Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 30
30 PRESSAN 31. janúar 2020
Þ
etta er stór áfangi fyrir forsetann
… og enn mikilvægari áfangi fyrir
landið okkar,“ sagði Chad Wold,
starfandi ráðherra þjóðaröryggis
mála í Bandaríkjunum, fyrr í mánuðinum
þegar hann fagnaði því að fyrstu 100
mílurnar (161 kílómetri) af landamæra
múr Donalds Trump forseta á landamær
unum við Mexíkó höfðu verið reistar. Hann
hefði auðveldlega getað bætt við að múr
inn markaði einnig annan stóran áfanga,
að þetta yrði dýrasti múr sinnar tegundar
í heiminum.
Hver míla hefur að meðaltali kostað
tæplega 20 milljónir dollara eftir því sem
kemur fram í stöðuskýrslu frá bandarísku
tolla og landamæralögreglunni CBP. Það
kostar því sitt að koma upp stórum múr
úr steypu og stáli á landamærunum að
Mexíkó.
En það er meira en steypa og stál sem
er notað í múrinn mikla, sem var eitt
helsta kosningaloforð Trump. Á honum
er einnig komið fyrir hátæknibúnaði, til
dæmis hreyfiskynjurum, myndavélum og
ljóskösturum. Þá nær hann sums staðar
langt niður í jörðina en það er gert til að
eiturlyfja smyglarar og aðrir geti ekki grafið
göng undir hann. Múrinn er einnig hærri
en aðrir sambærilegir múrar en hann er
rúmlega níu metrar á hæð og því þarf meira
efni í hann. Það eykur síðan enn á kostn
aðinn að ógirt svæði á landamærunum
eru afskekkt og mörg ekki í vegasambandi.
Því þarf að byrja á að leggja vegi að þeim
til að geta flutt nauðsynlegt byggingar efni
á staðinn. Þá er stór hluti af landsvæðun
um í einkaeigu sem þýðir að semja þarf við
landeigendur um kaup á hluta af jörðum
þeirra.
Í valdatíð Georges W. Bush lét hann
byggja múr eða kannski öllu frekar háa
girðingu á hluta landamæranna. Þá
kostaði hver míla 3,9 milljónir dollara.
Landamæramúrinn, sem Ísraelsmenn
reistu á landamærunum við Vesturbakk
ann, er sá næstdýrasti í heiminum en hver
míla af honum kostaði á milli einnar og
fimm milljóna dollara.
Meiri áhersla á múrinn
Seinustu ummæli og aðgerðir Trump í
tengslum við múrinn benda til að hann ætli
að beina enn meiri athygli og krafti að múr
num en hann telur hann mikilvægan lið í að
tryggja sér endurkjör í forsetakosningun
um í nóvember. Nú hafa enn fleiri milljarð
ar verið færðir úr ýmsum sjóðum ríkisins til
byggingar múrsins og er því búið að tryggja
byggingu mörg hundruð mílna til viðbótar á
næstu tveimur árum.
„Þið fáið múr ólíkan öllum öðrum. Hann
verður sterkur, frábær múr. Mjög stór og
mjög sterkur landamæramúr verður reistur
á mettíma og nú er búið að fjármagna hann
að fullu. Er það ekki frábært?“ sagði Trump
nýlega á kosningafundi í Milwaukee.
En múrinn rís ekki á neinum methraða
því margra mánaða seinkun hefur orðið
á verkinu, meðal annars vegna andstöðu
jarðeigenda í Texas.
Þær 100 mílur sem hafa verið reistar
fram að þessu hafa allar komið í stað eldri
girðingar sem var kominn tími á að skipta
út. Það er aðeins á einum kafla í Texas sem
verið er að byggja múr á svæði þar sem ekki
var áður girðing eða múr. Trump hefur lofað
að búið verði að reisa um 700 kílómetra af
múr fyrir forsetakosningarnar í nóvember,
en meira að segja yfirmaður landamæra
eftirlitsins, Mark Morgan, hefur efasemdir
um að það náist. n
Landamæramúr
Trump verður sá
dýrasti í heiminum
n Hver míla kostar að meðaltali tæplega 20 milljónir dollara n Rís ekki á methraða„Þið fáið múr ólíkan
öllum öðrum. Hann
verður sterkur, frábær múr.
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
MYND: GETTHY
Yfirlýsingaglaður Mikið hefur verið skrafað
um múr Donalds Trump. Mynd: Getty Images