Íþróttablaðið - 01.05.1967, Síða 17
Armann varð glímukóngur
í fimmtánda sinn
Kormákr segir frá
Islandsglímunni 1967
Sunnudaginn 30. apríl 1967
fór íslandsglíman fram að Há-
logalandi og hófst klukkan 4 e.
h. Glímudeild KR sá um mótið
í umboði Glímusambands Is-
lands, Kjartan Bergmann Guð-
jónsson, form. GLl, setti glím-
una, og glímustjóri var Guð-
mundur Ágústsson, en yfirdóm-
ari Sigurður Sigurjónsson.
Þegar komið var í gamla
hjallinn að Hálogalandi, var að-
koman hálf ömurleg, því kyndi-
kerfi hafði bilað, og var hitastig
í húsinu eitthvað niður undir
frostmarki, eða a.m.k. mátti á-
horfendum, sem voru allmargir,
finnast það. Hins vegar var ný-
lokið viðgerð, svo að eitthvað
hlýnaði, meðan á keppni stóð,
þótt engan veginn gæti talizt
bjóðandi keppendum — og enn
síður áhorfendum og starfsliði.
En nóg um það, glímumenn
áttu ekki í annað hús að venda,
Sýningarsamtök atvinnuveg-
anna höfðu þegar tekið við
Iþróttahöllinni í Laugardal, en í
húsi félagsins, sem um glímuna
sá, stóð yfir Islandsmeistaramót
í badminton.
Nú var í fyrsta skipti keppt
í Islandsglímunni, síðan nýjar
reglur um þátttökurétt tóku
gildi. Stefna þær reglur að því,
að aðeins beztu glímumenn
landsins taki þátt í keppninni
um Grettisbeltið, því menn verða
að hafa unnið til verðlauna í
Landsflokkaglímtmni eða á
fjórðungsglímumótum til þess
að öðlast þátttökuréttinn.
Nú voru skráðir til leiks 11
keppendur, allir knáir og sumir
allmiklu meira en í meðallagi,
en einn keppandi mætti ekki til
leiks. Var það Guðmundur Stein-
dórsson, HSK, og var að honum
sjónarsviptir. Annar keppandi
rauk burt í fússi við dómarana,
ISLANDSGLlMAN 1967 — VINNINGASKRÁ:
1. Ármann J. Lárusson, UBK
2. Sveinn Guðmundsson, HSH
3. Steindór Steindórsson, HSK
4. íngvi Guðmundsson, UV ..
5. Sigtryggur Sigurðsson, KR
6. Ivar Jónsson, UBK ........
7. Már SigurfSsson, HSK ....
8. Rögnvaldur Ólafsson, KR .
9. Einar Kristinsson, KR ....
123456789 Alls
Xllllllll 8
0X1111111 7
00X101111 5
000X11101 4
0010X1011 4
00000X111 3
000010X11 3
0001000X1 2
OOOOOOOOX 0
svo að þeir urðu 9, sem glím-
unni luku.
Óneitanlega varð vart tals-
verðs spennings fyrir þessa Is-
landsglímu. Glímukóngur Is-
lands, Ármann J. Lárusson,
UBK, hafði rétt með naumind-
um bjargað sigri sínum í Lands-
flokkaglímunni rúmum mánuði
fyrr, og því virtist þess einhver
von, að einveldi hans væri nú að
ljúka, en hann hafði verið
glímukóngur óslitið frá 1954 og
þar áður einu sinni, 1952, að-
eins tvítugur að aldri.
Einhver von, segi ég, því ein-
valdar verða alltaf óvinsælir af
valdi sínu einu, og vissulega
bendir það til ónógrar grózku
í þeirri íþróttagrein, sem sami
maður getur sigrað í á lands-
meistaramóti hálfan annan tug
ára — en vart verður honum
sjálfum um kennt. Enda hefur
Ármann mætt til keppni, hvern-
ig sem æfingarástandi hans hef-
ur verið háttað og því gefið
hverjum þeim, sem þrek og dug
hafði nóg, tækifæri til að leggja
sig.
En þar er skemmst frá að
segja, að Ármann sýndi það ó-
tvírætt í þessari Islandsglímu,
að hann ber enn höfuð og herð-
ar yfir alla aðra glímumenn
(Sjá bls. 176)
173