Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 31
PRESSAN 3131. janúar 2020
Á
ratugum saman var Dimitris Kou-
fodinas eftirlýstur af yfirvöldum en
hann var einn alræmdasti hryðju-
verkamaður Grikklands. Hann af-
plánar nú fjölda lífstíðardóma fyrir 11 morð
og hefur setið í fangelsi í um 18 ár. En þrátt
fyrir að hafa setið svona lengi í fangelsi
er hann ekki gleymdur og vekur hræðslu
meðal sumra og nýtur stuðnings annarra.
Ungir stjórnleysingjar dá hann og dýrka en
samtímis eru yfirvöld húðskömmuð fyrir
að láta hann njóta sérmeðferðar í fangelsi,
sagt er að hann sé einhvers konar „lúxus-
fangi“.
Koufodinas, sem nú er 61 árs, var einn
af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna 17.
nóvember (N17) sem störfuðu í rúma þrjá
áratugi og skildu eftir sig slóða dauða og
ótta. Ungir Grikkir, sem eru langt til vinstri
í stjórnmálum, hafa margoft sýnt stuðning
sinn við Koufodinas, meðal annars með
því að efna til mótmæla og krefjast aukinna
réttinda til handa honum. Síðast létu þeir
að sér kveða í október á síðasta ári þegar
fréttist að Koufodinas hefði verið neitað
um að fá dagsleyfi úr fangelsi.
„Samstaða með pólitískum föngum er
órjúfanlegur hluti af baráttu okkar gegn
ríkisvaldinu og ríkisstuddum hryðjuverk-
um,“ sagði í yfirlýsingu frá stuðningsmönn-
um þessa nánast dulúðuga hryðjuverka-
manns. Koufodinas er ein helsta fyrirmynd
öfgafyllstu hópanna á vinstri væng stjórn-
málanna.
Líkt við ítalska og þýska
hryðjuverkahópa
N17 var og er oft líkt við ítalska og þýska
hryðjuverkahópa, til dæmis Rauðu her-
deildirnar. Á árunum 1975 til 2002 stóðu
N17 fyrir fjölda hryðjuverka í Grikk-
landi eða um 100 talsins. Um var að ræða
sprengju- og skotárásir. Þær beindust
gegn ríkisvaldinu en breskir, tyrkneskir og
bandarískir stjórnarerindrekar létu einnig
lífið í árásunum. Í heildina létust 23 í árás-
unum.
Koufodinas var handtekinn 2002 ásamt
öðrum leiðtogum samtakanna. Ári síðar
var hann dæmdur í margfalt lífstíðarfang-
elsi fyrir 11 morð. Fyrir tæpum tveimur
árum var hann fluttur úr stærsta og ör-
uggasta fangelsi landsins í Aþenu í minna
fangelsi. Ástæðan var fyrirmyndarhegðun
hans. Á undanförnum tólf mánuðum hef-
ur hann sex sinnum fengið dagsleyfi úr
fangelsi. Síðustu þremur umsóknum hans
um dagsleyfi, sem hann sendi fyrir jól, var
hins vegar hafnað.
Leyniþjónustan hafði árum saman
reynt að komast á slóð N17 en án ár-
angurs þar til 2002. Þá tókst það loks og
allir helstu leiðtogar samtakanna náðust.
Fyrsta árás samtakanna var gerð í
Aþenu 1975 þegar þau drápu yfirmann
skrifstofu bandarísku leyniþjónustunn-
ar CIA í borginni. Síðasta stóra árásin
var gerð 2000 þegar breskur hernaðar-
sérfræðingur var skotinn til bana. Grískir
kaupsýslumenn, stjórnmálamenn og
bókaútgefendur voru einnig meðal skot-
marka samtakanna.
Forréttindafangi
Koufodinas var aðgerðastjóri N17 og sá
því oft sjálfur um að taka í gikkinn. Hann
þótti einstaklega fimur í meðhöndlun
skotvopna og fékk því viðurnefnið „Eitur-
höndin“. Hann hefur háð margar glímur
við gríska réttarkerfið og oft skapast heit-
ar umræður í fjölmiðlum landsins vegna
þess. Yfirvöld hafa margoft verið gagn-
rýnd fyrir að meðhöndla hann sem
„lúxus fanga“ og „VIP-fanga“. Hæst risu
þessar bylgjur sumarið 2018 þegar Kou-
fodinas var fluttur úr stærsta og öruggasta
fangelsi Aþenu í lítið fangelsi úti á landi
þar sem öryggið og gæslan eru ekki jafn
mikil. Ástæðan var sú að hann hafði sýnt
af sér fyrirmyndarhegðun í fangelsinu.
Þetta vakti mikla reiði Grikkja, sem sumir
höfðu misst ættingja og vini í hryðjuverk-
um N17, og þeir litu á þetta sem ögrun.
Einnig gagnrýndu bandarísk, bresk og
tyrknesk stjórnvöld þessa ákvörðun.
„Hann myrti 11 manns, þar á meðal
Bandaríkjamenn, og er fyrirmynd næstu
kynslóðar hryðjuverkamanna. Við for-
dæmum harðlega að hann fái dagsleyfi
úr fangelsi og öll vægari form fangelsis-
vistar,“ sagði talskona bandaríska utanrík-
isráðuneytisins við þetta tækifæri.
Rouvikonas
Koufodinas er sagður vera í hávegum
hafður hjá hópi sem nefnist Rouvikonas
en hópurinn hefur margoft á undanförn-
um árum sýnt stuðning sinn við Koufod-
inas. Hópurinn er talinn einn sá öfgafyllsti
af hópum stjórnleysingja. Hann er sagður
njóta stuðnings margra háskólastúdenta
en hópurinn reynir að afla sér nýrra liðs-
manna í háskólum landsins. Þetta vekur
áhyggjur hjá mörgum.
Hópurinn er meðal annars þekktur fyrir
innbrot á skrifstofur stjórnmálamanna
og í sendiráð. Tæki og innanstokksmun-
ir hafa verið eyðilagðir og hatursorð mál-
uð á veggi. Fyrir tveimur árum reyndu fé-
lagar hópsins að ráðast inn í ráðuneyti
til að sýna stuðning sinn við Koufodinas
eftir að honum var enn einu sinni neitað
um dagsleyfi úr fangelsi og hafði þá hafið
hungurverkfall.
Koufodinas hefur aldrei sagt að hann
iðrist þess sem hann gerði, en hefur sagt
að hann taki „pólitíska ábyrgð“ á verkum
sínum. n
n Einn alræmdasti hryðjuverkamaður Grikklands n Vekur enn hræðslu margra
Gríska „Eiturhöndin“ lætur enn
á sér kræla eftir 18 ár í fangelsi
Mörg líf á samviskunni Koufodinas var
einn af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna 17.
nóvember (N17) „Hann myrti 11
manns, þar á
meðal Bandaríkja-
menn, og er fyrirmynd
næstu kynslóðar
hryðjuverkamanna.