Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 45
FÓKUS 4531. janúar 2020
stúdíóinu, en þá stoppaði hljóðmaðurinn
mig af og sagði: „It’s ok, I cried too, every
body cries when they see this“.“
Felur sig ekki á bak við gardínu
Upplifir þú þig sem þekkt andlit?
„Ég upplifi aldrei þessa tilfinningu að ég
sé fræg, eins og ég ímynda mér að fólk sem
vinnur ekki sambærilega vinnu sem felur í
sér að vera áberandi á stórum skala hlýtur
að upplifa. Ég er alltaf bara ég og það breyt
ir því ekkert. Bruce Lee sagði einhvern
tímann í viðtali þegar hann var spurður
að þessu sama að það að vera stjarna eða
vera kallaður stjarna væri bara hilling, tál
sýn, blekking, það væri ekkert slíkt til. Ég
finn að sjálfsögðu fyrir því að fólk þekk
ir andlitið á mér og sumum finnst jafnvel
sem þau þekki mig, sem mér finnst ekk
ert að í sjálfu sér. Ég hef gaman af fólki og
hef gaman af mannlegum samskiptum, en
ég hef enga þörf fyrir að vera „idoliseruð“
enda er það bara hégómi sem ég kann al
veg sérstaklega illa við. Ég tek takmarkað
inn á mig, hvort sem það er neikvætt eða
jákvætt. Ég er og verð alltaf bara það sem
ég er og á þeim stað sem ég er, það er það
sem gerist innra með manni sem skiptir
mann mestu máli og ég held að allir geti
verið sammála því. Mér líður oftast óþægi
lega þegar verið er að hylla mig, frumsýn
ingar og annað. Mér finnst meira gaman að
skapa eitthvað sem ég er stolt af, ég flýt svo
bara í gegnum svona hátíðarhöld, brosi,
er kurteis og reyni að vera ég sjálf en ekki
fela mig bak við gardínu. Ef ég er með að
gerðarplan og tel verkefnið hafa tilgang og
erindi fæ ég alltaf adrenalín svo best megi
heppnast og að ég skili mínu til áhorfenda
hvort sem það er að leika eða syngja, en þá
er fókusinn á verkefninu sjálfu en ekki mér.
Ég krullast hins vegar alveg upp í tánum og
fæ í magann af meðvirkni ef ég á að ganga
um rauða dregla og veifa til fólks, það er
bara vandræðalegt.“
Hef aldrei verið með tékklista eða
aðgerðaráætlun
Finnst þér þú ferilslega fullnægð?
„Ég hef vissulega þörf fyrir að skapa eitt
hvað sem skemmtir mér og öðrum, það
kveikir í mér. Þegar maður svo lítur til baka
sér maður veginn, en þá er það vegur sem
maður er búinn að ganga. Ég geng þetta
líf til að sjá meira og helst að njóta þeirrar
stundar og fólksins sem ég er stödd með á
þeim tíma. Það er vissulega oftar hægara
sagt en gert, en það er markmiðið. Fram
tíðin er óskrifað blað og ég er vön að gera
það sem mér þykir skemmtilegt, ég vona að
ég haldi því áfram á þessari göngu minni.
Ég er kaos í sjálfri mér og stundum líður
mér eins og ég sé ekki beint að stjórna sjálf,
heldur sé með stillt á „autopilot“ með inn
sæið sem kompás. Svo verður endalaust
af fólki og hugmyndum á vegi manns sem
maður hefur hugrekki til að hlusta á og
fylgja. Ég hef aldrei verið með neinn tékk
lista eða aðgerðaráætlun, ef mig langar að
syngja, geri ég það, ef mig langar að koma
einhverju á framfæri geri ég það. Ef mig
langar að leika, þá bara geri ég það líka, en
fæst af þessu gerir maður einn síns liðs. Ég
hef verið svo lánsöm að hafa hitt fólk sem
veitir mér innblástur og mig langar að eyða
tíma með og búa til eitthvað skemmtilegt
og spennandi. Annars á ég mér ævilangan
draum, það er að vera hamingjusöm. Allt
sem ég geri miðar að því.“
Einræðisherrann sá eini sem fær að
syngja
Ágústa á tvö börn, þau Þorleif Óðin og
Rebekku, en þau fylgdu móður sinni eftir
meðan á upptökum Beforeingers stóð,
bæði í Noregi og Litháen. Hún segir fram
leiðendur þáttanna strax hafa gert sér grein
fyrir því að þeir væru að ráða fjölskyldu í
verkefnið en ekki einstakling.
„Börn manns eru mikilvægasti hlekk
urinn fyrir innihaldsríkt líf, ástin, kærleik
urinn og tilgangurinn sem er innprentaður
í okkur til að halda keðjunni. Að því sögðu
er ég líka mikilvæg fyrir þau, til að fram
fleyta þeim á minn besta máta. Ég þarf að
vera til staðar fyrir þau en líka fyrir sjálfan
mig. Ef ég er ekki í lagi þá skortir ekki bara
mig eitthvað heldur þau líka. Þau munu
alltaf vera númer eitt, fram yfir vinnu og
annað, en þau þurfa mest á mér að halda
í góðu standi, því þá gef ég þeim mest af
því sem þau raunverulega þurfa. Ég var svo
heppin að hafa Davíð Illugason og Bryn
dísi, sem börnin mín elska og dá, með mér
úti sem aupair. Elínborg og Guðný vin
konur mínar flugu með mér út í prufurn
ar og Sveinn bróðir, Helga konan hans og
mamma voru með mér á æfingaferlinu og
önnuðust börnin mín, skemmtu þeim og
menntuðu þegar ég var vant við látin. Þetta
var því ekki síður auðgandi fyrir þau og allt
miðað við þeirra þarfir. Við fengum bíl og
íbúð og alla þá þjónustu. Framleiðendurn
ir gerðu sér fulla grein fyrir að þeir væru
að ráða fjölskyldu í vinnu en ekki bara mig
eina. Annars hefði ég slaufað þessu verk
efni.“
Það er óhætt að segja að Ágústa höfði
mikið til barna enda blés hún ógleyman
lega lífi í Línu langsokk samhliða því að
syngja eitt lífseigasta lag allra teiknimynda,
Þetta er nóg. Hún segir börnin sín lítið
kippa sér upp við frægðarsól móður sinnar
enda séu þau alin upp í samfélagi þar sem
ekki er farið í manngreinarálit.
„Þau vita að þetta er vinnan mín og
finnst það bara fínn díll. Ég fæ fleiri frídaga
en aðrir foreldar og get unnið mikið heima,
við erum þakklát fyrir það. Þeim finnst ég
bara vera venjuleg mamma og fólk starfar
við ólík störf, en ekkert starf er merkilegra
en annað. Ef þau heyra mig syngja í út
varpinu þá er það bara stuð, en ég er frekar
pirrandi ef ég er að syngja heima, þar má
bara ein manneskja syngja og það er litli
einræðisherrann, dóttir mín.“
Mun aldrei upplifa neitt þessu líkt
Næsta verkefni Ágústu byggir einmitt
á sönghæfileikum hennar en þann 14.
febrúar mun hún efna til minningartón
leika tileinkaða söngvaranum Prince sem
haldnir verða á Hard Rock Café.
„Mig langaði að syngja eitthvað öðru
vísi, eitthvað sem kveikir í mér og veitir
innblástur. Mig langaði líka að spila með
Ómari Guðjóns, vini mínum, en við höf
um spilað mikið saman síðustu tíu ár. Val
entínusardagurinn var í sjónmáli og þá
dúkkaði Prince upp í hugann. Vissulega
verðugt verkefni enda maðurinn með
breiðasta raddsvið sem hugsast getur,
söng mikið í falsettu og samdi tónlist fyrir
aðra söngvara einkum konur. Ég sá fyrir
mér að með réttri nálgun og rétta fólkið
mér við hlið gæti ég púllað þetta. Prince
var ekki mikið í norminu, hann blandaði
saman fjöldanum öllum af ólíkum tónlist
arstefnum, notaði óhefðbundna hljóma
samsetningu og fór óhefðbundnar leið
ir í listsköpun sinni og framkomu sem og
klæðaburði. Inntak tónlistarinnar var oft
ar en ekki andlegt og líkamlegt ástarsam
band.
Árið 2007 fór ég á fyrstu tónleikana
með honum og stóð í um það bil 100
metra fjarlægð frá honum þar sem hann
söng öll frægustu lögin sín og svo óheyrt
efni inni á milli. Það var þá sem ég féll
fyrir honum, líkt og ég hefði hitt Jesú Krist
í holdi og blóði. Upplifunin var úr þessum
heimi, algjörlega óskiljanleg. Ég veit að ég
mun aldrei upplifa annað þessu líkt það
sem ég á eftir ólifað. Ég sé fyrir mér að fólk
komi í hópum, einstæðir og pör í bland,
fái sér eitthvað gott í kroppinn og njóti
ástarinnar og fái jafnvel smá innblástur
og upplyftingu, höldum upp á ástina, er
nokkuð betra en einmitt það?“ n
Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is
LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS