Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
31. janúar 2020
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Meiri sviptingar
Nýlega festi Torg ehf., útgáfu-
félag Fréttablaðsins, kaup á
DV og því sem miðlinum fylgir.
Enn á eftir að samþykkja kaup-
in hjá Samkeppniseftirlitinu en
áður hefur Torg keypt fjölmið-
ilinn Hringbraut. Nú gengur sú
saga fjöllum hærra að Sýn, sem
rekur til að mynda sjónvarps-
stöðina Stöð 2, útvarpsstöðv-
arnar Bylgjuna, X-ið og FM 957
og heldur úti fréttavefnum Vísi,
ætli að kaupa Birtíng útgáfu-
félag, sem gefur út tímaritin
Vikuna, Gestgjafann og Hús
og híbýli og fríblaðið Mann-
líf. Ljóst er að tímaritarekstur
gefur ekki mikið í aðra hönd og
skilur rekstraraðila frekar eftir
í mínus og því verður forvitni-
legt að sjá, ef satt reynist, hvort
tímaritaútgáfunni verður
haldið áfram eða hún lögð af.
Óvinsælt að vera lögga
Kompás greindi frá því í vik-
unni að lögreglumönnum
hafi fækkað undanfarin ár. Há-
skólanám lögreglufræða hefur
ítrekað sætt gagnrýni síðustu
ár, einkum hvað varðar ströng
skilyrði um líkamlegt og and-
legt atgervi nemenda. Til að
mynda hefur kvíði gert það að
verkum að nemendur þurfi að
hverfa frá. Hlutfall ómennt-
aðra lögreglumanna og lög-
reglunema í afleysingum hef-
ur hins vegar farið hækkandi.
Góð og öflug lögregla, skipuð
hæfu fólki er grundvöllur þess
að almenningur megi finna
fyrir öryggi. Við leyfum nem-
um að starfa við löggæslustörf,
en þeir sömu nemar eru svo
ekki metnir hæfir til að gegna
sama starfi í formlegu starfs-
námi. Eru síðan engir lögreglu-
menn sem greinast með líkam-
lega eða andlega kvilla að námi
loknu? Eða skiptir það kannski
bara máli meðan á náminu
stendur?
Spurning vikunnar Hvert er besta teiknimyndalagið?
„Allt „soundtrackið“ í Rango þar sem að það er falið
meistaraverk.“
Árni Þór Guðjónsson
„Mitt uppáhaldslag í teiknimynd er sennilega
þemalagið í Beauty And The Beast.“
Gunnar Hrafn Kristjánsson
„Besta teiknimyndalagið að mínu mati myndi
ég segja að væri Hakuna Matata úr Lion King.
Það er svo ótrúlega skemmtilegt lag sem er með
boðskapinn að slaka bara á og fylgja flæðinu. Það
er líka svo ótrúlega skemmtileg og grípandi laglína
þannig að þú getur ekki gert annað en sungið með.“
Halldóra Elín Einarsdóttir
„Colors of the Wind verður að vera fyrir valinu.
Uppbyggingin, textinn og bara allt við það er
ótrúlega fallegt.“
Ísold Ylfa Schweitz
Viðvörunarbjöllurnar öskra
N
ýr útvarpsstjóri var ráðinn í vikunni,
sem hefur líklega ekki farið framhjá
neinum. Síðan þá hafa samsæriskenn-
ingar blossað upp hægri vinstri, einmitt
um hægrið og vinstrið og hvernig ráðningin sé
enn eitt plottið í flókinni og útsmoginni fléttu
Sjálfstæðisflokksins. Áður en útvarpsstjóri var
ráðinn voru ýmsar samsæriskenningar á lofti
um ráðninguna þótt engum samsæriskenn-
ingasmið hafi dottið í hug að Stefán Eiríksson
myndi hreppa hnossið. Samsæriskenningarn-
ar eru orðnar svo margar að flestir eru vænt-
anlega búnir að týna þræðinum og fussa bara
og sveia.
Það er ekki skrýtið að þessar samsær-
iskenningar spretti upp eins og gorkúlur.
Stjórn RÚV ákvað, eftir að hafa ráðfært sig við
ráðningarfyrirtækið Capacent, að birta ekki
lista yfir umsækjendur og er alls kostar óvíst
hvort það standist lög og reglur um opinber-
ar stofnanir. Það var því ljóst frá upphafi ráðn-
ingarferlisins að hver sem ráðinn yrði myndi
verða umdeildur. Vissulega hefur almenning-
ur fengið að heyra nokkur nöfn af þeim rúm-
lega fjörutíu sem sóttu um, en enn vantar inn
í heildarmyndina.
Sú leynd yfir þeim sem sóttu um eitt mest
áberandi starf landsins býður upp á samsær-
iskenningar, purk og pískur og gerir ofboðs-
lega lítið til að fylla almenning því trausti sem
ráðamenn í landinu eru sífellt að falast eftir,
án þess að lyfta svo mikið sem litla fingri til að
öðlast það.
Þrátt fyrir allt þetta, þrátt fyrir að nýr út-
varpsstjóri, alveg sama hvað fólki finnst hann
æðislegur, frábær og meiriháttar næs gaur,
þurfi nú að lesa um sig endalausar kenningar
og upplognar eða sannar skoðanir og póli-
tískar meiningar, þá finnst nýjum útvarps-
stjóra bara fínt að þessum lista skyldi hafa
verið haldið leyndum. Hann skilur þá afstöðu
stjórnar RÚV fullkomlega. Þá byrja viðvör-
unarbjöllur mínar að hringja, þótt mér finn-
ist hann bera af sér góðan þokka þá ég þekki
manninn ekki neitt.
Viðvörunarbjöllurnar mínar klingdu síðan
enn hærra þegar kom í ljós að nýr útvarps-
stjóri vill ólmur halda RÚV á auglýsingamark-
aði. Það lá við að hljóðhimna mín spryngi
þegar hann viðraði þessar áætlanir sínar því í
mínum huga er vera RÚV á auglýsingamark-
aði algjörlega galin, ekki síst vegna þess að
markaðsöflin á RÚV hafa seilst sífellt lengra til
að blóðmjólka markaðinn. RÚV meðframleið-
ir sjónvarpsefni sem síðan er selt til risa eins
og Netflix og RÚV fær sinn hluta af kökunni.
Framleiðir efni þar sem laun þáttarstjórnanda
eru greidd af fjármálafyrirtækjum úti í bæ.
Efnið er samt auðvitað ekki kostað, því það
má ekki á RÚV. Markaðsfólkið á RÚV er búið
að finna gloppu í kerfinu, í þeim ramma sem
RÚV þarf að vinna innan, og ætlar að mala úr
þessari gloppu skínandi fagurt gull. Þá er hægt
að halda uppi heilli deild til að selja meira.
Birta fleiri auglýsingar. Framleiða meira efni
sem hentar fjársterkum fyrirtækjum. Algjör-
lega galið dæmi.
Nýr útvarpsstjóri vill líka gera RÚV sýni-
legra á samfélagsmiðlum, líkt og hann gerði
með Lögregluna. Af hverju? Þann rökstuðning
þrái ég að heyra því varla tilheyrir það samfé-
lagslegri ábyrgð RÚV að birta flipp í „story“ á
Instagram eða vera með hótfyndni á Twitter.
Eftir að hafa fylgst með nýjum útvarps-
stjóra í gegnum fjölmiðla fékk ég þá tilfinn-
ingu að nýr útvarpsstjóri væri maður með
bein í nefinu, maður sem stæði uppi í hár-
inu á ráðamönnum ef svo bæri undir. Svo
er hann líka gallharður Eurovision-aðdá-
andi, sem skemmir náttúrulega aldrei fyrir og
eykur mannkosti ef eitthvað er. Nú hafa við-
vörunarbjöllur mínar hins vegar drekkt þeim
englahljómi og ég held að ástæða sé til að hafa
verulegar áhyggjur af þessari ráðningu, hvað
sem öllum samsæriskenningum líður. n
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Lifað í gegnum linsuna Ferðamenn
hafa þarna komið auga á eitthvað merkilegt.