Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 28
28 31. janúar 2020 SAKAMÁL O ft er haft á orði að hjól réttvísinnar snúist hægt og það fékk breska kon- an Beatrice Annie Pace að reyna á eigin skinni árið 1928. Þannig var mál með vexti að Beatrice hafði misst eig- inmann sinn, Harry Pace, þann 10. janúar þetta ár. Hjónin bjuggu á Starveacre Farm í Bleak Moor í Gloucestershire þar sem þau héldu nokkrar ær og segir ekkert frekar af þeirra högum þar. Harry Pace hafði lengi verið heilsuveill og hafði að sögn iðulega haft á orði að hann þjáðist og að lífið væri ekki þess virði að lifa því. Enn fremur hafði hann hótað að innbyrða fjárbaðlyf, sem að mestu samanstóð af arseniki. Í ljósi alls þessa taldi Beatrice að hinn lífsleiði 36 ára eiginmaður hennar hefði einfaldlega látið verða af hótun sinni. Grunsemdir bróðurins Í ljósi alls og alls var ekki fráleitt að ætla að Beatrice hefði rétt fyrir sér og hver veit nema að þarna og þá hefði málinu verið lokið, ef ekki hefði verið fyrir bróður Harrys, Elton Pace. Elton sagðist muna að Beatrice hefði tíðum óskað þess að „sá gamli myndi deyja“. Elton grunaði Beatrice um græsku og viðraði þær grunsemdir sínar við lög- reglu og sagði öllum sem vildu heyra að Beatrice væri morðkvendi. Það varð úr að fyrirskipuð var rannsókn á líkamsleifum Harrys og fundust leifar af arseniki í þeim. Beatrice var kærð fyrir morð en naut mikillar samúðar almenn- ings, svo mikillar að þess voru fá fordæmi þegar um var að ræða glæp sem varðaði dauðadóm. Einangrun og endurtekin frestun Nú tóku við fyrrnefnd hjól réttvísinnar og í fjóra mánuði var Beatrice haldið í einangr- un í Harrow, en fátt annað gerðist. Í lok varðhaldsins var Beatrice loksins ákærð fyrir að hafa orðið eiginmanni sínum að aldurtila með eitri. Þá tóku við enn frekari hörmungar hjá ekkjunni. Réttarrannsókninni var frestað og síðan frestað enn á ný og Beatrice varð ásýnd hörmungar. Ítrekað bugaðist hún undan álaginu og langvarandi yfirheyrslum og að lokum missti almenningur, sem hafði fylgst með málinu af miklum áhuga, þolinmæðina. Þess var krafist að réttað yrði yfir Beatrice án tafar eða henni sleppt – þessi meðferð væri ekki nokkurri manneskju bjóðandi. Slæmur eiginmaður Það varð úr og málflutningur hófst. Sækj- andi í málinu sagði að Beatrice hefði vissu- lega elskað eiginmann sinn, en hefði mátt þola 19 ára hjónabandseymd. Hún hefði verið einkar falleg, ung kona þegar hún, sautján ára að aldri, giftist Harry, en hjóna- bandssælan hefið orðið skammlíf. Harry ku hafa látið hendur skipta oft- ar en einu sinni og oftar en tvisvar, með- al annars skömmu áður en Beatrice ól eitt barna þeirra. Það kom, að sögn lækna, þó ekki í veg fyrir að Beatrice hefði sinnt Harry af alúð í langvinnum veikindum hans. Hún hefði að lokum komið honum á sjúkrahús, en Harry hefði krafist þess að fara heim, sem varð raunin. Beatrice hefði þá haldið áfram að annast um hann af sömu ástúð og fyrr. Tryggð og umhyggja Svo komu jólin árið 1927 og Harry eln- aði sóttin. Fyrir dómi sagði læknir frá því hvernig Beatrice fór um fimm kílómetra leið, fótgangandi í gegnum hnéháan snjó- inn, í kafaldsbyl til að sækja hann og síðan sömu leið til baka. Elton Pace gaf ekki mikið fyrir þessa frásögn læknisins eða aðrar sem báru Beatrice gott vitni. Hann sagði fullum fet- um að þessi tryggð og umhyggja af hennar hálfu væri leikaraskapur, og slíkt hið sama gilti um þá sorg sem hún sýndi í kjölfar dauða Harrys. Beatrice, sagði Harry, vildi eiginmann sinn feigan og sakaði hana um að hafa ver- ið með leynimakk svo hún fengi ósk sína uppfyllta. Stuðningur almennings Meðan á öllu þessu gekk innan veggja dómshússins átti sér stað ákveðin þró- un utan veggja þess. Almenningur fór ekki í launkofa með stuðning sinn við Beatrice. Tilboðum um að sjá um börn HÁLFS ÁRS RAUNIR SAKLAUSRAR EKKJU n Harry Pace glímdi lengi við veikindi n Hafði hótað sjálfsmorði n Beatrice sinnti eiginmanni sínum af alúð n Var sökuð um morð af mági sínum The People Einangrun og stífar yfirheyrslur nánast buguðu Beatrice.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.