Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 27
FÓKUS 2731. janúar 2020 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár n Ekki láta afskrifa þig strax n Láttu djammmyndir og sjálfur eiga sig Þ egar sótt er um starf þá þarf í flestum, ef ekki öllum, tilvikum að láta ferilskrá fylgja umsókninni. Feril- skráin er stutt kynning á þér og hvað þú hefur fram að bjóða. Léleg ferilskrá og illa unnin getur gert að verkum að vinnuveitandi afskrifi þig strax á meðan góð ferilskrá getur aukið líkur á að þér verði boðið í atvinnu- viðtal. Hér eru nokkur hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár. 1 Passaðu lengdinaÞað er ágætis viðmiðunarregla að hafa ferilskrána ekki lengri en 1–2 blaðsíður. Hafðu upplýsingarnar hnit- miðaðar og forðastu of ítarlegan og langdreginn texta. Uppfærðu ferilskrána þína eftir þörfum og gættu þess að laga hana að því starfi sem þú sækir um í hvert sinn. Með því að laga hana að hverri umsókn fyrir sig þá geturðu haldið textanum í skefjum með því að leggja áherslu á það sem skiptir máli fyrir starfið sem sótt er um, en sleppt eða aðeins komið lítillega inn á þau atriði, til að mynda varð- andi menntun og starfsreynslu, sem bersýnilega hafa enga þýðingu fyrir starfið. 2 Íhugaðu að fá þriðja aðila til að lesa yfirÞað skiptir miklu máli að vanda málfar og stafsetn-ingu í ferilskránni. Því getur það verið vel þessi virði að fá þriðja aðila til að lesa hana yfir, því betur sjá augu en auga. Notaðu góða íslensku og formlega. 3 KynningarbréfÞær upplýsingar sem skipta máli varðandi starf sem sótt er um, sem eiga ekki heima í sjálfri ferilskránni, getur þú haft með í kynningarbréfi sem hefð er fyrir að senda með umsókn. Í kynningarbréfi færð þú tækifæri til að kynna persónu þína og rökstyðja hvers vegna þú sért hæfur í starfið. Kynningarbréf á ekki að vera langt, helst á bilinu 200–400 orð. Kynningarbréfið þarf að miða við það starf sem sótt er um og á að gefa þér tækifæri til að sýna fram á að þú hafir á huga á þessu tiltekna starfi og hafir grunnþekkingu á starfsemi vinnuveitandans. 4 Uppsetning og leturÞað er mikilvægt að ferilskrá sé snyrtilega uppsett og að letur sé auðlesanlegt. Það má finna beina- grindur og form fyrir ferilskrár víða á netinu og jafnvel innbyggt í Word. Gættu þess að hafa textann ekki of stór- an og ekki heldur of lítinn. Farðu sparlega með áherslu- letur á borð við skáletrun og feitletrun. Gott er að miða við 12 punkta letur og algengar leturgerðir eru til að mynda Times New Roman, Helvetica, Calibri og Cambria. Letur á borð við Comic sans á ekki heima í ferilskrá. 5 Á að hafa mynd?Erlendis er ekki hefð fyrir því að láta mynd fylgja fer-ilskránni. Hins vegar virðist vera hefð fyrir því hér á landi. Ef þú ákveður að hafa mynd á ferilskránni þá getur margborgað sig að skella sér á ljósmyndastofu og fá vand- aða passamynd. Láttu að minnsta kosti djammmyndir og sjálfur eiga sig. 6 StarfsferillEf þú ert með viðamikla starfsreynslu þá tilgrein-ir þú hana á undan menntun á ferilskránni. Hins vegar þarftu ekki að gera grein fyrir hverju og einasta starfi sem þú hefur gegnt á lífsleiðinni. Barnapössun á unglings- aldri og unglingavinnan eiga ekki heima á ferilskrá hjá manneskju á fertugsaldri en ættu hins vegar heima á fer- ilskrá hjá ungmenni. Greindu helst frá þeim störfum sem þú hefur gegnt síðustu 10–15 árin. Við hvert starf er gott að taka fram hvaða ábyrgð þú barst í starfi eða hvernig verk- efnum þú sinntir, sérstaklega ef það gæti skipt máli varð- andi það starf sem þú ert að sækja um. Gættu þess þó líkt og áður að hafa textann hnitmiðaðan. 7 MenntunEndilega taktu fram ef þú skaraðir fram úr í náminu, svo sem með því að tilgreina verðlaun sem þú hefur hlotið eða einkunnir. 8 UmsagnaraðilarÞað er mikilvægt að hafa meðmæli þegar sótt er um starf. Gætu þess þó að þeir einstaklingar sem þú til- greinir séu samþykkir því að veita meðmæli og séu ekki að fara að vinna gegn þér. Meðmælabréf tíðkast að einhverju leyti á Íslandi en þó er ekki rík hefð fyrir þeim. n 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.