Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Blaðsíða 46
46 FÓKUS 31. janúar 2020 YFIRHEYRSLAN Rósa Rún Aðalsteins- dóttir Rósa Rún Aðalsteinsdóttir, dansari og danshöf- undur, stendur í ströngu um þessar mundir en hún dansstýrir sínum fyrsta söngleik sem frumsýndur verður í byrjun næstu viku. Rósa tekur nýjum áskorunum fagn- andi enda leiðist henni endurtekin rútína, hún segist hafa gaman af lífinu og vera fljót að fyrirgefa. Rósa er í yfirheyrslu helgarinnar. Hvar líður þér best? Í óskipulögðu skipulagi, í kringum ástvini þar sem frelsi og ævintýri mætast. Hvað óttastu mest? Ég reyni að forðast kjallara, sérstaklega þá sem eru með blikkandi ljósaperu. Hvert er þitt mesta afrek? Þegar ég kom syni mínum í heim- inn, steinliggur. Annars er ég líka dugleg að standa með ákvörðunum mínum, það hefur komið mér langt. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Eitt sinn tók ég að mér að telja farþega í strætó í nokkrar vikur. Síðan þá geng ég frekar en að taka strætó. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hvar eru lyklarnir? Hvernig væri bjórinn Rósa? Rússneskur „imperial stout“, hærri í áfengismagni og keimur af þurrkuðum ávöxtum, kaffi og súkkulaði. Með öðrum orðum: hress en rómantískur. Besta ráð sem þú hefur fengið? Ekki ætlast til neins af neinum. Besta ráð „ever“. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Ég á mjög erfitt samband við ryksugur og hef gert alla tíð. Svo já, að ryksuga. Besta bíómynd allra tíma? Sweet Charity og Flashdance eru klárlega mínar uppáhalds. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri til í meiri þolinmæði í eldhúsinu. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að leyfa mér að verða ástfangin, það fór vel. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? „Less is more.“ Meira er alltaf meira. Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að rétt- læta að veita þér? Nudd. Hvað er á döfinni hjá þér? Ásamt því að vera kenna framtíð Ís- lands dans hjá Jazzballettskóla Báru, þá er ég að dansstýra söngleikn- um Alladín hjá Nemó. Hann verður sýndur í Austurbæ í byrjun febrúar. Mjög svo skemmtilegt verkefni með „sjúllað“ flottu fólki. Ég reyni að forðast kjallara M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Íris Hauksdóttir iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.