Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 3
Ritstjórnarspjall
Ný og betri íþróttamannvirki
Á afmælisdegi Í.S.Í. 28. jan. s.l., þegar fram fór afhending viður-
kenninga til íþróttamanna drsins 1974 í hinum ýmsu greinum, flutti
Gísli Halldórsson forseti Í.S.Í. ræðu, sem vakti verðskuldaða athygli,
ekki síst sd þdttur hennar er fjallaði um byggingu íþróttamannvirkja.
Að vísu gætti nokkurs misskilnings í fréttaflutningi af þessum fundi
og því sem forseti Í.S.Í. sagði, en það hefur verið leiðrétt.
Forseti t.S.I. tók það réttilega fram, að unnið væri að því að fd
fleiri og stærri íþróttahús, þörfin fyrir þau væri ótvíræð og í hvert
sinn sem nýtt hús hefði verið tekið í notkun, hefði eftirspurn verið svo
mikil, að nægt hefði til að fylla tvö hús. En íþróttahús væru dýr og
af þeirri dstæðu hefðu þau oft verið byggð of lítil, enda miðuð til
afnota fyrir skóla.
Á íþróttaþingi Í.S.Í. s.l. haust var mdl þetta rætt og gerð um það
samþykkt og í framhaldL hennar var menntamdlaráðherra skrifað
bréf þar sem eindregið var hvatt til þess að fyllstu hagsýni yrði gætt
um samnot íþróttahúsa fyrir hina frjálsu íþróttahreyfingu og skól-
ana. Hæstvirtur menntamálaráðherra hefur tekið þessu afar vel og
fyrir nokkru boðaði hann fulltrúa frá Í.S.Í. og U.M.F.Í. ásamt íþrótta-
fulltrúa ríkisins á fund með nefndinni og lét þar í Ijós vilja sinn á því
að sameiginlega yrði staðið að þessum málum til hagsbóta fyrir alla.
Í.S.Í. vinnur nú að tillögugerð, þar sem lagt verður til, að ef þeim
80 íþróttahúsum sem í náinni framtíð er áformað að reisa, verði 27
þeirra með sal af stærðinni 22x44 m. og nokkru áhorfendarými. Er
ekki ásfæða fil að ætla annað en að hin ríkisskipaða nefnd og mennta-
málaráðherra taki þeirri tillögugerð af skilningi og velvilja.
Einnig greindi forseti Í.S.Í. frá því, að líkur væru á, að fljótlega
yrðu lagðar hlaupabrautir hér á landi með „tartan" eða öðru gúmmí-
efni og veruleg fjölgun væri framundan í uppsetningi skíðalyftna.
Alger forsenda fyrir öllum þessum framkvæmdum er að sjálfsögðu
stóraukið fjármagn. Mikil og ánægjuleg breyfing hefur líka orðið í
þeim efnum á skömmum tíma. Á s.l. fjórum árum hefur framlag
Alþingis til íþróttasjóðs aukisf úr 5.0 millj. króna í 77.0 millj. króna.
Mörg byggðafélög hafa líka aukið fjárframlög sín til að skapa
íþróttaaðstöðu. Það er líka mála sannast sem oft hefur verið nefnt, að
fjárframlög til uppbyggingar íþróttaaðsföðu er ein allra besta fjár-
festing sem ríki og sveitarfélög ráðast í. Þeffa var m.a. staðfest í
umræðuþætti í Sjónvarpinu nýlega, þar sem umræður fóru fram
við fulltrúa sveitarstjórna á Vesfurlandi. Formaður sambands sveitar-
félaganna á Vesturlandi svaraði spurningu stjórnanda Sjónvarps-
þáttarins um fjárframlög til félagslegrar aðstöðu á þá leið, að fjár-
framlög til íþróttamannvirkja væru ein besta fjárfesting sem sveitar-
félögin réðust í. Tilkoma íþróttaleikvangs, íþróttahúss og sundlaugar
í hverju sveitarfélagi gjörbreytti öllu viðhorfi til búsetu og ætti sinn
stóra þátt í að gera landsbyggðina eftirsótta og skapaði öðru frernur
möguleika til þroskandi og ánægjulegra viðfangsefna.
Fjárframlag ríkisins til kennslumála íþróttafélaganna mun tvöfald-
ast á þessu ári og framlag til Í.S.Í. hækkar verulega.
Þetta ber allt vott um vaxandi skilning á gildi og þýðingu íþrótta-
starfsins.
Málgagn íþróttasambands íslands
Ritstjóri:
Sigurður Magnússon
Fulltrúi Frjáls Framtaks við útgáfuna:
Jón B. Pétursson
Skrifstofa ritstjórnar:
íþróttamiðstöðinni Laugardal
Útgefandi: Frjálst framtak hf.
Framkvæmdastjóri:
Jóhann Briem
Skrifstofa og afgreiðsla:
Laugavegi 178
Símar 82300, 82302
Blaðið kemur út annan hvern mánuð
Árgjald kr 1770.00
Setning og umbrot:
Prentstofa G. Benediktssonar
Prentun: Flafnarprent hf.
Héraðssambönd innan ISÍ:
Héraðssamband Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu
Héraðssamband Strandamanna
Héraðssamband Suður-Þingeyinga
Héraðssamband Vestur-fsfirðinga
Héraðssambandið Skarphéðinn
fþróttabandalag Akraness
fþróttabandalag Akureyrar
fþróttabandalag Hafnarfjarðar
fþróttabandalag tsafjarðar
fþróttabandalag Keflavíkur
íþróttabandalag Ólafsfjarðar
fþróttabandalag Reykjavíkur
Iþróttabandalag Siglufjarðar
fþróttabandalag Suðurnesja
fþróttabandalag Vestmannaeyja
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands
Ungmennasamband A.-Húnvetninga
Ugmennasamband Borgarfjarðar
Ungmennasamband Dalamanna
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Ungmennasamband Kjalarnessþings
Ungmennasamband N.-Þingeyinga
Ungmennasamband Skagafjarðar
Ungmennasamband V.-Húnvetninga
Ungmennasamband V.-Skaftfellinga
Ungmennasambandið Úlfljótur
Sérsambönd innan ISf:
Badmintonsamband (slands
Blaksamband fslands
Borðtennissamband fslands
Fimleikasamband fslands
Frjálsíþróttasamband fslands
Glímusamband íslands
Golfsamband fslands
Handknattleikssamband fslands
Júdósamband fslands
Knattspyrnusamband fslands
Körfuknattleikssamband fslands
Lyftingasamband fslands
Siglingasamband fslands
Skíðasamband fslands
Sundsamband fslands
3