Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Qupperneq 6

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Qupperneq 6
Hannes Þ. Signrðsson, dómari, heils- ar fyrirliðum Vals og FH fyrir úr- slitaleikinn í 1. deild. T.v. Guðbjörg Árnadóttir, t.h. Sylvía Hallsteins- dóttir. landsmótinu væri raunverulega lok- ið, sigurgöngu FH fengi ekkert hróflað. En Adam og Eva voru ekki ein í aldingarðinum, og svo bregðast krosstré sem önnur. Þegar FH-liðið mætti liðum Hauka og Víkings í seinni umferð, var það óþekkjanlegt fyrir sama lið. Það leikandi létta og hraða spil, sem einkennt hafði liðið, var komið í glatkistuna, en skipu- lagsleysi og leikfýla virtist öllu ráð- andi, og liðsmenn stóðu ráðþrota við leikgleði liða, sem sigruð höfðu ver- ið með miklum yfirburðum fyrr um veturinn. Og báðum þessum leikjum tapaði FH með tveggja marka mun. Hvað olli svo þessari breytingu? Það var talað um ofþjálfun og leik- þreytu, sem var þó harla ósennileg skýring, enda féll hún um sjálfa sig, þegar liðið kom til leiks við Val nokkru seinna og eins í leikjunum við Fram í lokin. Vanmat andstæð- inganna var hugsanleg skýring, því að margt liðið hefur um dagana hlotið skell af því að telja sér sigur vísan fyrirfram. En það gerist naumast hjá jafnreyndum mönnum tvisvar í röð og reyndar varla nema einn hálfleik. Ég er ekki svo hnút- um kunnugur, að ég geti skorið úr, hvar skórinn kreppti að, en svo mik- ið er víst, að í þeim leikjum, sem FH átti óleikna í mótinu stjórnaði nýr maður skiptingum hjá liðinu og það sýndi sitt rétta andlit á ný, en nú var það um seinan, þeir höfðu þegar misst af strætisvagninum. Ingólfur, Gunnlaugur & Co. voru komnir í þjálfun og baráttuhug. Meistaraflokkur karla 1. deild: Fram F.H. Haukar Valur Fram X 14:17 26:14 13:16 15:15 24:19 17:15 F.H. 17:14 X 26:19 24:15 15:15 20:22 25:15 Haukar 14:26 19:26 X 16:15 19:24 22:20 24:22 Valur 16:13 15:24 15:16 22:24 X 15:17 15:25 Víkingur 19:22 13:21 17:14 18:21 16:31 16:14 14:26 14:19 Ármann 9:33 13:30 16:29 17:34 18:36 20:25 12:27 21:31 Úrslitaleikur: Fram—FH 16:12. Fyrri umferð Seinni umferð Úrslit Vikingur Ármann Mörk Stig Mörk Stig Mörk Stig 22:19 33:9 108: 75 6 31:16 27:12 114: 77 9 222:152 15 21:13 30:13 118: 74 10 14:16 31:21 105: 89 5 223:163 15 14:17 29:16 92:100 4 26:14 34:17 125: 97 8 217:197 12 21:18 36:18 103: 89 6 19:14 25:20 96:100 4 199:189 10 X 23:13 20:13 90: 91 4 80:103 4 170:194 8 13:23 13:20 X 69:151 0 83:137 0 152:288 0 Auðunn Óskarsson skýtur á markið hjá Þorsteini Björnssyni, sem sýndi afbragðs vörzlu á marki Fram. Á myndinni sést, hve húsið var þéttskipað áhorfendum (Ljósm. Sjónvarp). Lið Hauka þótti ekki efnilegt framan af. Það var ekki skipað nein- um stjörnum og tapaði þremur fyrstu leikjum sínum í mótinu. En þá sner- ist blaðið við. Þeir unnu Val, sem unnið hafði þrjá fyrstu leiki sína, með eins marks mun, og úr því tap- aði liðið engum leik, nema ieik sín- um við Fram. 1 liðinu var að vísu einn maður, sem bar af, markvörð- urinn Logi Kristjánsson, sem með af- burða markvörzlu vann sig upp í landslið, en styrkur liðsins var fyrst og fremst leikgleði þess og þrek, þegar líða tók á veturinn. Þeir höfðu líka þjálfara, Jóhannes Sæmundsson, sem að vísu aldrei hafði komið ná- lægt handknattleik áður, en sá fljótt, að leikurinn var ekki sá galdur, að ekki gilti sama lögmál og um aðrar íþróttagreinar: Því meiri þrekþjálf- 162

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.