Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 31. janúar 2020 Á gústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, hefur verið viðloðandi skemmtanaiðnaðinn í rúman ára- tug. Hún fer með eitt aðalhlutverk- ið í norsku þáttaröðinni Beforeigners, sem notið hefur mikilla vinsælda, samhliða því að syngja með hljómsveit sinni Sycamore Tree. Ágústa segist aldrei hafa verið ferils- lega drifin þótt hún hafi sannarlega þörf fyrir að skapa það sem skemmti öðrum. Ágústa leiddist inn á braut listarinn- ar fyrir talsverða tilviljun. Ferillinn varð langur og ótal verkefnum síðar landaði hún stóru hlutverki í sjónvarpsþáttaseríu sem framleidd er fyrir HBO en fjölmargar leikkonur börðust um bitann. Þættirnir, Beforeigners, hafa notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum en þeir verða frumsýndir á amerískum markaði síðar í mánuðinum. „Þegar ég fékk fyrst boð um að koma í prufu var dóttir mín einungis tveggja mánaða. Mér fannst ég ekki geta farið með hvítvoðung til þriðja landsins á svo stutt- um tíma svo ég afþakkaði boðið. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég aftur tölvupóst frá framleiðanda þáttanna sem bað mig að endurskoða hug minn. Hann frétti að ég hefði búið í Noregi sem barn og talaði tungumálið – að endingu lét ég undan og mætti í prufuna. Daginn eftir fékk ég sím- hringingu þar sem þau báðu mig um að koma út með næsta flugi, sem ég og gerði. Þá kom í ljós að það var þeirra allra síð- asti dagur til að loka leikaramálum. Þar voru leikkonur sem höfðu verið í ferlinu mánuðum saman og voru orðnar þreyttar og pirraðar. Skiljanlega fannst þeim súrt að bæði ég og finnska leikkonan Krista kæm- um nýjar inn á síðasta degi og yrðum ráðn- ar í hlutverkin. Þær voru ekkert síðri en við, þvert á móti, þarna voru algerar kanónur. Þau voru einfaldlega að leita að afmörk- uðum persónueinkennum í þessi hlutverk sem við höfðum frá náttúrunnar hendi. Svona er þessi bransi stundum, hann getur virkað ósanngjarn og óskiljanlegur.“ Súrrealískur heimur býður upp á góða djóka Ágústa segir fyrsta tökudaginn hafa tekið talsvert á taugarnar. „Þarna var verið að taka upp atriði í yfir- gefnum bæ fyrir utan Ósló. Húsin voru hrörleg og þá ég við brotna glugga og mik- inn sóðaskap. Þegar ég gekk niður að töku- staðnum til að forvitnast um hvað væri um að vera heyrði ég margar konur öskra og hlaupa um í annarlegu ástandi, sumar í rifnum fötum frá 1800, sem líktust gleði- kvennafötum, sjúskaðar og reyttar eins og taugaveiklaðar hænur. Eftir því sem ég nálgaðist húsið heyrði ég æ betur annar- leg öskur og stunur berast út. Þetta líktist helst einhvers konar kynlífsorgíuhljóðum svo ég staldraði við og sneri til baka, en í þann mund mætti ég kviknöktum manni með steinaldar tattú, vígtennur og bein í gegnum nefið. Hann heilsaði mér með djúpum, ógnvænlegum rómi og glotti út í annað. Ég viðurkenni að ég fékk þarna aðeins í magann og furðaði mig á því að hafa samþykkt að taka þátt í þessu verk- efni þar sem ég hafði ekki einu sinni lesið allt handritið. Tilfinningin var eins og að ganga á glerhurð. Ég var auðvitað aldrei að fara að viðurkenna fyrir nokkrum manni að ég hefði ekki lesið handritið til hlítar svo ég brosti bara þarna og kinkaði kolli til mannsins, en hljóp svo sveitt beint inn í hjólhýsið mitt og hófst handa við að lesa handritið, með nakta manninn hlaupandi um fyrir utan, felandi sig í runnum.“ Aðspurð hvernig tökuferlið hafi gengið segir Ágústa leikhópinn hafa fallið saman eins og flís við rass. „Við áttum virkilega gott og ánægjulegt samstarf. Hlógum mikið, enda að leika í súrrealískum heimi sem bauð upp á góða djóka. Við vorum líka heppin með veður þótt það hafi orðið ansi kalt þegar komið var til Litháen. En það voru allir svo ánægð- ir að vinna fyrir HBO og mikil virðing borin fyrir öllum.“ „Dagurinn sem ég dó án efa erfiðastur“ Þættirnir fengu eins og þekkt er orðið glimrandi góða dóma og hafa gagnrýnend- ur keppst við að hæla öllum þeim sem að þeim komu. Ágústa heldur þó fast í hóg- værðina en segist þakklát fyrir góðar við- tökur. „Við fengum fullt hús stiga bæði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð samhliða því að setja áhorfsmet í niðurhali á þátt- um í Noregi, en við unnum líka áhorfenda- verðlaunin þar í landi. HBO ætlar svo að frumsýna þættina í Ameríku frá og með 17. febrúar svo ég get fullyrt að ég hef aldrei komist í jafn mikla dreifingu og þetta ver- kefni ber með sér.“ Reyndi eitthvert atriði meira á þig en annað? „Dagurinn sem ég var skotin var án nokkurs vafa erfiðastur. Þetta var ein löng sena, hlaup, texti, skot, leika að deyja, ein- ræða og dauði – allt í einni töku. Og ég ítreka, þetta var bara ein taka. Tæknilegasta erfiðasta sena sem ég hef gert, leiklistar- lega, andlega og líkamlega séð. Ég þurfti að æfa þetta aftur og aftur í huganum og halda mér í undarlega erfiðu ástandi allan daginn. Ég gætti þess að tala ekki við neinn nema áhættusprengjukallinn minn allan daginn sem tökur fóru fram. Ég horfði á alvöru myndbönd af fólki vera skotið og drepið og stúderaði allt sem við því kem- ur, hvað gerist í líkamanum, hvenær og í hvaða röð. Ég vildi vita hvað lamast, fyrst út frá taugum, útlimum, heila, skynfær- um og tali, í raun vildi ég vita hvað gerist þegar þú deyrð. Hvernig sársaukinn er og á hvaða tímapunkti adrenalínið kikkar inn. Hvenær þú raunverulega áttar þig á að þú hafir verið skotin og hvernig tilfinning það er að vita að maður sé að kveðja, hvað þú segir og hvernig þú getir yfirhöfuð komið því frá þér. Leikaralega séð er þetta það erf- iðasta sem ég hef gert en á sama tíma eitt af því sem ég er hvað stoltust af á mínum ferli. Ég fann það svo sterkt í eftirvinnslunni að ég grét við að taka upp líkamshljóðin í „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Boðuð í prufu fyrir stóra þáttaröð með hvítvoðung í fanginu - Fær í magann af meðvirkni við að ganga um rauða dregla og veifa til fólks Íris Hauksdóttir iris@dv.is M Y N D : S A G A S IG U R Ð A R D Ó T TI R

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.