtök sem hjálpa fólki í krísu vegna
kynhneigðar, kynleiðréttingar og cross-
dressing. Ég tók einkaviðtöl við mörg sem
fóru enn leynt og sögðu mér hryllilega sög-
ur af því sem þau höfðu lent í aðeins vegna
þess hver þau voru og gátu ekki falið eða
vildu ekki. Þetta var ekki aðeins fólk komið
á um miðjan eða efri aldur heldur allt niður
í átján ára unglinga. Árið 2017! Mér fannst
mikilvægt að reyna að koma að hversu fjöl-
þættar hliðar tilvistarkrísa getur haft – jafn-
vel þótt hún geti birst á fjölmargan hátt
annan en í sambandi við kynhneigð. Og að
hún geti reynst banvæn. Vegna mótstöðu
og vanþekkingar annarra.“
Aukið sjálfstraust
Myndin vann sem fyrr segir til verðlauna í
Brasilíu, á stuttmyndakeppninni Highlight
of the Festival, og í Bandaríkjunum, á Best
Short á 21 Island Festival í New York. Hún
hefur jafnframt komist inn á hátíðir bæði í
Noregi, Spáni, Barbados, Íslandi, Indlandi
og Kína.
Hvaða merkingu hafa verðlaun sem
þessi fyrir listamenn eins og þig?
„Gríðarlega mikil. Þetta er hvatning. Að
finna að það sem maður er að gera hafi
áhrif á aðra og eigi sér einhvern stað. Það
er auðvelt að týna sér í sköpunarferli sem
þessu þar sem maður fer allan hringinn og
að því kemur að manni finnst maður vera
alveg vonlaus með vandræðalega mikið
drasl í höndunum. Þegar maður hlýtur
svona verðlaun þá eykur það óneitanlega
sjálfstraustið til að halda áfram. Núna er ég
sem dæmi að vinna við mynd eftir Tinnu
Hrafnsdóttur sem heitir Skjálfti og byggir á
skálsögu Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta.
Þar er ég annar aðstoðarleikstjóri og vinn
með stórkostlegu tökuliði, valin mann-
eskja í hverju horni. Tinna er með magn-
aða sýn á söguna og svo skapandi að það
er gjöfult að vinna með henni. Hún verður
sterkur leikstjóri í framtíðinni. Samhliða
því reyni ég að skrifa sjálf þegar færi gefst
og næsti draumur er auðvitað að gera
mynd í fullri lengd.
Kvikmyndagerð er nefnilega vaxandi
atvinnugrein á Íslandi, við skulum ekki
gleyma því, sem kemur með mikla peninga
í ríkiskassann bæði innanlands og að utan.
Við verðum að gæta þess að rækta þessa
sköpun og alls ekki að kæfa hana. Það er
hægt að gera með því að hækka frekar en
lækka endurgreiðsluna í greinni eins og
nú stendur til að gera. Þetta skilar sér svo
margfalt út í atvinnulífið, húsnæðismark-
aðinn, og alls konar iðnað og þjónustu. En
ekki síst menningu. Við eigum orðið svaka-
legan fjölda hæfileikamikils fólks sem mun
stuðla að því að gera okkur enn betri í
þessari listsköpun og styrkja samfélagssýn.
Þetta verður að rækta enn frekar.“ n
OnePortal r
vefgátt sem gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjónustu allan ólahringinn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er lausn em
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem auðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem eru í gangi á hverjum tíma.
Stjórnen ur afa yrsý yr gang mála
innan fyrirtækisins og notendur
geta á einfaldan máta sótt
lista yr þau mál sem þeir
bera ábyrgð á.
Vilt þú ko
skjalamálun m
í lag?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Records
Mála- og skjalakerfi
Self-S vice
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
Tilvistarkreppa í öllum sínum myndum
n Verðlaunaganga Hönnu Bjargar með stuttmyndina Behind Closed Curtains
n Tilvistarkreppa getur verið banvæn
„Ég tók einkaviðtöl við mörg sem
fóru enn leynt og sögðu mér hrylli-
legar sögur af því sem þau höfðu lent í
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is
M
Y
N
D
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N