Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 11
FÓKUS - VIÐTAL 1131. janúar 2020
maður hefur ástríðu fyrir. Ég hef óbilandi
ástríðu fyrir Vestfjörðum og heimahögun-
um. Mér þykir vænt um svæðið og það er
ekki á hverjum degi sem maður er í starfi
sem kveikir hjá manni svona mikla ástríðu.
Mér þykir vænt um Vestfirði og ber hag
Vestfjarða sannarlega fyrir brjósti, ekki
bara í starfi heldur í lífinu almennt. Starf-
ið kveikti í mér eldmóð og ég lagði hjarta
og sál í það og gerði það með glöðu geði.
Ég fann að ég hafði eitthvað fram að færa í
þessu starfi.“
Leiðtogahæfni í kjölfar snjóflóða
Guðmundur vakti nýlega athygli fyrir
framgöngu sína í kjölfar snjóflóðanna
sem féllu á Flateyri þann 14. janúar síð-
astliðinn. Þótti hann þar sýna mikla leið-
togahæfileika og fyrirmyndar framgöngu.
Hefur nokkuð borið á því í umræðunni
í tengslum við starfslok Guðmundar, að
snjóflóðin hafi átt sinn þátt í starfslokum
Guðmundar, en hann var til að mynda
skipaður í starfshóp í síðustu viku sem á að
vinna að tillögum um aðgerðir til að treysta
atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar flóð-
anna. Hann hefur þó hafnað því áður í við-
tölum að starfslokin megi rekja þangað,
enda hafi mál á borð við þetta oftar en ekki
aðdraganda sem einskorðist ekki við eitt
mál.
Í kjölfar flóðanna hélt Guðmundur til
Flateyrar þar sem hann meðal annars að-
stoðaði fjölskyldu stúlkunnar sem grófst
undir flóðinu og fyrir mikla mildi hafði
ekki meint af.
„Það kannast allir við alla hérna og
þegar þetta gerðist þá fór ég með varðskip-
inu yfir á Flateyri. Þá höfðum við heyrt af
því að fjölskylda unglingsstúlkunnar, sem
lenti undir snjóflóðinu, væri komin með
henni á sjúkrahúsið á Ísafirði. Þegar ég
var kominn til Flateyrar þá kom á daginn
að það voru bara stúlkan og móðir hennar
sem höfðu farið með varðskipinu yfir til
Ísafjarðar á sjúkrahúsið. Yngri systkini
stúlkunnar urðu eftir hjá vinafólki. Konan
mín hafði farið upp á sjúkrahús að aðstoða
stúlkuna og móðurina. Hana langaði svo
að fá öll börnin til sín svo þau næðu að
vera saman. Svo ég kom því í kring að tvö
yngri börnin fóru með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar yfir til Ísafjarðar og ég fór með
þeim. Þetta setti ég í forgang. Mér fannst
mikilvægt að fjölskyldan væri saman. Þá
vildi svo til að faðir stúlkunnar var í þyrlu
á leiðinni frá Reykjavík og faðir yngri barn-
anna var á Ísafirði og vildi börnin til sín. Ég
fékk svo að verða vitni að því þegar öll fjöl-
skyldan sameinaðist á sjúkrahúsinu.“
Kona Guðmundar hafði þá boðið fjöl-
skyldunni athvarf á heimili þeirra. Stað
sem væri þægilegra umhverfi en sjúkra-
húsið.
„Innan við sólarhring eftir flóðin þá
borðuðum við saman hér heima og áttum
yndislega kvöldstund með fjölskyldunni.
Borðuðum fiskibollur. Þau voru svo hjá
okkur fram eftir degi daginn eftir og við
tókum meðvitaða ákvörðun um að vera
ekkert að láta vita af því, svo þau fengju
skjól. Því við vissum að það yrði mikil eftir-
spurn frá ykkur fjölmiðlamönnum eftir að
ná af þeim tali. Við náðum þarna nokkrum
klukkutímum með þeim og það er eitt-
hvað sem var alveg ótrúlegt og við munum
sennilega aldrei gleyma.“
Starfslokin lítilfjörleg í samanburðinum
Í samanburði við þessa stund segir Guð-
mundur að eitthvað eins og að þurfa að
leita að nýrri vinnu, verði ósköp lítilfjör-
legt.
„Þegar maður er nýbúinn að hafa inni
á heimili hjá sér fólk sem var í raun að
heimta barn sitt úr helju, þar sem var mín-
útu- eða sekúnduspursmál um líf eða
dauða, þá er maður náttúrlega í rauninni
ekki í neinni stöðu til að vera að kvarta yfir
einum einasta fjára. Þetta eru miklu stærri
og merkilegri hlutir en einhver pólitískur
ágreiningur eða afstaða um hvernig eigi að
gera hlutina eða hver sé aðal eða hver sé
auka. Þetta skiptir allt svo litlu máli í þessu
stærra samhengi.“
Snjóflóðið er nokkuð sem Guðmundur
mun aldrei gleyma. Samkennd, hugrekki
og æðruleysi Flateyringa var mikilvæg
kennslustund um mannlegt innræti.
„Það að hafa farið í gegnum þessa daga
með Flateyringum og fólki sem ég ber
ómælda virðingu fyrir, held ég að sé nokk-
uð sem á eftir að stækka mig út í lífið og
eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta
kennir manni líka mikið, þessir tveir at-
burðir, hvað innræti fólks getur verið mis-
jafnt.“
Nýjar áskoranir
En nú er bæjarstjóraævintýrinu lokið og þá
skapast rými fyrir nýjar áskoranir. Blaða-
maður hafði heyrt orðróm þess efnis að
Guðmundur hygðist reyna fyrir sér í tón-
listinni næst. Í samtali við Fréttablaðið
greindi hann frá því að hann ætlaði sér að
kaupa trommusett. En er hann búinn að
því?
„Ótrúlegt hvað þessi saga fer víða. Nei,
ég er ekki búinn að því. Ég er hins vegar að
fara suður á föstudaginn og þá ætla ég að
gera mér ferð og láta verða af þessu. Hugsa
samt að ég hafi það rafmagnstrommusett,
svona af virðingu við nágrannana þar sem
ég kann ekki neitt á svona hljóðfæri. Þetta
er eitthvað sem hefur alltaf blundað í mér.
Ég er í karlakór, sem er reyndar í Reykjavík,
en ég hef haldið góðu sambandi við, Karla-
kórinn Esja. Þeir komu og heimsóttu mig
síðasta vor. Þeir komu fjörutíu eða fimmtíu
skemmtilegir náungar hingað vestur, tóku
hús á mér og við héldum gott partí. Þar
komst ég að því að eiginlega allir í kórn-
um kunna á tromur, nema ég. Þetta sat
svona pínu í mér. Ég hugsaði að ég þyrfti að
gera eitthvað í þessu svo ég gæti nú í næsta
partíi verið eins og allir hinir og spilað smá
á trommur. Ég ætla að gera eitthvað í þessu
núna, fyrst ég hef tímann. Ég er búinn að
útbúa aðstöðu í bílskúrnum og vantar bara
trommurnar. En ég hef þær rafmagns, til
að afla mér ekki óvinsælda hjá nágrönnun-
um.“
En hvernig viðbrögð hefur þú fengið frá
nærumhverfi þínu eftir að tilkynnt var um
starfslok?
„Ég hef fundið alveg rosalega mikla
gæsku og hlýju og jákvæða strauma
frá mörgum sem ég ber rosalega mikla
virðingu fyrir. Það hringdi í mig áðan eldri
maður sem ég hef kannast við alla mína
ævi og við áttum rosalega gott samtal,
sennilega samtal sem við hefðum aldrei
átt nema vegna þessa. Mér er bara rosalega
heitt í hjartanu.“
Hvað sem öðru líður skilur Guðmundur
sáttur við starfið og þakklátur fyrir reynsl-
una.
„Já, veistu það, ég er bara rosalega glað-
ur. Þetta var frábær tími. Alveg ótrúlega
skemmtilegt, hef lært margt og tek margt
jákvætt með mér út úr þessu. Mér mun
alltaf þykja mjög vænt um þennan tíma.“ n
„Þetta er
skemmtilegasta
starf sem ég hef
verið í á ævinni“
Lærir nú á trommur til að verða
ekki útundan í næsta kórpartíi.
Guðmundur er ópólitískur og
sér fram á að vera það áfram.
Skilur sáttur við skemmtilegt starf með góðu fólki.