Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 36
36 MATUR 31. janúar 2020
Umdeildasta matartrend ársins
n Eftirrétturinn sem skiptir fólki í fylkingar
n Verður það heitasta á þessu ári, eftir nokkur ár undir radarnum
M
atarsérfræðingar hafa kveðið upp sinn dóm um hverjir helstu
straumar og stefnur í mat verða á árinu. Það vekur athygli að
eitt af því sem spáð er mikilli velgengni er eftirréttarhummus,
en hefðbundinn hummus er kjúklingabaunamauk sem saman
stendur vanalega af kjúklingabaunum, tahini, hvítlauk, sítrónusafa,
ólífuolíu og salti. Maukið er afar vinsælt í Mið-Austurlöndum og borð-
að með ýmsum mat. Því reka eflaust margir upp stór augu yfir eftirrétt-
arhummus, en það eina sem það á sameiginlegt með forrennara sínum
eru kjúklingabaunirnar.
Heimurinn heyrði fyrst um eftirréttahummus í raunveruleika-
þættinum Shark Tank, þar sem frumkvöðlar keppast um fjárfestingu
auðjöfra. Í þættinum fengu stofnendur fyrirtækisins Delighted By fjár-
festingu upp á sex hundruð þúsund dollara til að framleiða eftirrétt-
arhummus í ýmsum bragðtegundum. Síðan þá hafa önnur fyrirtæki
vestanhafs hafið framleiðslu á réttinum. Þetta hummusafbrigði hefur
hins vegar ekki náð heimsfrægð enn og er því spáð að árið 2020 verði
ár þessa undarlega eftirréttar.
Undarlegt er einmitt orð sem margir hafa um eftirréttarhummus.
Ógeðslegt, viðbjóður og asnalegt eru önnur lýsingarorð sem hafa fall-
ið um réttinn. Hins vegar eru einnig margir sem eru komnir á bragð-
ið, telja þetta merkilegustu mataruppfinningu nútímans og líkja eftir-
réttinum við eiturlyf.
Það er leikur einn að búa til eftirréttarhummus heima fyrir og borða
það með ávöxtum, snakki eða kexi, svo fátt eitt sé nefnt. Hér eru nokkr-
ar hugmyndir að þessu einkennilega fyrirbrigði.
n 425 g kjúklingabaunir
án safa
n 3 frosnir bananar
n 2–3 msk. próteinduft
n 2–4 msk. möndlumjólk
n 1 tsk. vanilludropar
n 1–2 msk. kókossykur
eða annað sætuefni
Setjið allt í blandara og
blandið þar til maukið er
silkimjúkt og kekkjalaust.
Fallegt Mjög girnilegt
hummus.
n 425 g kjúklingabaunir án
safa (skolaðar)
n ¼ bolli hveiti (bakað í ofni
við 175°C í 5 mínútur)
n 2 msk. sykur
n 1 msk. hlynsíróp
n 1 msk. vanilludropar
n ¼ tsk. lyftiduft
n 1/8 tsk. salt
n 1–2 msk. mjólk
n kökuskraut
Setjið öll hráefni í blandara eða
matvinnsluvél, nema mjólk-
ina. Maukið í um mínútu og
bætið mjólkinni varlega saman
við þar til réttri þykkt er náð.
Smakkið til og skreytið með
kökuskrauti.
Gott með ávöxtum Smáköku-
hummus er eins og kaka.
n 370 g kjúklingabaunir án
safa
n 60–80 ml kókosmjólk
n 50 g hrásykur
n 2 msk. tahini (eða möndlu-
smjör)
n 1 msk. vanilludropar
n 2½ tsk. kanill
n ¾ tsk. salt
n 100 g kókossykur
n ¼ tsk. cream of tartar (má
sleppa)
Skolið kjúklingabaunirnar vel.
Setjið þær í matvinnsluvél eða
blandara ásamt öllum hinum
hráefnunum. Byrjið samt á að
setja bara smá af kókosmjólk
og bætið henni varlega saman
við til að ná réttri þykkt. Blandið
þar til maukið er kekkjalaust
og best er að setja það í ísskáp
í hálftíma áður en það er bor-
ið fram.
n 425 g kjúklingabaunir án
safa
n 1 msk. hnetusmjör
n 3 msk. ólífuolía
n ½ bolli kakó
n ½ bolli kókossykur
n 1 tsk. instantkaffi
n 1 tsk. vanilludropar
n ½ tsk. salt
n 2–4 msk. vatn
Setjið allt nema vatnið í mat-
vinnsluvél eða blandara og
blandið vel. Bætið vatninu
varlega saman við þar til rétt
þykkt næst.
Banana-
hummus
Súkkulaði-
hummus
MYND: A VIRTUAL VEGAN
KökudeigshummusSmákökuhummus
MYND: BITTER SWEET BLOG
Fallegt Mjög girnilegt hummus.
Súkkulaðihummus Næstum því
eins og súkkulaðikaka.
MYND: MY FREE YOGA
Margir
möguleikar
Hægt er að
skreyta banana-
hummus með
ýmsu.
Gott með
ávöxtum
Smáköku-
hummus er
eins og kaka.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is