Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 23
Sérblað31. janúar 2020 KYNNINGARBLAÐ SATÍVA LÍF: Áttu von á mótlæti frá stærsta kúnnahópnum Satíva Líf ehf. er fyrsta sérverslunin á Íslandi sem selur CBD-vörur. „Við stofnuðum fyrirtækið um miðjan september í fyrra og verslunin sjálf var opnuð í byrjun desember. Okkur hefur verið tekið mjög vel, sem kom okkur fyrst í opna skjöldu. Við áttum von á meira mótlæti, sérstaklega frá fólki sem hefur ekki kynnt sér CBD og veit ekki hvaðan það kemur. Þá höfðum við áhyggjur af að eldri kynslóðin væri mótfallnari þessari vöru, en sú varð alls ekki raunin. Stærsti kúnnahópurinn okkar er meira að segja einmitt fólk á aldrinum 50+,“ segir Bragi Austfjörð, sem á Satíva Líf ásamt bróður sínum, Baldri Stefáni. En hvað er CBD og hvernig getur það hjálpað? Virka taugaboðefnið CBD finnst í mismiklu magni í flestum tegundum plantna af ætthvíslinni Cannabis. Oft er CBD unnið úr hampi, en einnig má vinna efnið úr öðrum tegundum plantna sem teljast til Cannabis ættkvíslarinnar. CBD kallast kannabínóði, en það heiti er notað yfir þá gerð taugaboðefna sem koma úr náttúrunni og virka á þá viðtaka sem nefnast CB1 og CB2. Þetta einstaka taugaboðefni á sér enga hliðstæðu í náttúrunni. CBD getur haft einstaklega jákvæð áhrif á allt taugakerfi okkar. Það getur minnkað stress og stressviðbrögð, kvíða og þunglyndi, getur hjálpað fólki með ýmsar gerðir flogaveiki, linað taugaverki, virkað gegn draugaverkjum, bólgusjúkdómum, gigt, sjálfsofnæmi og fleira. CBD hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á Schizophrenia-sjúklinga og virkar einnig gegn krabbameini en CBD kemur þá í veg fyrir að krabbi eða meinvörp breiði úr sér. „CBD er mjög ólíkt til að mynda taugaboðefninu THC því efnin virka á ólíkan hátt. CBD binst við svokallaðan CB2-viðtakara, sem finnst á taugum, og spornar gegn neikvæðum verkunum THC.“ Rannsóknir bannaðar í 70 ár Óútþynnt kemur CBD í olíuformi en er oft blandað í ýmsar snyrtivörur eða annað, til inntöku eða til að bera á aum svæði. „Virkni CBD er gríðarlega víðfeðm og verður virknin enn meiri eftir því sem fleiri kannabínóðar eru í spilinu. Hin eiginlega virkni CBD er þó ekki endanlega þekkt enda voru rannsóknir á Cannabis- plöntum bannaðar í hartnær 70 ár. Í dag eru ýmsar rannsóknir í gangi í heiminum til þess að sýna fram á hina raunverulegu virkni CBD í líkamanum og því fáum við loksins að vita meira um virkni CBD og annara kannabínóða.“ Efla heilsu og styrkja heilbrigðismál Bragi kynntist fyrst CBD þegar hann fór til Bandaríkjanna 2017 að heimsækja vinafólk í Vestur-Virginíu sem hafði þá stofnað Dragonfly Hemp Co, sem framleiðir ýmiss konar CBD-vörur. „Á þessum tíma var CBD frekar nýtt af nálinni og þau kynntu mér eiginleika þess og hvað efnið getur gert fyrir fólk. Ég varð heillaður og þá sérstaklega af því sem CBD gerir fyrir þá sem þurfa á efninu að halda. Við bræðurnir erum báðir á byrjunarstigi gigtar og lék það stórt hlutverk þegar kom að því að ákveða að flytja inn CBD-vörur. En það var ekki aðalástæðan, því okkar markmið var að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á CBD að halda. Að efla heilsu og styrkja heilbrigðismál landsmanna.“ CBD-vörurnar hjá Satíva Líf koma aðallega frá Þýskalandi og Slóveníu, en listinn yfir vörur fer ört stækkandi. Þýsku vörurnar heita Valeo-Care skin therapy og eru fyrir þá sem glíma við exem, psoriasis, bólur eða önnur húðvandamál. „Slóvensku vörurnar eru aðallega tannkrem, munnskol, smyrsl og Dr. Kent, sem hafa reynst mjög vel. Þá erum við með krem fyrir þreytta fætur, krem fyrir íþróttafólk og glucosamine CBD, sem er notað við slitgigt og öðrum bólgusjúkdómum í liðum. CBD-vörurnar okkar eru framleiddar eftir ströngum reglum Evrópusambandsins. Þær eru allar skráðar í CPNP og hafa verið rannsakaðar af þriðja aðila. Enn sem komið er megum við flytja inn CBD- snyrtivörur og -krem en ekki olíuna sjálfa. Það er eiginlega alger synd því að CBD-olían sjálf, óútþynnt, getur hjálpað svo mörgum sem þurfa á því að halda. Við vonumst til þess að þessu verði breytt í löggjöfinni bráðlega. Þó svo að CBD geti verið sérlega hjálplegt í mörgum tilfellum og geti haft gríðarlega jákvæð áhrif á ýmsa kvilla, þá viljum við samt taka það fram að þetta er alls engin töfralausn. CBD er alls ekki ætlað til þess að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma og alls ekki hugsað til þess að koma í staðinn fyrir hefðbundin lyf. Þá eru ekki allir sem geta notfært sér CBD. Fólk bregst afar misjafnlega við CBD og þeim mismunandi plöntum sem CBD er unnið úr.“ Flott framtak „Við rekum Satíva Líf á Akureyri og planið er að opna aðra verslun í Reykjavík á þessu ári ef allt gengur eftir. Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur hér fyrir norðan. Fólk hefur komið sérstaklega við hjá okkur til þess að hrósa okkur fyrir að taka það skref að opna CBD-verslun á Íslandi. Margir koma inn til þess að skoða hvað vörur við erum með og þegar við höfum útskýrt fyrir fólki hvað CBD er, þá segir fólk: „Flott framtak“. Hægt er að skoða vörurnar frá Satíva Líf ehf. á sativa.is Einnig er hægt að hringja í síma 466- 3400 eða senda tölvupóst á sativa@ sativa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.