Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 31. janúar 2020 M örgum kom á óvart í vikunni þegar greint var frá því að Guð- mundur Gunnarsson væri hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ástæður starfslokanna voru sagðar ólíkar áherslur í verkefnum, en einnig hafa heyrst fréttir þess efnis að mikil spenna hafi ríkt milli Guðmundar og oddvita Sjálfstæðis- flokks, Daníels Jakobssonar. Guðmundur segir þessa vendingu hafa verið óvænta, en að hann skilji þó sáttur við sín störf. Ópólitískur bæjarstjóri Guðmundur var ráðinn sem ópólitískur bæjarstjóri, samkvæmt kröfu Framsóknar- flokksins sem er í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Ísafjarðar. Hann segir ákveðnar áskoranir ávallt fylgja slíkri ráðningu á hinum pólitíska vettvangi. „Ég held að það sé alltaf svo, þegar það er ópólitískur bæjarstjóri, að það skapi ákveðnar áskoranir milli kjörinna full- trúa og þeirra sem eru það ekki. En þegar lagt er í þetta samstarf í meirihlutanum þá eru ákveðnar línur lagðar og þá eiga allir að geta treyst því að menn séu í samstarf- inu af heilindum og sannfærðir um að það muni og eigi að ganga. Þarna var lagt upp með ákveðin markmið og allir voru upp- lýstir um stöðuna. Það á ekki að hafa kom- ið neinum á óvart að ég er ópólitískur enda var óskað eftir því og það var starfið sem var auglýst.“ Guðmundur segir starfslokin nokkuð óvænt, þó svo aðdragandi að þeim hafi verið nokkur. „Ég held að ef þú hefðir spurt mig fyrir viku þá hefði ég ekki sé fyrir að þetta yrði niðurstaðan. Þetta þróaðist mjög hratt. Ég held að svona hlutir eigi sér alltaf einhvern aðdraganda. Ég held líka að þarna hafi eitt- hvað verið undirliggjandi, sem kannski hefði mátt liggja fyrr fyrir og ég held að alltaf þegar hlutir enda með þessum hætti þá sé eitthvað sem er ósagt, eitthvað sem er ekki upp á borðinu.“ „Ég hef ekki hugmynd“ Orðrómur hefur heyrst þess efnis að starfs- lok Guðmundar megi rekja til þess að odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Ísafirði, Daníel Jakobsson, hafi sjálfur augastað á bæjar- stjórastöðunni. Aðspurður hvort hann sjái pólitískan bæjarstjóra taka við keflinu kveðst Guðmundur ekki hafa hugmynd um slíkt. „Ég segi það af einlægni að ég hef ekki hugmynd um hver þeirra næsti leik- ur verður, enda er það ekki í mínum hönd- um.“ Þrátt fyrir skyndileg starfslok skilur Guðmundur sáttur við sín störf. „Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef verið í á ævinni. Ég naut þess í botn og þá sérstaklega samstarfsins við starfs- fólk Ísafjarðarbæjar. Mér fannst gott að koma heim til Vestfjarða og hér líður mér rosalega vel. Ég fann strax að móttökurnar voru mjög góðar og hlýjar og ég náði strax mjög góðu samstarfi við bæði samstarfs- fólk og bæjarbúa. Mér leið mjög vel í starf- inu. Verkefnin voru skemmtileg og ótrú- lega fjölbreytt. Það er sko ekki oft sem það fara saman verkefni í starfi og það sem 25% afsláttur af vetrarkortum fyrir fjölskylduna til 30. nóvember. Til að fá fjölskylduafsláttinn þarft þú að kaupa að lágmarki vetrarkort fyrir 1 fullorðinn auk vetrarkorts fyrir 1 ungling eða barn. KOMDU Á SKÍÐI /skidasvaedin #bláfjöll Nánar á skidasvaedi.is / Sími 530 3000 25% afsláttur af vetrarkortum fyrir fjölskylduna til 30. nóvember. Til að fá fjöl k lduafsláttinn þ rft þú að kaupa að lágmarki vetrarkort fyrir 1 fullorðinn auk vetrarkorts fyrir 1 ungling eða barn. KOMDU Á SKÍÐI /skidasvaedin #bláfjöll Nánar á skidasvaedi.is / Sími 530 3000 25% afsláttur af vetrarkortum fyrir fjölskylduna til 30. nóvember. Til að fá fjölskylduafsláttinn þarft þú að kaupa að lágmarki vetrarkort fyrir 1 fullorðinn auk vetrarkorts fyrir 1 ungling eða barn. KOMDU Á SKÍÐI /skidasvaedin #bláfjöll Nánar á skidasvaedi.is / Sími 530 3000 KOMDU Á SKÍÐI skidasvaedi.is / Sími 530 3000 SKÁLAFELL OPNAR Í DAG Opnunartími í Skálafelli 10:00 - 17:00 10:00 - 17:00 Laugardaga Sunnudaga „Mér mun alltaf þykja mjög vænt um þennan tíma“ Starfslokin voru óvænt - Vakti athygli fyrir framgöngu í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri - Skilur sáttur við skemmtilegasta starf sem hann hefur verið í Erla Dóra erladora@dv.is Guðmundur er með óbilandi ástríðu fyrir Vestfjörðum. M Y N D IR : Á G Ú S T G . A TL A S O N / G U S TI .IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.