Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 12
12 31. janúar 2020FRÉTTIR P aul Ragnar Smith varð fyrir líkams­ árás fyrir utan heimili sitt árið 2012, þá 71 árs gamall. Hann kveðst hafa þjáðst af miklum líkamlegum kvöl­ um í kjölfarið og ekki hlotið bót meina sinna. Hann kærði árásina til lögreglu en málið var fellt niður. Árásarmaður­ inn, Guðmundur Freyr Magnússon, var á dögunum handtekinn í Torrevieja á Spáni vegna gruns um að hafa orðið sambýlis­ manni móður sinnar að bana. „Ógnandi, skuggalegur og hræðilegur“ Paul Ragnar og eiginkona hans, Darlene Smith, búa í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Guð­ mundur Freyr bjó í húsinu um nokkurt skeið. Paul segir árásina hafa átt sér stað í janúar 2012, einungis nokkrum dögum áður en tvíburar þeirra hjóna komu í heiminn. Paul segir að þeim hjónum, og öðrum íbúum í húsinu, hafi staðið mikil ógn af Guð­ mundi. „Framkoma hans var þannig að ég vissi aldrei hvort hann myndi drepa mig eða ekki þegar ég mætti honum. Hann var búinn að hræða konuna mína margsinnis, hún var svo óróleg og hrædd að það varð til þess að hún missti fóstur. Hann var alltaf svo ógn­ andi, skuggalegur og hræðilegur. Hún var stöðugt að mæta honum í kjallaranum þegar hún fór þangað með þvottinn, og hún var skelfingu lostin. Nánast í hvert einasta skipti sem ég sá hann var hann gjörsamlega út úr heiminum af eiturlyfjaneyslu. Hann var alltaf á einhverju. Hann bjó þarna með fleira fólki af sama sauðahúsi, þetta var misindisfólk. Ég sá um ruslið fyrir minn stigagang, rusla­ geymslan var alltaf öll út í nálum.“ Paul segir að þeim hjónum, og öðrum íbúum í húsinu, hafi staðið mikil ógn af Guð­ mundi Frey. Mynd: Eyþór Árnason. Paul segir að á sínum tíma hafi þau hjón­ in ákveðið að fjárfesta í afar vandaðri AEG­ ­þvottavél og setti það stórt skarð í heimilis­ bókahaldið enda voru þau bæði tekjulág. „Við þurftum að geyma þvottavélina í kjall­ aranum því ekki var pláss fyrir hana í íbúð­ inni. Einn daginn var vélin horfin.“ Nokkru síðar ræddi Paul við annan íbúa í húsinu sem kvaðst hafa staðið úti á svöl­ um og horft á Guðmund Frey bera þvotta­ vélina út. „Þeir áttu í einhverjum útistöðum og Guðmundur öskraði víst á hann og spurði hvort hann hefði ekki séð menn flytja þvottavél áður. Ég tilkynnti þjófnaðinn til lögreglunnar en það var ekkert gert, þeir töluðu aldrei við hann. Þetta var gríðarlega mikill missir fyrir okkur, enda vorum við að berjast í bökkum.“ Paul segir að undir lokin hafi þau hjónin ekki séð sér annað fært en að flytja, og settu þau íbúðina sína á sölu. „Við vorum hreinlega að flýja þetta ástand.“ Missti meðvitund við höggið Að sögn Pauls átti árásin sér stað í janúar 2012. „Ég var að koma heim eftir að hafa far­ ið í matvörubúð. Ég opnaði skottið á bílnum og var að taka út pokana þegar ég sá hann koma út úr húsinu, hann var alveg greinilega undir einhverjum áhrifum. Hann skjögraði rakleitt í áttina til mín og öskraði á mig, eitthvað um að ég hefði verið að nota kon­ una mína sem þræl og að ég hefði verið að láta hana vinna fyrir mig, sem var auðvitað bara haugalygi. Hann réðst á mig og ég fékk svakalegt högg á gagnaugað. Höggið var það mikið að ég missti meðvitund. Hann var eins og naut í laginu, líklega eftir allar þessar lyft­ ingar á Hrauninu. Hann var eitt stórt vöðva­ fjall. Ég var ekkert nema gamall og veikur maður, ég átti ekki möguleika á að verjast honum.“ Paul segir vitni hafa verið að árásinni. Eitt þeirra hafi síðar lýst því fyrir honum að Guð­ mundur Freyr hefði því næst sparkað í síðuna á honum og bakið af öllu afli, margsinnis. „Hann sparkaði í mig aftur og aftur og aft­ ur, áður en hann flúði út í bíl og keyrði í burtu. Þarna var búið að svipta hann ökuréttindum til lífstíðar. Mér skilst að hann hafi síðan öskr­ að: „Ég drep þig næst þegar ég sé þig!““ Paul gagnrýnir vinnubrögð lögreglu í mál­ inu og segist hafa mætt algjöru áhugaleysi. Mynd: Eyþór Árnason Paul segir eitt vitnanna hafa hringt á lögreglu sem kom stuttu síðar, þegar Guðmundur Freyr var horfinn. „Þá var ég að vakna úr rotinu. Ég var skelfingu lostinn og ég gat tæplega staðið, verkirnir voru svo mikl­ ir. Það var eins og þeir hefðu ekki minnsta áhuga á þessu.“ Paul segist hafa nefnt nafn árásarmanns­ ins við lögreglumennina og bent þeim á að viðkomandi væri „landsfrægur stórglæpa­ maður“ sem fyrir ekki svo löngu hefði kveikt í húsi og næstum valdið dauða fólks. Það virtist ekki hafa haft nein áhrif. „Lögreglu­ mennirnir, þeir stungu eitthvað saman nefj­ um og svo fóru þeir bara og ég heyrði ekkert meira í þeim,“ segir Paul. „Ég hef glímt við kvalir út af þessu í mörg ár. Nokkrum dögum eftir þetta eignaðist konan mín tvíburana okkar, ég var uppi á fæðingardeild og gat varla staðið fyrir verkj­ um. Ég er ekki ennþá búinn að jafna mig, ég er ekki ennþá búin að vinna úr þessa. Ég er ekki maður sem þolir svona.“ Gafst upp á endanum Guðmundur segist hafa kært árásina til lög­ reglu á sínum tíma. „Ég fór og gaf skýrslu og beið svo í marga mánuði en ekkert gerðist. Loks hringdi ég nokkrum sinnum á skrifstofu lögreglustjóra og fékk þau svör að það ætti að „athuga mál­ ið.“ Svo var mér sagt að ég myndi fá sent bréf með niðurstöðu. Loks fékk ég sent heim til mín bréf þar sem stóð að lögreglustjóraemb­ ættið hefði fellt niður málið, án frekari skýr­ inga. Mér var sagt að ég gæti fengið mér lög­ mann og mótmælt þessari ákvörðun. En ég átti bara ekki krónu og ég hafði engan veginn efni á að borga lögmanni. Ég vissi að ég ætti enga möguleika og ég gafst upp þarna.“ Paul segist aldrei hafa fundið fyrir verkjum í baki fyrr en eftir árásina. Mynd: Eyþór Árna­ son Paul segir að fyrir árásina hafi hann aldrei fundið fyrir bakverkjum en eftir árásina hafi hann þurft að glíma við heiftarlega bak­ verki á hverjum degi. Hann hafi alla tíð verið nokkuð vel á sig kominn líkamlega. Hann starfaði á árum áður sem flugmaður hjá Flugfélagi Íslands og Loftleiðum og síð­ ar sem míkrófilmusérfræðingur hjá banda­ ríska sjóhernum á Keflavíkurflugvelli. Síðar varð hann yfirkerfisfræðingur hjá Landssímanum og starfaði þar til ársins 2004, en þá hætti hann alveg að vinna. „Þegar ég var að vinna hjá Landssíman­ um þá var ég stöðugt að rogast með þungar og stórar tölvur upp og niður stiga og út í bíl. Ég var mjög heilsuhraustur og það var aldrei neitt að bakinu á mér.“ Paul segist hafa gengið á milli lækna en það hafi gengið erfiðlega að finna hvað ami nákvæmlega að. „Í dag er ég hálfpart­ inn búinn að missa alla lífsgleði út af þess­ um kvölum.“ Ekkert heilagt Þann 13. janúar síðastliðinn greindu ís­ lenskir og spænskir fréttamiðlar frá því að Guðmundur Freyr hefði verið handtekinn í Torrevieja eftir að hafa ruðst inn á heimili móður sinnar og sambýlismanns hennar. Hann er grunaður um að hafa orðið sam­ býlismanni móður sinnar að bana. Meðfylgjandi myndir birtust af Guðmundi Frey á spænskum fréttamiðlum. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að til átaka hafi komið milli mannanna sem hafi lyktað með því að Guðmundur Freyr hrinti stjúpföður sínum á glugga. Samkvæmt heim­ ildum DV leikur hins vegar mikilli vafi á því að um átök hafi verið að ræða heldur hafi Guðmundur Freyr mögulega ráðist á mann­ inn sem ekki hafi haft bolmagn til að verja sig. Hlaut maðurinn skurði af glerbrotum og varð fyrir það miklum blóðmissi að hann lést. Einnig hefur komið fram í erlendum fjöl­ miðlum að stungusár hafi fundist á hinum látna sem ekki verði rakin til glerbrotanna úr rúðunni. Guðmundur Freyr á sakaferil að baki en árið 2007 var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir íkveikju í Þorlákshöfn þar sem kona og tvö börn voru hætt komin. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir um­ ferðarlaga­ og fíkniefnalagabrot. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi í Torrevieja. Paul segir það ekki hafa komið honum á óvart þegar hann las í fréttum að Guð­ mundur Freyr væri í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunaður um að ráðið stjúpföður sínum bana. „Ég vissi að þetta ætti eftir að fara svona. Ég vissi að þetta ætti eftir að enda á ein­ hvern hræðilegan hátt. Hann hafði áður rænt sjoppu og elt mann með hníf á lofti og hót­ að að drepa hann. Hann var búinn að kveikja í húsi, hann var búinn að vera tekinn á 140 kílómetra hraða á stolnum bíl, undir áhrifum eiturlyfja og með eiturlyf á sér. Yfirvöld voru greinilega bara búin að gefast upp á honum.“ Paul verður áttræður eftir nokkra daga. „Ég held að ég hafi öðlast þann þroska í líf­ inu að vita að það bætir ekki stöðuna að dvelja í biturð og reiði. Ég er svo heppinn að eiga tvö yndisleg börn og þau eru líf mitt og yndi. En það er leiðinlegt að geta ekki tek­ ið þátt í neinu með þeim af því að líkamlegt ástand leyfir það ekki.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is n Paul Ragnar varð fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu Guðmundar Freys n „Ógnandi, skuggalegur og hræðilegur“ n Segist hafa liðið vítiskvalir í kjölfarið „ÉG VISSI ALDREI HVORT HANN MYNDI DREPA MIG EÐA EKKI“ „Í dag er ég hálfpartinn búinn að missa alla lífsgleði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.