Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Page 15

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Page 15
inu.... þeim hinum fyndist hann sjálfsagt gera vitleysu að vera að lengja sér leiðina. Hann beið, þar til þeir voru komnir um það bil 25 metra inn í beygj- una, en þaut þá fram á hlið við Ny. Hann skynjaði svarvið- brögð Cunninghams fyrir aftan sig. Hann hikaði, eins og hann hefði séð sig um hönd. Hann stytti skrefin og fékk örlítið meiri framhalla við það .... Og svo þaut hann fram úr Ny og tók sprettinn inn á langhliðina, og hann varð ekki var neins fótataks á hæla sér. „Þrjú hundruð metrar eft- ir — Lovelock hleypur fyrst- ur,“ hrópaði Abrahams. „Þrjú hundruð metrar eftir. Lovelock!" í holu tímavarðanna höfðu mennirnir með eyrnaskjólin, sem æðisleg hróp mannf jöldans höfðu engin áhrif á, tekið tím- ann 3:05,4 mín. á 1200 m, og höfðu þá þriðju 400 m verið hlaupnir á aðeins 60,2 sek. Það var sami tími og beztur hafði áður náðst á 1200 m í mílu- eða 1500 m hlaupi.... Hann hljóp nú fyrir síðustu beygjuna. Hann vissi, að hann hafði komið þeim rækilega á óvart. Hann vissi, að Cunning- ham og Beccali mundu elta hann sem óðir. „Cunningham er fyrstur — nei, nei, Lovelock er þrjá metra á undan“, ruglaði Abra- hams. „Áfram með þig, Cunn- ing —. . ..“ Hann vissi, að hann yrði að halda þessu bili milli sín og þeirra — en samt mátti hann ekki gera sig sekan um neitt óðagot, sem skemmt gæti fyrir honum. Hann varð að ráða yfir: Hraða, Afslöppun, Takti. Og það gerði hann. Hann hallaði sér lítið eitt til vinstri, einbeitti sér að því að halda takti með löngum, jöfnum skrefum. . . Síðasta beygjan, og svo tæki við beina brautin, þar sem mark- snúran biði. Eitt augnablik, þeg- ar beygjunni virtist aldrei ætla að ljúka, velti hann vöngum yfir, hvort hann fyndi kannski krafta sína þverra. Hann sló örlítið af til að spara þá nokkuð til lokaátakanna, að þau skæru úr um úrslitin. „Cunningham dregur á og Beccali er kominn á hlið við hann“, æpti Abrahams með gnýinn að baki sér. „Lovelock er fyrstur! Lovelock! Love- lock! . ..“ Nú var hann að komast út úr beygjunni. Nú var tíminn kom- inn. Nú . . . . Og það barst um hann líkt og rafmagnsstraumur, frá hverri taug líkamans, allt frá fingurgómum og niður í tær. Ólgan brauzt fram eins og vatnsflaumur í gljúfri. Hann kallaði á alla orku sína .... Honum fannst sem brautin endurgyldi honum högg. Hann varð þess var, að hendur hans yfirgáfu stöðuna yfir mjöðmun- um og tóku að slettast um úln- liðina og slá í ákafa til hliðar og til baka, eins og til að ryðja brautina, knýja hann áfram. Það var allt og sumt. Aðeins hendurnar.... Völlurinn innan brautar þaut hjá í grárri móðu, en í eyrum hans suðaði daufur niður .... „Áfram, Jack, hundrað metrar eftir“. Rödd Abra- hams var hás af æsingi. „Áfram, Jack! Guð minn góður, hann hefur það. Jack! Áfram! . . .“ Hann vissi, að nú gat hann slappað af. Hann vissi það. Hann þurfti naumast að skyggn- Hringur eftir af hlaupinu. Sviinn Ny hefur tekið forystu, en í tvöfaldri röð á eftir honum koma (f. v.) Lovelock, Cunningham, Beccali, Edwards og Cornes. 171

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.