Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 2
2 31. janúar 2020FRÉTTIR Á dögunum gáfu stórrisarnir hjá Marvel Studios upp hvaða tökustaði stendur til að nota fyrir kvikmyndina Spider-Man 3 og verður Ísland þar á meðal. Þetta verður ekki í fyrsta skiptið sem Marvel Studios notar Ísland sem tökustað en Thor: The Dark World var einnig töluvert tekin upp hér á landi, en myndin kom út árið 2013 og fór vel um leikarana Chris Hemsworth og Tom Hiddleston meðan þeir dvöldu hér. Sérfræðingar telja að ástæðan fyrir notkun Íslands sem tökustað tengist tilvonandi skúrki myndar- innar og þjóðerni hans. Hann ber heitið Sergei Kra vin off, en er betur þekktur sem Kraven og er af rússneskum uppruna. Sergei er af aðals ættum en fjöl skylda hans flúði til Banda ríkjanna eftir rúss nesku vetrar byltinguna 1917. Markmið Sergeis er að veiða Köngu lóar manninn og drepa, til að sanna að hann sé besti veiði- maður veraldar. Má geta þess að Ísland hefur áður verið í hlutverki Rússlands á hvíta tjaldinu, meðal annars í kvikmyndunum Tomb Raider og Fast & Furious 8, eða The Fate of the Furious. Í þeirri síðarnefndu, sem frumsýnd var árið 2017, voru senur teknar upp á Akranesi og Mývatni. Var mikill viðbúnaður og stórt tökulið sem fylgdi og var Akranesbær til að mynda undir- lagður af skriðdrekum, sportbíl- um og þyrlum um tíma. Stjörnum prýdd Jon Watts mun leikstýra næstu mynd um Köngulóarmanninn, hefur ekki enn fengið endan- legt nafn, og Tom Holland mun fara með hlutverk Peters Parker sem fyrr. Fleiri leik ar ar hafa ekki verið staðfest ir en bú ist er við því að þau Zendaya, Marisa Tomei og Jacob Batalon haldi áfram í hlutverkum sínum. Myndin er væntanleg í kvik- myndahús í júlí á næsta ári. n hlutir sem gera Ísland best í heimi Ísland er ekki fullkomið. Vanhæf ríkisstjórn, svimandi hátt matvöruverð, ekkert áfengi í matvöruverslunum og óútreiknanlegt veðurfar eru á meðal sívinsælla kvörtun- arefna Íslendinga sem sumir hverjir sjá í hillingum að flytja af klakanum fyrir fullt og allt. En er grasið alltaf grænna hinum megin? Blaðamaður DV gerði óformlega könnun á meðal nokkurra Íslendinga sem búsettir hafa verið erlendis um árabil. Spurningin var: „Hvað er það sem þú saknar mest við Ísland?“ Hér eru fimm hlutir sem stóðu upp úr. „Allt er mögulegt“ Þrátt fyrir að Ísland sé lítið land þá kunna Íslendingar að hugsa stórt og framkvæma hratt. Frasinn „þetta reddast!“ finnst hvergi annars staðar. Þetta viðhorf kann að vera litið hornauga af öðrum þjóðum en það er ekki hægt að neita því að það hefur gert okkur kleift að takast á við áskoranir og verkefni sem virðast óyfirstíganleg. Hreinleikinn Óspillt náttúra er án efa það sem dregur langflesta ferðamenn hingað til lands. Kranavatnið okkar bragðast ekki eins og það komi beint úr klósettinu Og hver kannast ekki við að lenda á Íslandi eftir langt og gott frí erlendis og anda að sér tandurhreina íslenska loftinu? Það má endalaust kvarta yfir íslensku veðurfari en íslenska loftið er tært. Útisundlaugar Þeir sem hafa heim- sótt útisundlaugar erlendis vita að þær standast ekki sam- anburð við íslensku laugarnar. Ólíkt Ís- lendingum eru erlend- ar þjóðir ekki hrifnar af því að hita upp sundlaugar. Íslenska sundlaugarmenningin er kafli út af fyrir sig: skreppa með börnin í sund eða hlusta á stjórnmálaumræður heldri manna í heita pottinum. Engar moskítóflugur Ísland er eitt af þeim fáu löndum í heiminum þar sem engar moskítóflugur er að finna. Þeir sem hafa ferðast til heitari landa vita hversu pirrandi þessi ófögnuður getur verið, svo ekki sé minnst á minnismerkin sem þær skilja eftir sig. Við getum þakkað fyrir að listinn yfir skordýr sem geta lifað á Íslandi er tiltölulega stuttur og fæst þeirra bera með sér hættulega sjúkdóma. Fjölskylda og vinir Hér er kominn sá hlutur sem hvað flestir sakna að heiman. Fólkið sem við elskum, sem elskar okkur. Fólkið sem hefur sama séríslenska húmorinn. Fólkið sem við deilum minningum með. Nútímatækni hefur gert heiminn minni og gert fólki kleift að eiga samskipti heimshorna á milli, en það verður að segjast að samtal við mömmu og pabba í gegnum tölvuskjá jafnast engann veginn á við það að sitja saman og snæða sunnudagslærið. Á þessum degi, 31. janúar 1881 – Kirkjan á Núpi í Dýrafirði fauk á haf út í fárviðri. 1926 – Fyrstu útvarpsútsendingar í tilraunaskyni fóru fram á Íslandi þegar H.f. Útvarp hóf útsendingar. 1971 – Mannaða geimfarið Apollo 14 lagði upp í ferð til tunglsins. 1981 – Bandaríski stórsöngvarinn Justin Timberlake fæddist. 2012 – Sprengja var sprengd við Hverfisgötu, skammt frá Stjórnarráðs- húsinu. Fleyg orð „Það er ekkert ómögulegt í lífinu. Orðið er ekki einu sinni neikvætt, í því segir: Ó, mögulegt!“ – Audrey Hepburn Ísland sem Rússland Skjáskot úr kvikmyndinni Fast & Furious 8. Köngulóarmaðurinn á Íslandi n Ísland hugsanlega Rússland í Spider-Man 3 n Óljóst hvaða stjörnur mæta á klakann Færist hiti í leikinn Zendaya og Tom Holland í hlut- verkum sínum í Spider-Man: Homecoming frá árinu 2017.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.