Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 16
16 31. janúar 2020FRÉTTIR væri „ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar.“ Stefán nafngreindi engan borgarfulltrúa í bréfi sínu en sagði að um fáeina borgarfull­ trúa væri að ræða. Augljóst má þó vera að í bréfinu var hann að tala um borgarfulltrúa minnihlutans en það má meðal annars lesa úr eftirfarandi setningu: „ Tilraunir annarra borgarfulltrúa, einkum innan meirihlutans en einnig úr röðum heiðarlegs stjórnmála­ fólks innan minnihlutans, til að reyna að hemja þessa skaðlegu, slæmu og fullkomlega ómaklegu hegðun hinna fáu, hafa takmark­ aðan árangur borið.“ „Mjög slæmar fréttir fyrir okkur öll“ Ætla má að með orðum sínum vísi Stefán meðal annars til Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en deilur stóðu síðasta sumar milli Mörtu og Helgu Bjarkar Laxdal, skrif­ stofustjóra borgarstjórnar, eftir að Marta sakaði starfsfólk borg­ arinnar um trúnaðarbrest. Þá kvartaði Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, í bréfi til forsætisnefndar í ágúst 2018, undan því að borgarfulltrúar hefðu farið fram með rangfær­ slur í umræðum á samfélags­ miðlum um dóm Héraðsdóms Reykja víkur, sem felldi úr gildi áminningu sem Helga Björg veitti undirmanni sínum. Ekki er ólík­ legt að þar hafi Helga Björg, sem þó nefndi engin nöfn í bréfi sínu, verið að vísa til Vigdísar Hauks­ dóttur, borgarfulltrúa Miðflokks­ ins. Stefán Eiríksson sendi þannig Vigdísi tölvupóst 10. ágúst vegna færslu sem hún birti á Facebook­ síðu sinni vegna dómsins. Þar gagnrýndi Stefán Vigdísi harðlega fyrir að hafa farið fram með rang­ færslur og brotið trúnað. „Þessi hegðun, atferli og framkoma þessara fáeinu borgar­ fulltrúa er til skammar og um leið til mikils tjóns fyrir Reykjavíkur­ borg, starfsfólk hennar og íbúa alla.“ Líklegt má telja að Stefán sé að vísa til þessara atvika í nýjasta bréfi sínu en auk þessa hefur ver­ ið mjög grunnt á hinu góða innan borgarstjórnar, milli meirihluta og minnihluta, nánast allt kjör­ tímabilið. Stefán virðist hafa fengið nóg og brýndi borgar­ starfsmenn til að taka sér stöðu gegn „tuddanum á skólalóðinni“. Vig dís Hauks dótt ir, odd viti Mið flokks ins í Reykja vík, var sam mála Kol brúnu og gagnrýni hennar á Stefán þegar ljóst var að hann yrði útvarpsstjóri. „Eru allir búnir að gleyma því að hann kall aði okkur í minni hlut anum „tudda á skóla lóð“. Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir okkur verð ég að segja – hlut leysi hvað?“. „Krabbamein á lögregluna“ Árið 2009 sendi lögreglukonan Bylgja Hrönn Baldursdóttir Stefáni tóninn í opnu bréfi sem hún sendi honum. Þar sagði hún lögreglustjórann vera á góðri leið með að missa lögreglumenn­ ina frá sér. Í bréf­ inu fullyrti Bylgja að það væru ekki laun­ in sem hafi haldið henni í starfinu í hátt á annan ára­ tug, heldur hrein og klár væntumþykja í garð vinnunnar og vinnufélaganna. Hún tók fram að áreiti utan frá væri eitthvað sem fylgdi starfinu, en áreiti innan frá væri hins vegar óþægindi, óvissa og óánægja sem virkaði eins og krabbamein á lögregluna. „Þar kemur til þinna kasta, það er þitt hlutverk að stjórna stofnuninni þannig að fólk geti starfað þar í sátt og samlyndi, þú berð ábyrgð á því sem vel er gert og líka því sem er illa gert,“ sagði Bylgja við Stefán í bréfinu. „Mér er meira virði að fá traust frá vinnufélögum mínum og þó ég sé skömmuð þá skiptir það engu máli.“ Lekamálið Lekamálið er mál sem kom upp 20. nóvember 2013 og varðaði innanríkisráðuneytið undir stjórn Hönnu Birnu Kristjáns­ dóttur. Málið náði hápunkti þann 21. nóvember 2014 þegar Hanna Birna sagði af sér ráðherraemb­ ætti eftir að Gísli Freyr Valdórs­ son, aðstoðarmaður hennar, játaði að hafa lekið trúnaðar­ upplýsingum í formi minnisblaðs um níger íska hælisleit­ andann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Lekamálið snerist í fyrstu um hver hafði lek­ ið trúnaðarupp­ lýsingunum, en ráðuneytið og ráðherra neit­ uðu í fyrstu að minnisblaðið hefði nokkurn tíman verið til í ráðu­ neytinu. Eftir að rannsókn innan ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að minnisblaðið hefði ekki ratað í fjölmiðla úr innan­ ríkisráðuneytinu fór í gang form­ leg lögreglurannsókn. Lekamálið þróaðist í nýja átt eftir að Stefán Eiríksson sagði af sér og fullyrt var þá í DV að hann hefði gert það vegna afskipta Hönnu Birnu af lögreglurannsókninni. Hanna Birna bað Stefán síðar afsökunar á sam skiptum þeirra á milli og fram göngu hennar í þeim. Í yfirlýsingu sagði hún að sam skipti hennar hefðu ekki sam­ rýmst „nægi lega“ hinni óskráðu hæf is reglu stjórn sýslu rétt ar, og við ur kenndi lýs ingu Stef­ áns á sam skiptum þeirra. „Mér er einnig ljóst að þessi sam skipti voru ekki að öllu leyti rétt mæt af mér gagn vart lög reglu stjór an um,“ sagði hún í yfirlýsingu sinni. Óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán hefur verið opinn með skoðanir sínar á hvort RÚV eigi heima á auglýsingamarkaði eður ei. „Ég held að það sé eðlilegur hluti af starfsemi öflugs fjölmið­ ils að miðla líka upplýsingum í gegnum auglýsingar og tilkynn­ ingar til almennings um þjón­ ustu af ýmsum toga. En það þarf auðvitað líka að tryggja að það séu rekstrarhæfir aðrir fjölmiðl­ ar hér í landinu, sjálfstæðir og frjálsir fjölmiðlar,“ sagði Stefán í viðtali við Reykjavík síðdegis skömmu eftir að ráðning hans var opinberuð. Spurður út í samkeppni Ríkis útvarpsins við einkaaðila á fjölmiðlamarkaði sagðist Stefán telja mikilvægt í allri fjölmiðlun að það efni sem framleitt sé nái augum og eyrum þeirra sem borga fyrir þá þjónustu, í þessu tilfelli íslenskra skattgreiðenda. „Það skiptir líka máli að hlusta á raddir almennings og heyra hvaða þjónustu almenningur er að kalla eftir og ég sé það í því grúski mínu sem ég hef verið í undanfarið í tengslum við þessa umsókn að þannig eru til dæm­ is norrænu ríkisstöðvarnar að reyna að átta sig sem best á því eftir hverju almenningur er að kalla þegar kemur að almanna­ þjónustu og reyna að mæta því með ýmsum hætti,“ sagði Stefán. n „Hlut leysi hvað? Hljómsveitin Fyrirbæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.