Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 29
SAKAMÁL 2931. janúar 2020
Pace-hjónanna rigndi inn sem og gjöf-
um til barnanna. Stuðningshróp ómuðu í
hvert sinn sem Beatrice sást koma til dóm-
hússins eða yfirgefa það.
Þúsundir flykktust til Gloucester og
skipulagðar voru sérstakar ferðir til borg-
arinnar. Lögreglan hafði í nógu að snúast
og iðulega kom fyrir að raðir hennar rofn-
uðu og kalla þurfti til liðsauka vegna fólks
sem vildi sýna Beatrice stuðning.
Yfirlið og hjartaáfall
Mikill tilfinningahiti réð ríkjum og Elton
var áreittur enda illa séður vegna fram-
burðar síns. Eitt vitna ákæruvaldsins féll í
yfirlið og á öðrum degi réttarhaldanna fékk
kona sem sat í kviðdómi hjartaáfall.
Dómarinn vildi í lengstu lög koma í veg
fyrir óþarflega langa þrautagöngu Beatrice
og tafir og fyrirskipaði að læknir og hjúkr-
unarkona yrðu til taks fyrir kviðdóminn.
Talið var að réttarhöldin stæðu í fjóra
daga, en ákæruvaldið þurfti hálfum degi
betur til að ljúka sínum málflutningi og því
ljóst að réttarhöldin drægjust eitthvað.
Verjandi Beatrice sagðist engu hafa að
svara fyrir hönd hennar, enda hefði sækj-
andi ekki sýnt fram á að Beatrice hefði
byrlað eiginmanni sínum eitur. Þvert á
móti hefði sækjandi undirstrikað tryggð
ekkjunnar við eiginmann sinn sáluga.
Hátíðarstemning
Sækjandi sá sitt óvænna og lagði mál
sitt í hendur dómara sem sagði að hann
myndi mælast til sýknuúrskurðar af hálfu
kviðdóms. Vart hafði hann sleppt orðinu
þegar margir kviðdómara stóðu á fætur og
mæltust til sýknu. Slíkur var asinn að ekki
vannst tími til að leggja spurninguna form-
lega fyrir kviðdóminn.
Fagnaðaróp þeirra sem voru innan dyra
dómhússins bárust til eyrna fjöldans sem
beið fyrir utan, sem taldi um 6.000 manns.
Þar myndaðist hátíðarstemning og
lúðrasveit lék þjóðsönginn. Beatrice Pace
fékk að sameinast tveimur barna sinna
sem höfðu beðið í ofvæni í hliðarherbergi
í dómhúsinu. Síðan fékk hún lögreglufylgd
að bifreið og var, við gríðarlegan fögnuð
viðstaddra, ekið til Galeford-þorps þar
sem hin börn hennar biðu.
Þess má geta að í kjölfarið fór Elton
Pace heim og lögreglan taldi að réttast
væri að fylgja honum og öflugt lið úr röð-
um riddaralögreglunnar gerði það svika-
laust fyrstu fimm kílómetrana.
Vinnubrögð gagnrýnd
Svona fór um sjóferð þá. Þann 6. júlí, 1928,
eftir um hálfs árs vafstur, málalengingar,
en einna helst athafnaleysi lögreglu og
ákæruvalds og vafasamrar meðferðar á
Beatrice, kom á daginn að sannanir gegn
henni voru engar, hvorki af hálfu ákæru-
valdsins, Scotland Yard, innanríkisráðu-
neytisins eða sérfræðinga á sviði lyfja og
eiturs.
Lagt var til að vinnubrögð lögreglunnar
yrðu tekin til gagngerrar skoðunar hjá sér-
stakri nefnd sem þá þegar var í burðarliðn-
um.
Í leiðara Daily News var sú skoðun
viðruð að vinnuferli dánardómstjóra og
lögreglunnar allrar yrði kannað ofan í kjöl-
inn.
Dagblaðið Daily Mail tók í svipaðan
streng í sínum leiðara og í honum var haft
á orði að almenningur muni krefjast þess
að tryggt yrði að enginn þyrfti að ganga í
gegnum það sama og Beatrice Pace áður
en að réttarhöldum kæmi. n
HÁLFS ÁRS RAUNIR SAKLAUSRAR EKKJU
n Harry Pace glímdi lengi við veikindi n Hafði hótað sjálfsmorði n Beatrice sinnti eiginmanni sínum af alúð n Var sökuð um morð af mági sínum
Ekkjan Beatrice Pace
upplifði hálfs árs helvíti
fyrir réttarhöldin.
Daily Sketch Fjölmenni flykktist að dómhúsinu í
Gloucester Beatrice til stuðnings.
„Elton grunaði Beatrice um græsku
og viðraði þær grunsemdir sín-
ar við lögreglu og sagði öllum sem vildu
heyra að Beatrice væri morðkvendi
„Stuðningshróp ómuðu í hvert
sinn sem Beatrice sást koma
til dómhússins eða yfirgefa það